Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 41
Síðari daginn, hinn 12. apríl, fórum
við í langa skoðunarferð um fögur
landbúnaðarhéruð, allt vestur til
Karpatafjalla, sem blasa við augum
frá Sibiu í góðu skyggni, í fegurð sinni
og tign.
Við byrjuðum á að skoða fremur
lítið og fornfálegt þorp, sem er við
rætur fjallanna. Við gengum nokkuð
um þorpið og fengum meðal annars
að skoða heimili fjölskyldu einnar og
athuga aðstöðu hennar alla og að-
búnað. En mestum tíma vörðum við
til að skoða gamalt og merkilegt
byggðasafn, sem þarna hafði verið
komið upp fyrir rúmri öld, árið 1866,
og svo kirkju þorpsbúa.
Báðir þessir staðir eru einkar at-
hyglisverðir og sýna mikinn menn-
ingarbrag héraðsins. Safnið er fjöl-
þætt og vel við haldið og kirkjan stór-
furðuleg að því leyti, að hún er öll
skreytt innan hinum fegurstu mál-
verkum, sem langflest eru að sjálf-
sögðu frá ævi Krists, og flest ágætlega
vel gerð. Hef ég aldrei séð jafnmikla
skreytingu í kirkju og raunar hóflaus-
an íburð. Var okkur tjáð, að sami
listamaðurinn hefði unnið þetta mikla
verk og hefði það tekið hann 7 ár.
Síðar sáum við, að skreyting þess-
arar kirkju var ekkert einsdæmi.
Margar rúmenskar kirkjur eru þannig
skreyttar og mun það ríkjandi venja
innan hinnar rúmensku orþódoksísku
kirkju. En mestur hluti þjóðarinnar,
rétt um 14 milljónir, játar þá grein
kristninnar, eins og ég mun hafa getið
fyrr.
Frá þorpi þessu fórum við í ferða-
lag alllangt upp í Karpatafjöll, að
kunnum og vinsælum vetraríþrótta-
stað, þar sem nú eru nokkur stór og
nýtískuleg fjallahótel. Lukum við
heimsókn okkar þangað með því að
fara í 15 mínútna ferð í skíðalyftu upp
í efstu æfingastöð skíðamanna á þeim
slóðum. Vorum við þá komin í 1700
metra hæð yfir sjávarmál.
Svo sem vænta mátti, var svalt
þarna uppi, þótt ekki væri frost. En
veður var gott, skógargróður mikill og
stórvaxinn, svo hátt uppi, og útsýn hin
fegursta. Höfðu allir mikla ánægju af
ferð þessari og einnig kynnisferðinni í
heild.
Er heim var komið, síðdegis, og
miðdegisverði lokið, hvíldu flestir sig
góða stund. En að því loknu réðu
menn tíma sínum sjálfir. Fóru þá
sumir í nýja skoðunarferð um borg-
ina, en aðrir litu í búðir, eins og
mörgum landa er hugstætt á slíkum
ferðalögum. Um kvöldið, sem var hið
síðasta í Sibiu, áttu flestir saman
ánægjulega samveru- og kynningar-
stund.
Veður var bjart og hlýtt báða þessa
daga í Síbíu, aðbúnaður allur ágætur,
eins og fyrr getur, og heilsa allra góð,
og átti þetta allt ríkan þátt í því að
gera dvölina í Síbíu einkar ánægju-
lega. Og ekki spillir það fyrir, að
fjallasýn er þar mjög fögur, þegar
skyggni er gott.
Að loknum morgunverði og ýmsum
snúningum, laugardaginn 13. apríl,
var lagt af stað áleiðis til borgarinnar
Brasow, þar sem dvalið skyldi í kunnu
fjallahóteli í 6 nætur. Veður var enn
hið fegursta, léttskýjað og hlýtt, en
nokkur móða í lofti, eins og oftast
mun vera.
Leiðin til Brasow er um 150 km
löng og liggur nær eingöngu um frjó-
söm og afar víðáttumikil landbúnað-
arhéruð. Bera þau að flestu leyti sama
svipmót og önnur slík héruð, sem við
höfum farið um. Sama má og segja
um borgir og þorp.
Þótt mikið beri á glöggum merkjum
hins nýja tíma, má þó víða sjá, að
gamli tíminn á enn nokkur ítök og
nefni ég þar þrennt, sem við sáum oft
á leið okkar um landið: atvinnuhœtti,
lífsvenjur og húsaskipan.
Aðeins örfá dæmi um það eru t.d.
uxaplægingarnar, sem ég hef drepið á
fyrr, ýmiss konar forn og frumstæð
vinnubrögð á ökrum og í þorpum,
opnir brunnar, sem vatn er enn sótt í á
fjölbýlum stöðum og borið heim í
fötum, konur, sem þvo þvotta í lækj-
um og litlum ám og stunda götu-
hreinsun og alls konar erfiðisvinnu,
sem við teljum hér heima og í vest-
rænum löndum yfirleitt, að sé aðeins
við hæfi karla. Og loks nefni ég lítil og
léleg íbúðarhús, sem víða virtist mjög
illa við haldið.
Þótt þetta væri ekki ríkjandi regla á
öllum þeim stóru landsvæðum, sem
við fórum um, var það mjög áberandi
á ýmsum stöðum.
Það fer því alls ekki á milli neinna
mála, að allur almenningur getur ekki
búið við mikla velsæld í þessu landi og
þarf áreiðanlega að halda vel á sínu.
Við fengum líka fljótt vissu fyrir
því, að kaupgjald almennt er ákaflega
lágt. En þá má ekki heldur gleyma að
geta þess, að verðlag er einnig yfirleitt
mjög lágt.
Og vissulega er það afarmikilvægt,
þegar um hagsæld þjóða er að ræða,
að atvinnuleysi er ekkert í landinu, og
að allir hafa nóg að bíta og brenna,
þótt gæta þurfi vel fengins fjár og
varast allt óhóf og óþarfa eyðslu.
Til Brasow, sem er stór borg, kom-
um við klukkan rúmlega þrjú, eftir
rólega og fróðlega ferð. Þar stönsuð-
um við ekki í það sinn, heldur héldum
beina leið til hótels okkar, en það er á
eftirsóttu ferðamanna svæði, sem
heitir Poíana Brasow, og er 13 km of-
an við borgina, í 1020 metra hæð yfir
sjó. Þangað liggur hinn ágætasti veg-
ur, frábærlega vel gerður. Umhverfi
er þarna hið fegursta, hávaxin, tíguleg
fjöll, stórvaxinn yndislegur trjágróður
og ferðamannahótel mörg og full-
komin. Þau eru raunar sex að tölu, en
tvö þeirra langstærst og íburðarmest.
Er við höfðum komið okkur fyrir í
hinum vistlegu herbergjum okkar og
notið góðrar máltíðar, skoðuðum við
þetta ágæta hótel og þennan fagra
stað alllanga stund, enda mátti þá enn
kallast allgott skyggni, þótt farið væri
að þyngja nokkuð að. Um kvöldið
nutum við svo aftur ágætrar máltíðar
og ánægjulegrar samveru, áður en
gengið var til náða.
Þegar við vöknuðum morguninn
eftir, sem var páskadagur 14. apríl,
var svalt í veðri, þungbúið loft, þoka
niður í miðjar hlíðar og nokkur suddi.
Við höfðum ákveðið flest, kvöldið
áður, að vera við messu í stærstu
kirkju borgarinnar, Svörtu kirkjunni,
sem svo er nefnd, og er lúthersk. Við
snæddum því morgunverð klukkan
7.30 og lögðum af stað með strætis-
vagni kl. 8.30. En því miður fór þessi
fróma áætlun alveg úr skorðum,
vegna einhverra mistaka eða mis-
skilnings hjá fararstjórn okkar. Við
komumst ekki inn í kirkjuna, er
þangað kom, og misstum því alveg af
hátíðamessunni. Þótti okkur það leitt
Heima er bezt 221