Heima er bezt - 01.06.1984, Page 44
4. HLUTI
UNA Þ.
ÁRNADÓTTIR
Lovísa frá Ljótsstöðum
En þá fór Lovísa að gráta, því henni datt í hug þegar hún
var að tala um við Einar hvað það yrði gaman, þegar þau
færu í kaupstaðinn á Herrauð og Stjarna. Hún fór grátandi
heim og lagðist upp í rúmið sitt og lá þar til kvölds.
Þegar hún Oddný vinnukona kom úr fjósinu, settist hún
á rúmið sitt og nartaði í leifar af hangikjötinu. Hún var ein
inni í miðbaðstofunni. Þá heyrði hún að Vilfríður söng, eða
öllu heldur raulaði, ljóð og lag sem hún hafði aldrei heyrt.
Það hljóðaði svo:
Þótt „deyi fé oy frœndur“
og fölni œskurós,
í hjarta vonin vakir
og vissa um eilíft Ijós —
sem lýsir lífs um brautir
og léttir sorg og þrautir,
við dauðans dimma ós.
Þótt veröld viðsjál reynist
og valt sé lukkuhjól,
ei gleðigeislar deyja
né Guðs vors líknarsól.
Og ástvinir þar bíða,
sem engu þarf að kvíða:
hjá Drottins dýrðarstól.
Guð af gœsku veitir
oss gleði von og þrótt.
Hann yfir okkur vakir
og eins um dag sem nótt.
Hann friðarfaðmi vefur,
hvert foldarbarn sem sefur —
þeim verði vœrt og rótt.
„Þetta er einhver töfraþula, sem á að svæfa Lóu,“ hugs-
aði Oddný og lét kjötbitann aftur upp á hilluna yfir rúm-
inu.
Stundu seinna kom Vilfríður fram í miðbaðstofuna og
sagði hljóðlega við Oddnýju:
„Það er gott hvað hér er allt kyrrt og hljótt, Lóa blessunin
er nú háttuð og sefur vært. Þetta verður allt betra á morg-
un.“
Og Oddný var viss um að það hefði verið töfraþula, sem
hún heyrði. Hún sagði kunningjakonum sínum það, og þær
trúðu því.
Kynnisferð að Hvoli
Blessað vorið kom snemma þetta ár og leysti dalinn úr
vetrardrómanum og urðu margir fegnir. Á Ljótsstöðum
gekk daglega lífið sinn vanagang, að öðru leyti en því að
Lovísa tók ekki gleði sína aftur. Hún gekk að allri vinnu,
innanbæjar og utan, eins og hún var vön, hún borðaði og
svaf að venju, en hún var aldrei glöð. Hún fór aldrei neitt,
og það var eins og hún hefði ekki gaman af neinu. Það var
helst að hún hefði ánægju af því að láta Vilfríði segja sér
sögur á kvöldin. Hún kunni ósköp af gömlum sögum og
ævintýrum, og Egill naut góðs af og sat hjá þeim inni í
norðurhúsinu.
Hjónin í Hrísgerði komu í heimsókn. Hún var fálát við
þau eins og aðra. Þau buðu henni að koma út í Hrísgerði og
vera þar um tíma, ef hún gæti haft gaman af því. Hún aftók
það með öllu, sagðist ekki einu sinni ætla í kaupstaðinn.
Þau sögðu að Jónas sonur þeirra ætlaði austur að Hvoli til
þess að sækja dótið Einars, og gera upp við skólastjórann.
Þá var það að Vilfríður sagði:
„Þú ættir nú að fara með honum, Lóa mín, það gæti skeð
að þér væri huggun að því að koma að leiðinu hans Ein-
ars.“
„Já, það gæti verið,“ sagði Lovísa.
„Já, gerðu það, góða mín,“ sagði pabbi hennar, „það
getur skeð að ég fari líka, ég hef gott af því, ekki hef ég farið
svo víða um dagana, og nú er ég að verða gamall, ekki víst
að sé seinna betra.“
Og þetta var bundið fastmælum og rétt fyrir sláttarbyrj-
un lögðu þau af stað, Lovísa og Magnús. Lovísa reið á
Herrauð, en Magnús á Stjarna, og var með tvo til reiðar.
Anna húsfreyja á Arnarstöðum kom út á hlaðið, hún sá
til þeirra og sagði:
„Þarna fer Lovísa á Ljótsstöðum á Herrauð sínum.
Ósköp á hún nú bágt, auminginn.“ Hún vissi hvert ferðinni
var heitið.
Þau komu að Hrísgerði og Jónas slóst í för með þeim.
Hann var með tvo til reiðar. — Það er gaman að þeysa yfir
landið, í hásumartíð og stundum komu þau heim á bæi, og
var tekið með íslenskri gestrisni, ekki síst þar sem þau gistu.
Svo komu þau að Hvoli og fengu þar afburða góðar við-
tökur. Ármann skólastjóri bauð þeim að dvelja þar eitt-
hvað, ef þau vildu sjá sig um í héraðinu og þáðu þau það
með þökkum.
224 Heima er bezt