Heima er bezt - 01.06.1984, Side 23
Bernhard A. Steincke.
Myndin var tekin í Kaup-
mannahöfn
á árunum eftir 1880.
janúar“. Sjálfan risasmokkinn sá
hann aldrei.
En það sem Steincke heppnaðist
ekki tókst Möller verslunarstjóra, því
að 1871 sendi hann Dýrasafninu í
Höfn risasmokk (Architeuthus mona-
chus) frá Akureyri. Að vísu var hann
of seint á ferðinni til að verða fyrstur í
röðinni, því að Hygom skipstjóri fann
slíkan risasmokk á reki í Atlantshaf-
inu 1855, en sá fundur sannaði tilveru
þessara dýra, og tegundinni var þá
lýst í fyrsta sinni af Steenstrup. Engu
að síður var þetta mikill fengur, því að
auk eintaks Hygoms á Dýrasafnið
einungis tvö eintök, þetta frá Akureyri
og annað frá Færeyjum. íslenski risa-
smokkurinn er 5 metra langur að
örmunum meðtöldum og er enn
(1937) til sýnis í sýningarsal safnsins.
Þó að Steincke væri alfluttur til
Kaupmannahafnar, hélt hann áfram
að gefa dýrasafninu íslensk dýr. 1875
gaf hann því dýr frá Skagaströnd. og
1876 „nokkur glös með íslenskum
náttúrugripum — sœdýrum, en því
miður illa meðförnum“ stendur í að-
fangabókinni. En bæði þessi sumur
var Steincke á íslandi. 1876 gaf hann
margt af sælindýrum, og 1878 keypti
E deild Dýrasafnsins af honum
nokkra íslenska fuglahami og egg.
Enn var Steincke á íslandi 1882. Þá
skrifar hann Steenstrup frá ísafirði 4.
júlí, „kemst ekki héðanfyrir ís. “ Með-
an hann var tepptur þar fann hann
hausbein úr hnýðing (höfrungsteg-
und) og sendi hana til Steenstrups.
Auk allra þessara sædýra, á Dýra-
safnið heilmikið af skordýrum. sem
komin eru frá Steincke, og það voru
einmitt þau, sem gáfu tilefni til þess-
arar samantektar. Því miður hefir
stjórnandi skordýrasafnsins, Schiödte8
ekki fært aðfangabók nokkru sinni,
en hann dó 1884. Og þó hann ræði
safnaukann í ársskýrslu safnsins allt
frá 1873, eru allar upplýsingar hans
mjög ónákvæmar, og meðan Schiödte
lifði er Steinckes aldrei getið. En á
fyrsta árinu 1885, sem dagbók er
haldin af eftirmanni Schiödtes dr.
Meinert er getið gjafar frá Steincke,
„safns af íslenskum skordýrum og
köngurlóm“, og ári síðar „lítill
kassi með íslenskum skordýrum og
þrjár glaspípur með köngurlóm “.
Þetta er merkt frá Skagaströnd og
Eyjafirði, en á þeim stöðum safnaði
Steincke aðallega. Það er annars
sennilegt, að þetta ár hafi Steincke
fengið menn til að safna fyrir sig.
í ódagsettu bréfi, sem hlýtur að
vera skrifað á tímabilinu 6. febr. 1884
til 30. apríl 1885 segir Steenstrup að
„þáverandi forstjóri skordýrasafns-
ins dr. phil. H.J. Hansen muni
heimsœkja hann (Steincke) við-
víkjandi þessum skordýrum “
og hann bætir við:
„Eg get ekki látið hjá líða hr.
Steincke að minna yður á uppá-
stungu mína að láta Safnið greiða
gangverð fyrir skordýrasafnið, en
það mun vissulega vilja nota þetta
góða tœkifœri til að fullkomna ís-
lenska skordýrasafnið eins og auðið
er. En skordýrasafnið hefir nú sér-
staklega góð efni á að greiða fyrir
hlutina. A nnars má vel vera, að svo
fari, að það verði síðar að kaupa það
af Þjóðverjum fyrir okurverð, eða
það sem enn verra er, að þér verðið
að greiða fiðrildaumboðsmönnum
vðar úr eigin vasa. “
Hér er líklega átt við sendimenn frá
skordýraverslun Staudingers í Dres-
den, sem safnað höfðu fiðrildum á ís-
landi, og hafði Steincke keypt nokkurt
safn af þeim við vægu verði handa
Dýrasafninu í Höfn. Að minnsta kosti
segir svo í ársskýrslunni 1855 að auk
gjafa Steinckes hafi safnið keypt
nokkuð af íslenskum fiðrildum“, og á
merkimiðum með hendi Meinerts
stendur: Island, Steudinger.
Þess skal og getið, að það var ekki
í skjaldarmerki
danska Dýrasafnsins
er mynd af geirfugli.
einungis Dýrasafnið í Kaupmanna-
höfn, sem naut góðs af söfnun
Steinckes. Á árunum 1872-1876 gaf
hann Lærða skólanum í Reykjavík
eggjasafn, að mestu íslenskt, voru það
alls egg 63 tegunda 115 að tölu.
Af því, sem hér hefir verið ritað
verður ljóst, að Steincke hefir gefið
Dýrasafninu mjög verðmætt safn ís-
lenskra dýra á tímabilinu 1854-1886.
Nokkuð af þessum söfnum hefir verið
notað í eldri skrám yfir íslensk dýr t.d.
í skrá Mörchs9 um íslensk lindýr 1868
og skrá Traustedts10 yfir íslensk mött-
uldýr 1880 og víðar. Það sem enn hefir
ekki verið nýtt verður í ritsafninu The
Zoology of Iceland, sem hóf göngu
sína fyrir nokkru, og er enn ekki lokið
[1978]. Það mun þannig koma að
fullum notum eins og minning hins
dugmikla áhugamanns á skilið.
8. J.M.C. Schiödte (1815-1884) danskur
skordýrafræðingur, kennari við
Landbúnaðarháskólann.
9. O.L.A. Mörch: Faunula Molluscor-
um Islandiae. Oversigt over Islands
Blöddyr (Vidensk. Meddelelser
1868)."
10. M.P.A. Traustedt: Oversigt over de
fra Danmark og dets nordlige Bi-
lande kjendte Ascidiæ simplices.
(Vidensk. Meddelelser 1879-1880).
Heima er bezt 203