Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 33

Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 33
f Ál f 4 f INGVAR £ f AGNARSSON: i f 4 f 4 f 4 % í \ við i % Álfahól t l i l ' Í f 4 f Uppi við Álfahól ^ f átti ég lítið ból. £ f Lék þá allt í lyndi, £ f lífið var mér yndi. ^ i * f Oft þar sat ég einn, 4 f ei var hugur seinn. 4 f Að mér svefn þá sótti, 4 f síst mig þjáði ótti. 4 4 4 4 4 4 % 4 i 4 g> A Ifabörnin blíð þá birtust mér svo fríð. Hjá þeim oft ég undi, 0> úti’ í fögrum lundi. f 01 Við leik og Ijóðin blíð, 0i leið sú fagra tíð. 0é Allt þá lék í lyndi f og lífið var méryndi. í- í f Sumar leið ogsvalir vindar 4 f sviftu burtu vorsins blóma. 4 f Álfabörnin ungu, glöðu, 4 yfirgáfu sumar Ijóma. & r 4 Vetur harður veröld nísti, t vœgð ei neina mönnum sýndi. J J Alfunum við Álfahólinn, 2 ^ öllum þeim að fullu ég týndi. ^ f t f, J ^44.44.4.4.4.4.4.4.4.4^ RÓSA EINARSDÓTTIR frá Stokkahlöðum Tveir draumar Álfkonan í klettinum Snemma á 19. öld bjó í Bjarna- staðahlíð í Vesturdal í Skagafirði kona að nafni Guðríður. Hún var ekkja, er hana dreymdi þessa drauma. Hjá henni var smalapiltur er Eiríkur hét. Hafði hann það starf að sitja hjá ánum á daginn, eins og þá var títt. Dag nokkurn sækir Guðríði svefn og leggst hún fyrir í rúmi sínu í bað- stofunni. Baðstofan var á palli, sem þá var algengt. Sofnar hún nú skjótt. Dreymir hana þá, að kona kemur upp á pallskörina og heldur á stórri sveðju. Veður hún rakleitt að rúmi Eiríks smalapilts. Guðríður verður þá afar- hrædd í svefninum og kallar til kon- unnar: „Hvað er þetta, ætlar þú að drepa hann Eirík litla?1 „Já,“ segir konan. „Hvað hefir hann til saka unnið,“ spyr Guðríður. „Hann hræðir fyrir mér börnin og óhreinkar mjólkina í trogunum,“ svarar konan. Þá segir Guðríður: „Ég skal sjá til þess, að hann geri þetta aldrei oftar, ef þú drepur hann ekki.“ „Fyrir þín orð skal eg hlífa honum í þetta sinn, en — geri hann þetta nokkurntíma aftur, þá drep ég hann,“ svarar draumkonan. — Hrekkur nú Guðríður upp og virtist henni hún sjá eftir konunni niður af pallskörinni. — Kemur nú Guðríður að máli við Eirík smala- dreng og spyr hann, hvað hann geri sér til dægrastyttingar í hjásetunni á daginn. Hann kvað það vera hitt og annað. Til dæmis leiki hann sér oft að því að kasta steinum fram af Klaufarhögginu, en það var klettur í hjásetulandinu, — sér þyki gaman að sjá þegar steinarnir skoppi fram af og komi niður í urðina fyrir neðan. Segir Guðríður honum nú drauminn og biður hann í guðsbænum að hætta þessum leik. Lofaði Eiríkur þvi og bar nú ekki fleira til tíðinda. Draumkonan í hvamminum Aþessum árum er Guðríður bjó ekkja í Bjarnastaðahlíð. dreymdi hana annan draum. Fyrir neðan bæ- inn rennur Hofsá í Vesturdal. Við ána er grösugur hvammur sem nefndist Sláttuhvammur. Eitt sinn var Guð- ríður að raka í hvamminum. Sækir hana þá svo mikill svefn, að hún getur ekki haldið sér við verkið. Leggst hún nú útaf í hvamminum og sofnar þeg- ar. Dreymir hana þá, að til hennar kemur kona, er segir við hana: „Þú sefur þá hérna Guðríður mín. Viltu að ég segi þér hvað fyrir þér liggur?“ Játar Guðríður því. Segir þá konan: „Þú átt að giftast honum Guð- mundi hérna og eiga með honum 5 börn.“ Guðríður hafði tvo vinnumenn og hétu báðir Guðmundur. Spyr hún nú hvor þeirra það sé, sem hún eigi að giftast. „Honum Guðmundi frá Giljum“, svarar draumkonan. Rættist þessi draumur. Fyrri maður Guðríðar var Brynjólfur Brynjólfsson frá Bjarnastaðahlíð, hann dó 1821. Börn þeirra voru: Guðmundur versl- unarstjóri á Siglufirði, Brynjólfur og Aldís, sem bæði bjuggu í Bjarna- staðahlíð. Börn Guðríðar með seinni manninum, Guðmundi Jónssyni frá Giljum. voru: Sveinn bóndi í Sölva- nesi, Ólafur bóndi í Litladalskoti, Guðmundur, dó ungur, átti heima í Bjarnastaðahlíð. Dæturnar voru: Hólmfríður kona Eiríks Eiríkssonar á Skatastöðum og Guðríður gift Guð- mundi Skúlasyni. Þau bjuggu á Reykjavöllum, en fóru til Ameríku með mörg börn. Meðal barna þeirra er Barði Skúlason lögfræðingur, mik- ill gáfumaður, fæddur 1876. Heimaerbezt 213

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.