Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 30

Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 30
eðlisfræðilegu atriði tilverunnar, til að komast hjá þeim misskilningi, að ein- hverjar lifandi verur séu á einhverjum sérstökum bylgjulengdum.* Hitt er svo annað mál, að öll geisl- un, sem gengur út frá einhverjum hlut (í föstu, fljótandi eða loftkenndu ást- andi) leitast við að skapa ástand hjá móttakandanum, hliðstætt ástandi sendandans. Öll vitum við um slíka gagnverkun milli senditækis og mót- tökutækis varðandi síma, útvarp og sjónvarp. Og er sólin sendir hitageisla sína til jarðarinnar, þá myndast hér hliðstætt ástand og á sólunni, þótt í milljónum sinnum minna mæli sé. LÍFGEISLAN FJARHRIF FJARSKYNJUN Sama er hægt að segja um hugsana- flutning. Maður getur skynjað hugsun þess er hana sendir, og skiptir þá engu hvort sendandinn er nágranni, sam- stirningur í fjarlægð, eða jafnvel íbúi annars hnattar. Hér er það lífgeislun sem á sér stað, og hvorki fjarlægð eða efni virðist hafa hindrandi áhrif á framkomu hennar. Lífgeislan virðist einnig hafa til- hneigingu til að framleiða sendand- ann í návist móttakandans. Fyrirbæri eins og tvífarar og líkamningar eru þess háttar fyrirbæri. Stundum mun það hafa borið við, að huldufólkið hafi líkamnast (efnast. materialiserast) hér og eru ýmsar sagnir slíkar, úr þjóðsögum og frá núlifandi fólki, svo að ætla má, að slík hafi verið raunin í vissum tilvikum. íslendingar munu um aldir hafa haft all náin samskipti við huldufólk, sem þá hefur verið og er enn, sambands- þjóð okkar á öðrum hnetti eða hnött- um. Og líklega er hér um að ræða fólk á frumlífshnetti, og mun lítið lengra komin vera í tæknimenningu, en við hér. £n fjarskynjan er einnig eðli líf- geislunarinnar. Ófreskir menn geta stundum séð það sem gerist í fjarlægð, og þá venjulega vegna sambands við annan mann sem þar er staddur. Komum þá aftur að huldufólkinu og hugsanlegum skýringum á því. hversvegna og hvernig það getur stundum birst jarðneskum mönnum. Frá náttúrufræðilegu sjónarmiði virðist mér nær óhugsandi, að huldu- fólk lifi í klettum og hólum eða að það stundi ýmis konar búsýslu mitt á meðal okkar mannanna. Sagnir bera einnig með sér, að ekki er allt sem sýnist í fljótu bragði. Tökum dæmi: Tveir menn eru á ferð. Annar sér ljós í kletti, en hinn getur ekkert ljós séð. ÁLFABYGGÐIR OG ÁLFALANDSLAG Maður er á ferð og sér huldubyggðir. En jafnframt því, sem hann sér og horfir á hið jarðneska landslag í um- hverfinu, þá sér hann einnig annað landslag, álfalandslag, þ.e. önnur fjöll, ár, kletta og hóla, og mannabú- staði. Og hann sér, að þessir álfabú- staðir tilheyra einmitt álfalandslag- inu, en ekki sínu venjulega umhverfi. Hvaða aukaumhverfi er það, sem skyggni maðurinn sér? Hvaða skýring gæti verið nærtækari en sú, að hér sé um fjarskyggni að ræða, að hinum skyggna manni hafi um stund gefið sýn til fjarlægs staðar? Og er þá ekki líklegast að sá staður sé á einhverjum byggðum hnetti í öðru sólkerfi? Það, að hulduverurnar eru oft ólíkar að útliti jarðarmönnum, gefur einmitt tilefni til að ætla slíkt. Slíkt tvöfalt landslag mun ekki vera óalgengt meðal sjáenda. Spyrjið ófreskan mann eða konu um þessi atriði, og þið munuð komast að raun um, að ég er hér að fara með rétt mál. Sjáendur huldufólksbyggða hafa líka tekið eftir því, að oft er annað veðurfar meðal huldufólks en gerist í okkar umhverfi. Þar getur verið dimmviðri, þótt hér sé sólskin, og þar getur verið bjartviðri þótt hér sé al- skýjað og leiðindaveður. Spyrjið sjá- endur og þið munuð sannfærast. HULDULJÓÐ Sjáendur fyrri tíða skynjuðu og skildu glöggt hinn mikla mun veðurfars og annarra umhverfisþátta hjá huldu- fólki og mönnum. Um það vitna eft- irfarandi vísur, sem álfkona kveður við mennskan mann, þar sem hún er að lýsa ýmsum umhverfisþáttum, sem ekki fara saman í hennar heimi og okkar: Ég er úr álfa löndum en þú ert maður úr miðhluta heimi. Þá haustar hér og herðir að vetri, þá vorar þar vanda eftir. Þá hér er s/ór með syrpulátum, þá er þar himinn með heiði og skýjum. Hér lýsir álfkonan (sem vera mun íbúi annars og fullkomnari lífhnattar) öðru og betra veðurfari en hér er, en einnig því að árstíðir fara ekki saman þar og hér. Þá er og athyglisvert. að hún segist vera úr álfa löndum og má vel skilja að hún telji sinn heim betri en okkar, sem hún kallar miðhluta heim. í Eddum er talað um Miðgarð sem mannheim, þ.e. heim frumlífsmann- kynja, og mun álfkonan í kvæðinu eiga við hið sama, þar sem hún talar um miðhluta heim. Þótt ekki haldi ég því fram, að áð- urgreint ljóð feli í sér einhverja sönn- un þess, sem ég var að reyna að rök- styðja, þá styður það óneitanlega ýmsar þær frásagnir aðrar, sem nú- tíma sjáendur huldufólks hafa fram að færa um álfa og álfabyggðir, þ.e. að þar sé alls ekki um byggð slíkra vera að ræða í okkar umhverfi og okkar jarðheimi, heldur sé þar verið að lýsa byggð annars mannkyns eða annarra mannkynja á öðrum stjörnum. Um aldir hafa íslendingar haft mikil sambönd við huldufólk. Þar mun vera um að ræða þjóð eða þjóðir, sem að ýmsu Hkjast mjög okkur jarð- arbúum að útliti og í ýmsum háttum, atvinnu, hýbýlum o.s.frv. 210 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.