Heima er bezt - 01.06.1984, Page 38
sú þriðja hin evangeliska lúterska
kirkja, sem telur nærri 200 þúsund
manns.
Við komum í nokkrar þessar orþó-
doksísku kirkjur þeirra. Þæreru margar
allstórar og flestar með mjög miklu
skrauti og málverkum, Virðist feiki-
mikil áhersla lögð á að mála sem
flesta viðburði úr lífi Krists á veggi og
loft kirknanna, svo að sumar þeirra
voru bókstaflega allar þaktar mál-
verkum að innan, og aðrar einnig að
nokkru að utan.
Siðakerfi þessarar kirkjudeildar er
gjörólíkt okkar, og vekur það að
sjálfsögðu mikla athygli þeirra, sem
héðan koma. Bænamál, kertanotkun
og varasnertingar (kossar) við helga
muni og dýrlinga er það, sem einna
fyrst vekur athygli og er mjög áber-
andi.
Aðalatvinnuvegur þjóðarinnar er
enn landbúnaður, svo sem verið hefur
um aldir. Um það bil tveir þriðju
hlutar íbúanna vinna í dag að marg-
víslegum landbúnaðar-og jarðyrkju-
störfum. Allt fram yfir síðustu heims-
styrjöld voru hinir fornu, aldagömlu
atvinnuhættir stundaðir í Rúmeníu,
líkt og verið hafði hjá okkur í meira en
þúsund ár. En eftir að kommúnista-
flokkurinn tók við völdum í landinu
og naut aðstoðar og leiðbeininga frá
Rússum, hefur orðið gjörbylting í öll-
um atvinnuháttum þjóðarinnar.
Landbúnaðurinn er að langmestu
leyti rekinn sem samyrkjubúskapur,
samkvæmt rússneskri fyrirmynd, og
margvíslegum iðnaði, sem nú er orð-
inn samkeppnisfær hvar sem er í
heiminum, hefur verið komið á fót.
Iðnaður er því orðinn mikil at-
vinnugrein í Rúmeníu og hraðvex
með hverju ári, sem líður.
Verslun er líka sívaxandi.
Þá stundar og fjöldi fólks margvís-
leg þjónustustörf.
Maís og hveiti eru aðalkornteg-
undirnar, sem ræktaðar eru á sléttun-
um, en á hásléttunum stunda menn
einkum skógarhögg, námugröft og
kvikfjárrækt.
í Suður-Karpatafjöllum eru miklar
kola og járnnámur, sem nú eru mikið
nýttar. Olía er þó langverðmætust
þeirra efna, sem unnin eru úr jörðu,
og get ég þess nánar á öðrum stað i
frásögn þessari.
Herskylda er í landinu og þarf sér-
hver heilbrigður piltur að leysa af
hendi langa þjónustu við þau ömur-
legu störf í þágu föðurlandsins, eins
og jafnaldrar þeirra í fjölmörgum
löndum. Feikilegum fjárhæðum er
varið í þágu þeirra mála, eins og allar
hernaðarþjóðir verða að gera.
Rúmenía er því að sjálfsögðu ein
þeirra þjóða, sem eru í hinu svo-
nefnda Varsjárbandalagi, og mun
ekki þurfa að skýra það frekar.
Rúmenía varð þátttakandi í starfi
Sameinuðu þjóðanna árið 1955.
Fjórar stærstu borgir Rúmeníu eru
þessar:
Búkarest hefur 1.475.000 íbúa, Cluj
hefur 223.00 íbúa. Ploesti hefur
210.000 íbúa og Constanta hefur
202.000 íbúa.
Dýralíf landsins er fjölskrúðugt, og
jurta-og trjágróður mjög fjölbreyti-
legur og fagur. Ýmis fornaldardýr,
svo sem t.d. mammútar og sverð-
tígrisdýr, sem nú eru löngu útdauð,
hafa fundist í jarðlögum þar í landi.
Má víða sjá þau upp sett í söfnum og
vekja að sjálfsögðu mikla athygli
ferðamanna.
Rétt væri svo kannski að lokum að
láta nokkur orð falla nánar um
stjórnarfarið.
Þjóðhátíðardagur Rúmena er 23.
ágúst. Hann var valinn vegna þess, að
þann dag, árið 1944, tók kommún-
istaflokkurinn stjórn landsins í sínar
hendur og hefur haft hana síðan.
Landið er því sósíalistiskt lýðveldi,
eins og flestum mun raunar kunnugt
af fréttum, undir miklum áhrifum frá
Rússum og mun njóta verulegrar að-
stoðar frá þeim.
Atvinnuvegir og flestar eða allar
stofnanir landsins eru því þjóðnýttar,
samkvæmt kerfinu, og dylst það eng-
um, sem þangað kemur. Og hvað sem
annars má segja um þetta stjórnar-
form, er eitt víst, að framfarir hafa
orðið svo miklar í Rúmeníu á þessum
tíma, að furðu gegnir. Sjást þess
merki, hvar sem komið er.
En þótt stjórn landsins hafi verið og
sé enn undir miklum áhrifum frá
hinum volduga nágranna, hefur hún
oft farið sínar eigin leiðir og með því
vakið alheims athygli. Ágreiningur
þessi hefur verið bæði á sviði innan-
ríkis-og utanríkismála. Sem dæmi um
þetta nefni ég tvennt:
Á sviði innanríkismála hefur t.d.
verið mikill ágreiningur um það,
hvernig skipuleggja skuli og starf-
rækja iðnrekstur þjóðarinnar. Rússar
vilja, að þeir skipuleggi aðeins fáar
iðngreinar og hafi þar stórframleiðslu
á háu stigi. Rúmenska stjórnin neitar
því hins vegar og telur, að þjóðar-
hagsmunir krefjist þess, að þær séu
fleiri og raunar sem flestar.
Á sviði utanrikismála má nefna- og
mörgum mun það vafalaust enn í
minni,- að Rúmenía var eina
kommúnistaríkið, sem stóð með ísra-
218 Heima er bezl