Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 22

Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 22
Steincke fór með þenna áðurtalda búnað í ferðalagið 1855, og þótt hann að því sinni kæmi ekki heim með risasmokk bar söfnun hans frábæran árangur. í aðfangabók II. deildar Dýrasafnsins er færð löng skrá 28. nóv. 1855 yfir fjölda dýra frá íslandi, sem Steincke kaupmaður hefir safn- að. Sérstaklega er getið um mjög fall- egt eintak af Echiurus (ormur) og nokkrar Sarsiur (hveljutegundir) fall- eg eintök. Steenstrup talar um þetta safn í bréfi 8. maí 1856 á þessa leið: „Afhinum 25 tegundum voru svo mörg falleg eintök af þorra þeirra, að sérhvert safn mundi vilja hafa þau til sýnis, og öll voru dýrin not- hœf til skoðunar og rannsókna vorra “. Um risasmokkinn segir hann: „Því miður varð ritgerð minni um stóru smokkfiskana ekki lokið að þessu sinni, því að henni verða að fylgja svo margar eirstungutöflur, en ég vona fastlega, að ef þér skyld- uð komast yfir nokkuð nýtilegt af því tagi á fslandi, þá munið þér hr. Steincke ekki láta það undir höfuð leggjast að varðveita það svo vel sem unnt er. “ (Ritgerðin, sem Steenstrup minnist á, kom fyrst út 42 árum seinna, ári eftir andlát Steenstrups, en Steincke var þá látinn fyrir sjö árum). Ferð Steinckes til íslands 1856 bar einnig góðan árangur, eins og sjá má af áður nefndri aðfangabók. Auk þess að safna við Eyjafjörð safnaði hann við Skagaströnd og á leiðinni til fs- lands „12 mílur norður af Fœreyjum. “ Af bréfi til Steenstrups 1857 sést, að Steincke fór enn til íslands en í það sinn fyrr á árinu en venja var, því að bréfið er dagsett 25. apríl og fylgdi því kassi með glössum og vínanda en einnig ósk um nýtt athugunarefni, „ég sendi yður upplýsingar mínar um geirfuglinn og örlög hans, sem þér ef til vill getið stytt yður við klukkustund eða svo á hinni til- breytingarlausu sjóferð, og ég bið yður vinsamlegast að skrifa hjáyður allt, sem þér með fullri vissu getið um hann frétt “. — En þetta var of seint. Síðasti geirfuglinn hafði verið drepinn 1844 eða 13 árum fyrr. — En Steenstrup gleymdi ekki risasmokknum. „Hið sama vildi ég biðjayður um með hina risavöxnu smokkfiska, sem einhverntíma hljóta að verða á vegi yðar“. En í þetta sinn varð eftirtekjan rýr: Nokkrir Ixodes maurar, teknir af teistu og fáeinar brennihveljur. í að- fangabókinni stendur: „Farið var of hratt yfir til þess að unnt vœri að safna meiru. Glösin, sem afgangs eru geymast til ncestu ferðar. “ Árið 1858 safnaði Steincke ekki aðeins sjálfur, heldur fékk hann einn- ig Jakob Möller verslunarþjón á Ak- ureyri til að safna handa Dýrasafninu. Hann var sennilega sonur E.E. Möll- ers verslunarstjóra, er síðar getur. Ár- angurinn var fjögur glös með sjávar- dýrum, sem Steincke safnaði á Húsa- vík, og níu glös frá Möller frá Akur- eyri. Steincke skýrði Steenstrup frá þessu í bréfi 23. sept 1858, og á bréfið hefir Steenstrup skrifað uppkast að svari, eins og venja hans var: „hefi lofað að senda Möller kassa með glösum og litla botnsköfu, sem kostar. .. “ (ólœsilegt). Næsta ár 1859 hélt Jakob Möller áfram að safna, og er þess getið um það sem safninu barst það ár frá ís- landi að það sé að mestu frá Möller. í bréfi frá 26. nóv. 1859 gerir dr. phil. Chr. Lútken7, aðstoðarmaður Steen- strups grein fyrir, hvað safnast hefir það ár. Sérstaklega getur hann þar um möttuldýrið, Petonia villosa,“ sem nýlega er fundið fyrsta sinn við strendur Noregs“. Möller sá, sem getið er í síðara uppkasti Steenstrups er sennilega Ed- vald verslunarstjóri, sem síðar varð tengdafaðir Steinckes, en Steincke hefir fengið hann til að vinna fyrir Dýrasafnið, svo sem sjá má af bréfum hans um árabil. Fyrsta bréf Möllers er frá 1860, þar þakkar hann fyrir glasa- kassa, sennilega þann sem áður var getið, en síðasta bréfið er frá 1878. Auðsætt er, að Möller hefir fengið greiðslu fyrir ómak sitt, gagnstætt því sem var um Steincke, því að í bréfum sínum þakkar Möller hvað eftir annað fyrir „greiðslur sem hann hafi fengið“. Hann hefir litið á óskir Steenstrups 7. Chr. Liitken (1827-1901) danskur dýrafræðingur og prófessor. sem beinar pantanir, því að þegar Steenstrup vegna Lútkens óskaði eftir háfiskum, kvartar Möller yfir því, að hann hefði ekki fengið pöntun á þeim fyrr, „því að fyrir nokkrum árum náðist beinhákarl í Flatey á Skjálfanda, og hefði verið létt fyrir mig að ná í hluta úr beinagrindinni. “ En pöntunin hefir að þessu sinni verið smokkfiskar, en eins og síðar segir varð hann til þess að senda Dýrasafninu ef til vill merkilegasta gripinn af öllu þvi, sem það fékk frá Akureyri á þessum árum. í síðari Akureyrardvöl sinni 1860-1874 sendi Steincke safninu gripi við og við eftir því sem þeir bár- ust honum í hendur, en ekki var um reglubundna söfnun að ræða eins og verið hafði á sumarferðum hans árin á undan. I. deild Safnsins keypti dálítið af fuglahömum, beinagrindum og eggjum frá Akureyri. Sennilega hefir það verið fuglasafn úr eigu Möllers, en hann hafði beðið Steenstrup í bréfi að útvega kaupanda að því, þar eð hann vildi selja það. Safnið hefir fengið augastað á fuglum Möllers, og Steincke síðan verið meðalgöngu- maður við kaupin. Um fuglasafn þetta segir í aðfangabókinni, að það sé mjög fallegt og fullkomið“. Og um einstaka gripi er sagt, „fallegur hamur“ eða „mjög falleg- ur“ o.s.frv.“ Á þessum árum sendi Steincke I. deild Dýrasafnsins nokkrar hagamýs, og II. deild sendi hann sjávardýr, meðal annars vel með farna vogmeri í saltpækli. Steincke hafði stöðugt vak- andi auga á risasmokkum, sem Steenstrup sífellt hafði jafnmikinn hug á. Hann skrifar mjög fagnandi í bréfi 23. ágúst 1861: „Loksins hefi ég þá ánœgju að senda yður hina lengi þráðu smokkfiska frá fslandi. Þrjá þeirra rak fyrir nokkrum dögum“. Það kom raunar seinna í ljós, að þetta voru einungis óvenju stórvaxnir einstaklingar af kolkrabba, sem er al- gengur í Norður-Atlantshafi, smá- vaxnari að vísu en engan veginn sjaldséður við ísland. Steincke segir sjálfur um útbreiðslu hans í Eyjafirði í bréfi 1. des. 1873: „fremur sjaldgœfur við Akureyri, kemur þó stundum í 202 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.