Heima er bezt - 01.06.1984, Page 36

Heima er bezt - 01.06.1984, Page 36
eignast. Úr huga mínum hvarf ekki myndin af fallega fjólubláa ramman- um sem var utan um lesmál hverrar síðu. Ekki keypti pabbi þó bókina handa mér í þessari ferð. Ég býst við að hann hafi ekki átt handbæra aura til þess, þó bókin kostaði ekki meira en tvær krónur og fimmtíu aura. En bókin kom síðar og varð mér mikið gleðiefni. Heim úr þessari fyrstu kaupstaðarferð minni kom ég, án þess að hafa keypt nokkurn skapaðan hlut. Heimleiðis héldum við eftir hádegi. Þá kom báturinn úr Varðgjá til að sækja okkur. Nú var runninn á hægur sunnan þeyr svo gott leiði gaf austur yfir fjörðinn. Skemmtileg þótti mér siglingin, þó var mér um og ó, þegar báturinn lagðist mest á hléborða. Ferðin yfir fjörðinn tók örstutta stund. Varningur var í skyndi borinn í land og bundinn í klyfjar. Hestarnir voru beizlaðir og lögð á þá reiðverin, klyfjum lyft til klakks og lagt til heimferðar upp brekkuna. Og nú gafst mér aftur tækifæri til að sjá og dást að þrílitu fjólunni. Sporadrjúg var Brattabrekka og leiðin upp á háheiðina unz halla tók undan fæti niður að Fnjóskadalnum. Ekkert gerðist tíðinda á heimleiðinni. Nú fórum við um sömu slóðir og daginn áður svo landslagið vakti mér ekki neina forvitni. Gerðist ég syfjaður, þegar leið á kvöldið, því löturhægt varð að fara með þungkJyfjaða hest- ana. Heim komum við nokkru eftir miðnætti. Fólk var í svefni og gættum við þess að vekja það ekki. Fyrstu kaupstaðarferð minni var lokið og ég orðinn þó nokkuð „forframaður“ maður. Morguninn eftir, þegar ég var kominn á fætur og farið var að grafast eftir því hvað ég hefði keypt af þessa heims gæðum í þessari fyrstu kaup- staðarferð minni, varð heldur fátt um svör af minni hálfu, og ekki laust við að mér fyndist ég hafa ósvinnur orðið, að hafa ekki heim með mér eitthvað af þeim hlutum sem hugur flestra mundi girnast í fyrstu kaupstaðar- ferðinni, en pabbi fékk mér tvo mó- ' rauða bréfpoka, annan með gráfíkjum en hinn með kandíssykri, til þess að gæða fólkinu á, og lét svo heita að það væri mín verzlun. Frá Karpatafjöllunum í norðanverðri Rúmeníu. SIGURÐUR GUNNARSSON fyrrverandi skólastjóri Páskaferð til Rúmeníu fyrir 10 árum 216 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.