Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 7
ur til þess voru þær, að deilur höfðu staðið um skólann.
Voru nemendur ekki nema sjö veturinn áður en Jón tók þar
við skólastjórn. Hann gegndi skólastjórn á Reykjum í þrjú
ár og rétti við hag og álit stofnunarinnar. Voru nemendur
um 60, er hann fór, og skólinn fullskipaður, þegar hann
fluttist aftur heim í Yztafell og sneri sér aftur að búskapn-
um. Ég skil það ekki enn, hvað kom Jóni í Yztafelli til þess
að ráða mig að skólanum, er hann hóf þar störf haustið
1934. Var ég skipaður þar söngkennari og ráðsmaður
heimavistar, sem jafnan var þá kallaður bryti. Menntun
fyrir þessa söngkennslu hefi ég þegar nefnt hér að framan
og mundi hún varla teljast mikil á mælikvarða okkar tíma,
og hvað hitt starfið snerti var ég að heita mátti reynslulaus
með öllu. Ég hafði tekið þátt í bústangi heima á Mýri og
m.a. unnið við heimaslátrun og önnur hauststörf til undir-
búnings vetrinum á stóru sveitaheimili. En nú þurfti ég að
sjá um innkaup fyrir skóla, sem að vísu var ekki fjölmennur
í fyrstu, og einnig varð ég að annast allt bókhald. Skúli
Guðmundsson alþingismaður, sem þetta sama haust hafði
tekið við framkvæmdastjórn Kaupfélags Vestur-Húnvetn-
inga, setti mig vel og rækilega inn í bókhaldið og var mér
hinn ágætasti kennari og ráðunautur. Þarna var ég í fimm
vetur í góðu yfirlæti, fyrstu þrjú árin með Jóni í Yztafelli og
síðan tvo vetur með Guðmundi Gíslasyni, sem tók við
Reykjaskóla. Á öðru ári var byggt við skólann.
Af útfararsöng og átthagaböndum
I tvö ár var ég formaður nemendasambands Reykjaskóla,
sem starfaði af miklum krafti. Já, þetta var skemmtilegur
tími. Áhugi fyrir söng varð strax mikill í Reykjaskóla og óx,
þegar nemendum fjölgaði. Brátt var þar kominn karlakór
með 20 til 30 strákum og síðar breyttist hann í blandaðan
kór, þegar stúlkunum fjölgaði. Og þetta sönglíf vakti áhuga
fólks í næstu sveitum við skólann. Kom það m.a. fyrir að
skólakórinn söng við jarðarfarir. Prestur á Prestbakka í
Hrútafirði var þá séra Jón Guðnason sá vandvirki fræði-
maður og öðlingur. Hann var jafnframt kennari við
Reykjaskóla og naut þar mikillar hylli og virðingar og
einnig kona hans, frú Guðlaug Bjartmarsdóttir. Séra Jón
var Hrútfirðingur að uppruna, frá Óspaksstöðum. Þegar ég
kom vestur var þar bóndi, Ingþór Björnsson afi séra Ing-
þórs Indriðasonar í Vesturheimi, og minnist ég þess sér-
staklega, að þegar hann lést, að þá æfði ég skólakórinn og
spilaði við þá útför. Og oftar spilaði ég á orgelið við jarð-
arfarir á Stað. Þar minnist ég þess að hafa heyrt allan
sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ sunginn við jarðar-
för, öll þrettán versin. Var þá byrjað á sálminum undir lok
athafnarinnar í kirkjunni og síðan hélt söfnuðurinn áfram
að syngja á göngunni á eftir kistunni út í kirkjugarðinn og
þá leiddi Gísli bóndi á Stað sönginn. Við gröfina var síðan
lokið við sálminn.
Ég hugsa stundum um það, hvað það voru mikil við-
brigði fyrir mig að flytjast vestur í Húnavatnssýslu. Ég býst
við að ungt fólk muni ekki skilja það nú. En á þeim tímum
var það eins og að fara til útlanda. Tengslin heima í hér-
uðunum voru þá svo rík, að þegar sýslungar hittust í fjar-
lægum byggðum, þá þótti þeim sem þeir væru bundnir
sterkum böndum. Ári eftir að ég kom að Reykjum, þá
fluttust að Borðeyri Pétur Sigfússon frá Halldórsstöðum í
Reykjadal og kona hans Birna Bjarnadóttir. Komu þau frá
Húsavík þar sem Pétur hafði um árabil starfað við kaup-
félagið, en hann hafði nú tekið að sér forstöðu Kaupfélags
Hrútfirðinga. Þar sem þau voru Þingeyingar, þá varð strax
innilegt samband á milli okkar rétt eins og við værum
nákomnir ættingjarí Átti ég oft leið til þeirra ágætu hjóna
og varð góður vinur Bjarna sonar þeirra, sem nú er bóndi á
Posshóli í Ljósavatnshreppi. Svo sterk voru þessi sýsl-
ungatengsl i þá daga.
Doktor í alþýðuskóla
Sumarið 1939 barst mér tilboð um að taka við sömu störf-
um við Laugaskóla og ég hafði gegnt fyrir vestan. Páll H.
bróðir minn hafði þá annast söngkennslu á Laugum, en var
að hugsa um að breyta til og flytjast annað. En þó ekki yrði
af því, þá hafði hann öðrum kennslustörfum að sinna, svo
ég afréð að taka þessu ágæta boði. Þá var skólastjóri á
Laugum, Leifur Ásgeirsson síðar prófessor, bróðir
Magnúsar skálds og þýðanda. Hann og kona hans, Hrefna
Kolbeinsdóttir, tóku mér af mikilli vinsemd. Leifur var
skólastjóri á Laugum í 10 ár. Kom hann þangað haustið
1933 og hafði þá fyrr á því sama ári lokið doktorsprófi í
stærðfræði við háskólann í Göttingen í Þýskalandi. Hin
mikla menntun háði honum ekkert þau ár, sem hann stýrði
alþýðuskóla í sveit, og þaðan fór hann beina leið inn í
Háskóla íslands þar sem hann naut mikils álits og var
leiðandi í sínum fræðum, sem mörgum þykja ekki árenni-
leg. Mér þótti dýrmætt að kynnast þessum ágætu skóla-
stjórahjónum og alltaf notið þess að hitta þau síðan.
Enn er mér í minni ferðin vestan úr Húnaþingi austur
um sýslur að Laugum. Sérstaklega þó áning í Varmahlíð.
Þetta var bjartur dagur og Skagafjörður skein svo sannar-
lega við sólu. En meðan við drukkum kaffi á hótelinu þar,
Heima er bezt 7 9