Heima er bezt - 01.06.1984, Page 35

Heima er bezt - 01.06.1984, Page 35
Þeir Árni og pabbi kjótluðu ullar- sekkjum sínum á handvagni af bryggjunni upp í pakkhús verzlunar- innar, handvagn hafði ég aldrei áður séð og fannst mér það næsta haglegur hlutur. í pakkhúsinu var ullin vigtuð og einhverju málamyndamati á hana slegið. Ég hafðist ekki að á meðan, en fylgdist sem gerst með því er fram fór. Þegar þeir bræður voru lausir við ull- ina gengum við sem snöggvast inn í krambúðina, þar gafst mér á að líta allskonar varning, álnavörupakka í hillum, leirtau í skápum, pjáturílát hangandi úr loftinu og langar raðir af skúffum, sem merktar voru nöfnum þeirra gæða er þær geymdu; þar stóð gráfíkjur á einni, kandíssykur, rúsínur og svo mátti lengi lesa. Það sem orkaði mest á mig óreyndan sveitadrenginn var ilmurinn í búðinni, undarlegt sambland hinna margvíslegustu þefja. Örfáar hræður voru að verzla í búðinni að þessu sinni, búðarþjón- arnir snerust eins og þeir rynnu á kúlulegum kringum viðskiptavinina. einkum tvær sjálegar stúlkur, sem létu þá bera hvern álnavörupakkann af öðrum fram á búðarborðið, en pökk- unum veltu þær fyrir sér á ýmsa vegu. Mig, fákænan sveitadrenginn, virtust þeir ekki sjá frekar en ég væri loftið eitt, enda hafði ég mig ekki í frammi. Eitthvað lítilsháttar verzlaði pabbi í þetta sinn, og inn á skrifstofu verzl- unarstjórans brá hann sér stutta stund. Að því loknu lögðum við leið okkar norður á Oddeyri. Allmargt fólk var á götunni, flest virtist mér það sparibúið, og allir vera að flýta sér. Þegar norður í Bótina kom birtist undravert ferlíki á fleygi- ferð, þar sá ég í fyrsta sinni bíl og fannst mikið um, bæði um útlit hans, en mér virtist sem spegla mætti sig í gljásvörtu lakkinu á flötum hans, og þó var hraði hans undraverðastur í mínum augum, þar sem hann geystist áfram án þess að nokkur hestur drægi hann. Ég hafði að vísu lesið grein í Eimreiðinni um bíla, og séð þar myndir af þeim, en hér var þó sann- arlega sjón sögu ríkari. Ákvörðunarstaður okkar pabba var heimili Önnu móðursystur minnar, neðarlega á Oddeyri. Mér fannst þangað óralangur vegur og undraðist allan þann húsafjölda, sem við geng- um fram hjá. Að síðustu var þó áfanganum náð. Anna fagnaði okkur vel. Pabbi afhenti henni tvær mjólk- urflöskur, sem mamma sendi systur sinni, en á þessum árum þótti hver mjólkurflaska mikils virði í þurra- búðinni. Anna frænka bar okkur kaffi og meðlæti, sem ég hafði aldrei áður séð eða bragðað, mér þótti vínar- brauðið slíkt hnossgæti að mér flaug í hug hvort grísku guðirnir hefðu ekki einmitt nærst á svona brauði, en um fæðu þeirra hafði ég nýlega lesið í grisku goðafræðinni. Ég tók vel til matar míns, enda var nú matarlystin komin í lag og ferðahrollur morguns- ins horfinn. Þegar við höfðum hresst okkur og hvílt góða stund hjá Önnu, gengum við aftur inn í bæ. Nú var ferðinni heitið til ljósmyndarans, því ákveðið hafði verið að af mér skyldi tekin ljósmynd í þessari ferð. Ljósmyndar- inn var Hallgrímur Einarsson. Hann tók á móti okkur með bugti og beyg- ingum, stillti mér upp við stól og fór síðan að fást við vél sína, skreið meðal annars inn í svartan tauhólk, sem líktist pilsi aftan á vélinni, og baukaði þar eitthvað. „Við höfum þetta brjóstmynd“ sagði hann, þegar hann skreið út úr pilsinu. „Nei,“ sagði ég og herti upp hug- ann til að skýra fyrir honum að myndin ætti að vera af allri persón- unni frá hvirfli til ilja. Karlinn rúllaði nú vélinni dálítinn spöl frá mér og skreið sem snöggvast inn í pilsið á ný. „Jæja, vertu nú viðbúinn, brostu,“ sagði hann. Ég reyndi að framleiða einhverja aulalega brosgrettu, það small í vélinni. Myndatökunni var lokið. Pantaðar voru sex myndir, þá fylgdi sú sjöunda í uppbót. Ég var klæddur sparifötunum mín- um, jakka úr mórauðu heimaofnu vaðmáli, stuttbuxum úr sama efni og forláta sportsokkum, með svarta hvít- brydda sauðskinnsskó á fótum. Ástæðan til þess að ég bað ljósmynd- arann um heilmynd af minni hjá- rænulegu og feimnu persónu, því það var ég sannarlega, þegar myndatakan fór fram, voru sportsokkarnir. Þessir sokkar þótti mesta „raritet“ og systur mínar höfðu einmitt lagt ríka áherzlu á það við mig að sokkarnir sæjust á væntanlegri mynd. Sokkarnir voru sauðsvartir með útprjónuðum hvítum tíglum á leggjunum og fagurslungnu útprjóni á uppbrotunum, „Alex- andrabekkur“ held ég að það hafi verið kallað. En það er bezt að segja strax, hvernig fór með sokka- myndina. Myndirnar komu á sínum tíma, sex og sú sjöunda í kaupbæti, en þegar þær voru teknar úr umbúðun- um blasti það við svart á hvítu að ljósmyndarinn hafði einnmitt stýft af mér fæturna rétt um hnén, og engir sportsokkar sjáanlegir. Svo fór með sjóferð þá. Við gistum næstu nótt hjá Önnu frænku í góðu yfirlæti. Fyrri hluti næsta dags fór í ýmsar útréttingar hjá pabba. Meðal annars sem hann keypti í Höepfnersbúð voru bollapör, sem hann lét niður í kornpoka, sem hann flutti heim, og varði þau þannig broti á leiðinni. Af mér er það að segja að ég rölti eitthvað milli búða, en sá engan þann hlut, sem verulega freist- aði min. Öll verzlun mín þessa morg- unstund var að ég keypti eitt glas af ávaxtalit fyrir mömmu, mig minnir að þau kaup gerðust í Sápubúðinni á Oddeyri. Reyndar gerðust þau nú ekki alveg eins og til var ætlast, litur- inn átti sem sé að vera rauður. En sá litur var ekki til í búðinni, afgreiðslu- daman bauð fram grænan, og ég lét slag standa og keypti hann. Ekki var alveg laust við að systur mínar gerðu spé að mér fyrir kaupin, þegar heim kom. Eitthvað var minnst á litblindu. En hvað um það, mamma notaði lit- inn í rabarbarasultu, og ég hef nú raunar aldrei séð fallegri randalínu- sneiðar heldur en af tertunni, sem mamma notaði grænu sultuna í. Af búðarrölti mínu þennan dag er það skemmst að segja, að ég keypti engan hlut. Þegar pabbi gekk eftir því við mig hvort ég sæi ekki eitthvað fallegt, í Höepfnersbúð, sem mig langaði til að eiga, en þar hafði hann opinn reikning, sagði ég sem satt var, að mig langaði ekki til að kaupa þar nokkurn hlut, en ég stundi því upp að ég hefði séð ljóðmæli Jónasar Hallgnmssonar í bókabúð þarna skammt frá. Þá bók langaði mig til að Heima er bezt 215

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.