Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 18
BJÖRN EGILSSON frá Sveinsstöðum: Y fir Nýj abæ j arfj all Fyrr á tímum, þegar byggð ból voru miklu fleiri en nú í Vesturdal í Skagafjarðarsýslu, var leið yfir Nýjabæjarfjall til Akureyrar all fjölfarin. Þessi leið var miklu styttri en um Öxnadalsheiði, og menn þekktu fjallið og tóku áhættu á vetrum, því vetrarleiðin er um 1100 metra yfir sjó. Þormóður Sveinsson skrifaði grein um Nýjabæjarfjall í tímaritið Blöndu árið 1943 og skrifaði þá meðal annars: Vetrarferðir og flutningar yfir Nýjabæjarfjall voru, að því er talið er, engu ótíðari en sumarferðirnar. Var þá venjulega farin vetrarleiðin. Sætt var að jafnaði lagi þá harðfenni var þar uppi og gott gangfæri. Varningurinn var ýmist borinn eða ekið á léttum sleðum þar yfir, sem menn drógu, því hestar munu aldrei hafa verið notaðir á þessari leið. Flutningana fram héraðið höfðu Eyfirðingar oft ann- ast fyrir Skagfirðinga. Eins höfðu þeir aðstoðað þá upp fjallið að austan, því þar verður ekki ekið upp. Verslunarferðir til Akureyrar, bæði sumar og vetur, héldust fram yfir 1870. — Og enn skrifar Þormóður: Gamlir Eyfirðingar kunna þá sögn, að þá er Guðmund- ur á Ábæ fór aðalverslunarferð sína til Akureyrar á sumrin hafi hann haft 10-12 hesta undir burði. Flutti hann heim skreið, kornvöru, byggingarefni o.fl. Tjaldaði hann þá jafnan og gisti á bakkanum suður og yfir frá Syðri-Vill- ingadal. Guðmundur Guðmundsson bjó hálfa öld á Ábæ, frá 1824 til 1873. Hann var dugnaðar- og ríkisbóndi og um- bótasinnaður eftir því sem þá var unnt. Hann lét byggja kirkju á Ábæ laust eftir 1840 og flutti viðinn frá Akureyri yfir Nýjabæjarfjall um vetur. Hann lét setja kláfdrátt á Jökulsá eystri hjá Skatastöðum um 1850 og er hann enn við lýði. Þá byggði hann brú á Ábæjará. Tvö stórtré héldu brúnni uppi, líklega 12 álna löng. Þau voru langt yfir það að vera klyftæk og segir sagan að hann hafi látið draga þau á skörum eftir Jökulsárgljúfri. Þessi brú stóð ekki lengi. Áin tók hana af með miklum ruðningi fáum árum síðar. Vetrarleiðin sem Þormóður nefnir lá austur Tinnárdal, upp úr botni hans og austur á Miðás þar sem fjallið er hæst og þaðan austur yfir eða sunnan við Galtárvatn og ofan í Leyningsdal norðan við Leyningsöxl, en þar eru ekki klettar í brúnum dalsins. Stundum var farið um Nýjabæj- arbrúnir upp undan Nýjabæ og austur fjallið sunnan Tinnárdals. Fjallið er bratt í Nýjabæjarbrúnum og brattar hjarnfannir liggja þar á vetrum. Þar er því torsótt að fara niður með sleðaæki. Guðmundur á Ábæ fór ekki þá leið með kirkjuviðinn. Hann fór ofan Grjótárdal. Þá er tekin stefna af Miðás til norðvesturs fyrir botn Ábæjarfjalls. Grjótárdalur liggur með nokkuð jöfnum halla ofan af fjalli og niður á Ábæj- ardal nokkru sunnar en beint upp undan Ábæ. Leiðin yfir Nýjabæjarfjall, sem farin var að sumri með klyfjahesta, er nokkru lengri en vetrarleiðin. Þá var farið fram að Hvítá og upp Hvítármúla. Á milli Tinnár og Hvítár eru um 10 km. Hvítármúli er snarbrattur og mjór eins og saumhögg og snarbrattar skriður beggja megin. Til er sögn um að eitt sinn er Guðmundur á Ábæ kom að norðan með hest, hafi brennivínskútur hrokkið af klakk í Múlanum. hentist ofan í á, brotnaði í spón og brennivínið fór ofan í urðina. Guðmundi þótti þetta slæmt tilvik sem von var. Af Hvítármúla liggur leiðin austur yfir fjallið og ofan í Galtártungur sunnan við Galtárhnjúk. Þessi leið er um 1000 metra yfir sjó, eða um 100 metrum lægri en göngu- leiðin því fjallinu hallar til suðurs. Þarna á háfjallinu eru samt miklar urðir og ekki hægt að fara nema fót fyrir fót á löngum kafla. Þar sést ekki nokkurt stingandi strá og varla sandur milli steina. Eigi langt fyrir norðan Tinná heita Ófriðarstaðir. Þar sér fyrir garðlagi í valllendismó. Munnmæli herma að þar hafi Skagfirðingar og Eyfirðingar barist út af Galtártungum. Ekki er líklegt að þessi saga hafi við neitt að styðjast, en hún sýnir trú manna á réttlætislögmálið. Skagfirðingar fluttu rangt mál, því þeir gátu ekki notað landið fyrir norðan fjall og þessvegna féllu þeir allir á Ófriðarstöðum. Hvað sem líður sögum um ófrið á fyrri tímum verður það ekki af Eyfirðingum haft að þeir báru kirkjuviðinn upp á fjallið með Guðmundi á Ábæ. Sumarið 1946 var eg varðmaður hjá Sauðfjárveikivörn- um með Jökulsá eystri á Hofsafrétt. Varðsvæði mitt var efst með jöklinum og leitaði eg oft vestur um Ásbjarnarfell og austur yfir Á um Nýjabæjarfjall. Um haustið eftir göngur var eg í leitum bæði austan og vestan Jökulsár. Einhvern tíma um haustið var eg í leit fyrir botni Tinn- árdals. Sá eg þá vörðu sem bar við loft á hæð, alllangt í austri. Eg var forvitinn og langaði að sjá yfir landið austan við vörðuna og gekk þangað. Mjög fagurt útsýni var frá vörðunni; í vestur, suður til jökla og í austur sá yfir dal sem gæti verið djúpur. Austan við dalinn reis fjall, sem var formfagurt eins og Blönduhlíðarfjöllin, en þau hafði eg löngum haft fyrir augum. Þegar eg kom til bæja eftir þessa ferð fór eg að skoða íslandskortið og sá að vetrarleiðin yfir Nýjabæjarfjall lá hjá vörðunnigóðu. 90 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.