Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 26
JÓN GÍSLI HÖGNASON:
„Þegar braut
á Kúlu“
Sœmundur Guðmundsson
segir frá
Sæmundur segir hér frá
því er hann reri til fiskjar á
því tímaskeiði sem hann
kallar „fyrsta þátt viðreisn-
ar Þorlákshafnar, “
1935-1940. Utgerð þaðan
lagðist niður með hernámi
Breta, sem höfðu mikla
bækistöð í Ölfusinu.
Það má líta á þennan
þátt sem eins konar fram-
hald af þeim augnabliks-
myndum, sem Sæmundur
Þorláksson sýndi okkur frá
Þorlákshöfn fram að 1934
(Heima er bezt 5/1984).
Sæmundur Guðmunds-
son hefur fengist við
margt fleira um ævina og
býr nú í Hveragerði, en
faðir hans var einmitt
fyrsti landneminn sem
byggði sér íbúðarhús þar
1929.
1
Eftir að Kaupfélag Árnesinga hafði
keypt Þorlákshöfn, hóf það undir-
búning að smíði tveggja báta. Voru
það trillur, sjö tonna, og yfirsmiður
var Júlíus Ingvarsson. Þessir bátar
komu á vertíð í Þorlákshöfn 1935.
Annar var „Jónas Jónsson", kallaður
„ráðherra“, sem kaupfélagið var talið
eiga og Guðmundur Jónatan Guð-
mundsson var formaður á. Þó að
kaupfélagiö væri talið eiga bátinn, var
mér sagt að Guðmundur Jónatan
hefði átt hann að hálfu á móti félag-
inu. Hinn báturinn hét „Framsókn“,
sagður eign Þykkbæinga, Friðriks
Friðrikssonar í Miðkoti og félaga.
Formaður var Kristján Guðmunds-
son í Búðarhúsum. Báðir voru for-
mennirnir Eyrbekkingar.
Það varð svo úr, að ég réri hjá
Guðmundi Jónatan þessa vertíð, en
ætlaði eiginlega ekki að fara til Þor-
lákshafnar. hugsaði mér að hafa það
eitthvað betra. Þá bauð hann mér 400
krónur í kauptryggingu, hana fékk ég
en efast um að hluturinn hafi gert svo
mikið. Svo fékk maður nú meira. þeir
sem voru með heimili fengu nógan
fisk til heimilisins, eða það sem ekki
var saltað og selt. Viðskipti fóru öll
um Eyrarbakka og þangað var skotist
eftir að trillurnar komu, sem auð-
veldaði aðdrætti. Stundum var
skroppið þangað með fisk, sem fluttur
var upp að Selfossi og síðar dreift út
um sveitir með mjólkurbílum kaup-
félagsins.
Þegar við komum austur á Eyrar-
bakka í einni slíkri ferð, stóð Júlíus
Ingvarsson skipasmiður í hliðinu á
sjóvarnargarðinum og spurði strák-
ana hvernig bátarnir gerðu það.
Strákarnir á „Framsókn“ urðu mest
fyrir svörum og skitu bátana út á allan
hátt. Karlinn varð ofsalega vondur,
enda voru bátarnir vel smíðaðir.
Strákarnir gerðu þetta aðeins til að
erta karlinn, sem virtist vera upp-
stökkur. Júlíus fluttist síðar til Hvera-
gerðis. Þetta þóttu ágætis bátar. mað-
ur var ekki öðru betra vanur.
Við fiskuðum ágætlega á vertíðinni
1935. Það var hálfdekk í bátnum sem
tekið var úr á netavertíðinni, þótti það
rýmra og betra að eiga við netin
Seinnipart vertíðar fiskaðist ekki í net
og þá réri Guðmundur með línu og
mok fiskaði á línuna þó ekkert fengist
í netin.
206 Heima er bezt