Heima er bezt - 01.06.1984, Side 29
INGVAR AGNARSSON
Býr huldufólkið á öðrum
hnöttum, en sést hér aðeins
líkt og sjónvarpssending?
Ingvar leggur hér fram
ýmsar hugmyndir, þeirri
skoðun sinni til stuðnings.
Ennfremur birtir hann nýjar
sögur og samtal um huldu-
fólk.
Huldufólkið
og bústaðir þess
i.
Efnisheimurinn og lífið
HULDUFÓLK Á ÖÐRUM
BYLGJULENGDUM
Skemmtileg og athyglisverð grein,
„Tilvera huldufólks“, var í Velvak-
anda Morgunblaðsins þann 28. júlí
1983, eftir Pál H. Árnason í Vest-
mannaeyjum, þar sem hann ræðir um
efni greinar, er birtist í „Heima er
bezt“ í maíheftinu 1983, undir heitinu
„Huldukaupstaðurinn í Hallands-
björpum “ í samantekt Helga Hall-
grímssonar náttúrufræðings, en í
greinarlok getur hann m.a. um skýr-
ingar Helga Pjeturs á slíkum fyrir-
bærum.(Grein Páls birtist svo í HEB
3/84).
Páll reynir að skýra tilvist eða bú-
setu huldufólks á annan hátt, eða sem
eðlilega þótt í hólum og klettum sé.
Skýrir hann slíka búsetu huldufólks
með mismunandi bylgjulengdum,
sem allsstaðar séu til staðar í tilver-
unni,
„þar sem hver og ein bylgjulengd, er
sem sjálfstœður persónuleiki, ef svo
má að orði komast“, og „þar sem
sálfarendur fara í gegnum þétt og
hörð efni, án þess að finna mót-
slöðu.“ Og hann spyr: „Af hverju
geta þá ekki verur á þeirri eða því-
likum bylgjulengdum búið í því, sem
við teljum heilt efni, eins og hólum
og klettum?“
* Þessar leturbreytingar eru mínar. I.A.
BYLGJULENGDIR
DULHYGG JUM ANN A
Þessi misskilningur um bylgju-
lengdirnar er lengi búinn að vera of-
arlega á blaði eða sem einskonar
óskaathvarf dulhyggjumanna. En
sannleikurinn er sá, að eðlisfræðileg
tilvera mismunandi bylgjulengda í
geimnum, gefur mönnum alls ekkert
tilefni til skilnings á þeim fyrirbærum
sem hingað til hafa verið talin dulræn
i eðli, svo sem huldufólk, sálfarir,
o.s.frv.
Náttúrufræðilegar bylgjulengdir,
sem hægt er að mæla með tækjum,
eiga alls enga sjálfstæða tilveru.
Bylgjulengd er ekki til í formi manns,
kletts eða húss. Enginn hlutur hefur
einhverja bylgjulengd í sjálfum sér.
MERKILEGASTA
SETNING FORNALDAR
Plótín ritar þessa merkilegu setningu:
„Sérhver hlutur hefir í sér starf-
andi afl, sem er hans eftirmynd, svo
að þegar hluturinn er, þá er einnig
aflið, og þó að hluturinn sje kyr í
sama stað, þá geisist aflið út frá
honum, sumt lengra en sumt
skemra. “
Þessari skoðun hefur enn ekki verið
hnekkt.
BYLGJUTÍÐNI
STAFAR FRÁ HLUTUM
Bylgjur og bylgjulengdir eru aðeins
þau áhrif sem berast frá einhverjum
efniskenndum hlutum. Án efnis eru
því engar bylgjulengdir til, þær eru
ávallt tengdar mælanlegu og áþreif-
anlegu efni. Hvert frumefni i heitu
ástandi, eins og í sólunum, sendir frá
sér ákveðna bylgjutíðni.
Með litrófsmælingum er hægt að
finna frumefni og hlutfallsmagn hvers
þeirra um sig, í ákveðnum stjörnum,
einnig hreyfingar og hraða stjarn-
anna. Bylgjutíðnin er mjög mismun-
andi, allt frá ósýnilegum ultrafjólu-
bláum hátíðnigeislum niður í ósýni-
lega innrauða lágtíðnigeisla. Þeir
geislar sem sýnilegir eru mannsauga
taka aðeins yfir örmjótt tíðnisvið alls
bylgjukvarðans. En, eins og áður
sagði, eru allar bylgjur og öll geislan
frá efni komnar, og því út í bláinn að
tala um að persónur, eða verur, eða
einhverjir hlutir séu eintóm bylgju-
tíðni eða bylgjulengd (öldulengd).
Mjög er mikilvægt að skilja þessi
Heima er bezt 209