Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 28

Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 28
Helga Sœmundsdóttir. Guðmundur Gottskálksson. Guðrún Þorláksdóttir. Þorlúkur Jón.sson og Vigdís Sœmundsdóttir. 5 Ég er fæddur á Bakka í Ölfusi 2. maí 1904. Faðir minn var Guðmundur Gottskálksson, en móðir Helga Sæmundsdóttir frá Vindheimum og bjuggu þau á Bakka frá 1902 til 1917. Þaðan fóru þau að Hrauni þegar þau hættu búskap vegna heilsuleysis föður núns og voru þar í tvö ár. Þá fara þau að Bræðratungu í Stokkseyrarhreppi og þaðan aftur 1920 að Hjalla í Ölfusi, en þaðan til Þorlákshafnar. Þar dvelj- ast þau þangað til faðir minn gerist bústjóri á Þórustöðum og síðar Kirkjuferju hjá Karli Olsen stórkaup- manni í Reykjavík. Á Kirkjuferju tók faðir minn þá ákvörðun að gerast landnemi í Hveragerði og þar byggir hann sér hús undir Brekkunni 1929, sem hann kallar Varmahlíð. Hann er fyrsti landneminn í Hveragerði sem byggir sér þar íbúðarhús og stendur það ennþá. Þegar foreldrar mínir fluttu frá Bræðratungu 1920, fór ég vinnumað- ur að Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi til Gissurar Grímssonar og Sigrúnar Jónsdóttur. Árið eftir fór ég vinnu- maður að Hrauni í Ölfusi, var þar til 1926, og næstu tvær vertíðir réri ég í Þorlákshöfn hjá Jóni yngra, Jónssyni frá Hlíðarenda, á báti sem hét „Litlu verður vöggur feginn“. Síðan réri ég nokkrar vertíðir hjá Páli Grímssyni á „Farsæli", og var Páll prýðis formað- ur. Vertíðina 1929 réri ég hjá Sæmundi Þorlákssyni á Hrauni á „Víkingi“, og var það hans fyrsta vertíð. Þá fengum við 125 fiska til hlutar, sem var hæsti hlutur í Þorlákshöfn þá vertíð, það sást tæpast fiskur. Ég kvæntist 1930, Guðrúnu Þor- láksdóttur frá Hrauni og hófum við búskap sama ár í Bakkárholtsparti, nú Guðrún Gerður Sœ- mundsdóttir, hjúkrunar- kona í Kaupmannahöfn. Helga Dís Sœmunds- dóttir, kennari í Reykja vik. Brekka. Sandhól í Bakkárholtshverfi. Við eignuðumst þrjú börn, dreng sem við misstum, tvítugan, og eigum tvær dætur á lífi, aðra búsetta í Reykjavík, hina í Kaupmannahöfn. Það voru kreppuár og allt verðlaust. Það var líka þessi óáran í fé, ormaveiki sem var að drepa það niður. En svo kom Dungalslyfið og það gerbreytti öllu. En maður hafði bara ekkert upp úr þessu og var alltaf að flækjast í burtu til að snapa eftir vinnu. Var ég flesta vetur í mjólkurflutningum yfir Hell- isheiði fyrir Mjólkurbú Ölfusinga með hesta og sleða þegar hún var ófær bílum af snjó. Varð svo að taka vetr- armann og var einar tvær vertíðir á togara, hefði bara ekki lifað annars. Ég hætti búskap í Bakkárholtsparti vorið 1935, eftir vertíðina á „Jónasi ráðherra“. Við fluttum til Hveragerðis og byggðum okkur hús, skammt frá húsi föður míns, og hét Brekka. Þá var verið að byggja hlöðu og fjós á Reykjum og vann ég við það um sumarið. Guðjón A. Sigurðsson var orðinn ráðsmaður þar og dreif þetta áfram. Að vetrinum var ekkert að gera, helvítis ósköp var þetta nú aumt hérna fyrst. Annað árið sem ég var hér hafði ég fjórtánhundruð krónur í tekjur. Var þá í vegavinnu yfir sum- arið og ekkert að gera þegar kom fram á haustið. Fjósamaður hjá Guðjóni á Reykjum var Sigsteinn Pálsson, síðar bóndi á Blikastöðum og var ég feng- inn til að mjólka með honum. Fór of- an klukkan sex og upp að Reykjum til að mjólka einar sex kýr og eins á kvöldin og fékk fyrir það eina krónu á dag. Guðjón þóttist svo bæta mér það upp með því að ég fékk vinnu í gróð- urhúsunum í sex tíma á dag og sjötíu og fimm aura um tímann. Flann borgaði ekki meira en hann þurfti pilturinn sá. Fjögur ár var ég í rörasteypu hjá Teiti Eyjólfssyni, en seinustu seytján árin vann ég í ullarþvottastöð Sam- bands ísl. samvinnufélaga. Hætti að vinna þar 1978, var orðinn slæmur í fæti, fór í aðgerð og síðan hefur það lagast. Ennþá á ég nokkrar kindur og hest. Kemur fyrir að ég tek hest minn og hnakk og rið hér inn á fjöllin. Sœmundur ú Grána. 208 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.