Heima er bezt - 01.06.1984, Qupperneq 37

Heima er bezt - 01.06.1984, Qupperneq 37
40 ára afmæli: 23. ágúst 1984 eru rétt 40 ár síðan Rúmenía varð sósíalískt lýðveldi. Þótt ríkið standi í nánu sambandi við Sovétríkin eins og önnur Austur— Evrópu ríki, hefur Rúmenía vakið at- hygli fyrir sjálf- stæða utanríkis- stefnu. Jr að mun hafa verið einhvern tíma snemma árið 1974, líklega í janúar- lok eða febrúar, að það barst í tal í glöðum hópi vina og kunningja, að það mundi ágætlega ráðið að skjótast til Rúmeníu í páskafríinu. Við fengj- um þar örugglega vel þeginn sumar- auka, ferðin væri furðulega ódýr, miðað við svo langa leið og þá þjón- ustu, sem í boði var, náttúrufegurð landsins væri mjög mikil, ekki síst hinna tignarlegu Karpatafjalla, upp- bygging þjóðarinnar væri stórkostleg á síðari árum, — og páskafríið nægði næstum alveg til ferðarinnar. Ég held, að fari vel á því, að ég byrji á að gera örstutta grein fyrir landi og þjóð, áður en haldið er að heiman. Það er hyggilegt, að hafa leitað sér nokkurrar vitneskju um þann stað, sem á að heimsækja, áður en farið er._ Rúmenía er eitt af hinum svo- nefndu Balkan-löndum, — löndum, sem eru á Balkanskaga, — og liggja að henni að vestan og norðan Rússland og Ungverjaland, en að vestan og sunnan Júgóslafía og Búlgaría, ásamt Svartahafi að suðaustan á 245 km. langri línu. Landið er 237.500 ferkm. að stærð, eða langt til eins og tvö og hálft ísland. Það má hiklaust telja landið þéttbýlt, því að íbúar eru yfir 20 milljónir, enda er landið víða ágætlega frjósamt og náttúruauðlindir margar og miklar. Mesta hálendið er Karpatafjöll, sem eru víða einkar fögur, með all- mörgum snæviþöktum tindum, sem eru meira en 2500 metra háir. Þau umkringja á stóru svæði þá miklu há- sléttu, sem heitir Transilvanía. Því sem næst einn þriðji landsins er slétt- lendi, en hinir tveir hlutarnir fjall- lendi, hæðir og hálsar, sem víða eru þaktir miklum skógi. Dóná er langstærsta á landsins og rennur á landamærum þess á 1075 km. svæði að vestan og sunnan. Ann- ars eru ár margar og afl þeirra nýtt til nægilegrar rafmagnsframleiðslu fyrir þjóðina alla. Orkuver eru mörg og stór, en Bicas-orkuverið í Moldavíu mun þó vera það stærsta. Stöðuvötn eru mörg og fögur. Sólrík og fögur strönd Svartahafs- ins, með sínum glæstu baðströndum og hótelum, dregur sífellt að sér fleiri og fleiri ferðamenn, enda meira fyrir þá gert með hverju ári, sem líður. Svartahafið er næstum ótrúlega stórt stöðuvatn og kynni sumum að þykja gaman að kunna skil á því. Það er 460.000 ferkm. Nafnið er talið dregið af því, að þar finnst svo lítið líf. Það er í rauninni ekkert frábrugðið öðrum vötnum, hvað lit snertir. Svo sem nærri má geta, er megin- landsloftslag í þessu landi, sem umlukt er öðrum löndum að langmestu leyti. Kuldinn verður oft mikill nokkurn hluta úr vetrinum, en sumarið er þá líka einkar hlýtt, svo að allur gróður nær fljótt miklum þroska. Á lágslétt- unum fer sumarhitinn oft upp í 40-45 gráður á C. Meðalhiti ársins 10 og 11 gráður á C. Þjóðin á sér mjög langa sögu, sem engin leið er að gera nein fullnægj- andi skil, nema í löngu máli. Hér verður því aðeins drepið á örfá atriði. Elstu merki um mannlíf í Rúmeníu má rekja meira en 300.000 ár aftur í tímann. Hafa víða fundist menjar eftir hina fornu íbúa og má sjá frumstæða muni þeirra, tæki og vopn í söfnum um land allt. Afar athyglisverðar og glæsilegar fornminjar hafa fundist í landinu, einkum við Svartahaf, allt frá 7. öld fyrir fæðingu Krists. Snemma á 2. öld e. Kr. náðu Róm- verjar yfirráðum i landinu og réðu þar ríkjum í 165 ár. Mörkuðu þeir þar varanleg spor, eins og yfirleitt alls staðar þar, sem þeir dvöldu. Þau spor sjást ekki aðeins enn á verklegu sviði, t.d. í byggingum og vegagerð frá þeim tíma, heldur einnig í andlegu lífi þjóðarinnar, því að tunga hennar er enn og verður vafalaust um aldir rómanskt mál, náskylt latínunni. Nafn landsins er einnig frá tímum Rómverja, ýmsir siðir, sem enn er við haldið, og margt fleira mætti nefna í því sambandi. Menntun þjóðarinnar er nú ágæt hina síðustu áratugi. Skólaskylda er frá 6-16 ára aldurs og eiga nemendur um marga valkosti að ræða til hærri menntunar. Allir skólar í Rúmeníu eru ríkisskólar, svo sem nærri má geta, og var mér tjáð, að mikil áhersla væri lögð á að gera þá sem best úr garði, bæði hvað aðstöðu alla og aðbúnað snerti. Því miður fékk ég aldrei neitt tækifæri til að heimsækja neinn skóla og gerði þó nokkrar ákveðnar til- raunir til þess. Mun páskafrí að ein- hverju leyti hafa átt þátt í því. Rúmenar eru kristin þjóð og til- heyrir langmestur hluti hennar, eða 14 milljónir, hinni rúmensku, orþó- doksísku kirkju. Nærst stærsta kirkjudeildin er rómversk kaþólsk, og Heimaerbezt 217

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.