Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 30
gekk þegjandi út úr búðinni, en Bjarni fékk nú ómælt
brennivín og þakkir viðstaddra.
Læt ég þetta nægja sem sýnishorn af þessari hlið Bjarna,
þó af mörgu sé þar að taka. En ég ætla að segja tvær sögur
af honum, sem sýna hann frá öðrum hliðum.
Haustið 1885 man ég, að staddir voru á Berunesi nokkrir
Fáskrúðsfirðingar, sem beiðst höfðu næturgistingar. Höfðu
þeir komið þangað af Eskifirði í kaupstaðarferð, en þangað
sóttu þeir verslun á þessum árum og fengu þá jafnan ýmsa
fyrirgreiðslu hjá Sigurði bónda á Berunesi, svo sem lánaða
báta, gistingu og annað, er með þurfti. Sátu gestir þessir um
kvöldið í frambaðstofunni og töluðu bæði sín á milli og við
heimafólk.
Þennan sama dag hafði Bjarni einnig komið af Eskifirði.
Birtist hann i baðstofu, er leið á kvöld og var nokkuð við
skál. Tók hann gesti ta!i og hafði margt að segja og jafnan
orðið. Barst tal manna víða, og hlógu þeir stundum að karli.
Man ég vel eftir, að hann húkti á uppgöngugrindinni, en
hinir á rúmum þar í kring. Við krakkarnir vorum og þarna
stödd, því ekki vildum við missa þess, að hlusta á það, sem
fram fór.
Þegar hæst stóðu samræður þarna, segir Bjarni upp úr
óskildu efni: „Mig dreymdi stórmerkilegan draum í nótt.“
Vildu allir heyra draum hans og báðu hann segja. Hann
svaraði: „Mig dreymdi, að jörðin eða heimurinn okkar, var
búinn að fá ógurlega stóra vængi og flaug út í geiminn
þangað til hann hvarf með öllu.“ Var hlegið að karli og
spurði einhver, hvort hann gæti ráðið drauminn, og kvað
hann já við. Kom hann þá með þessa spekingslegu ráðn-
ingu: „Þetta er fyrir því, að í næstu framtíð verða svo
stórkostlegar framfarir í heiminum og breytingar, að hann
sama sem flýgur frá sjálfum sér, hverfur okkur, en annar
nýr kemur í staðinn.“ Hlógu nú allir meira en áður, og mun
karli hafa þótt nóg um, því hann mælti með nokkrum
þunga: „Hugsið þið ykkur að kenna gamla Bjarna?“ En
það sagði hann jafnan, er einhver rengdi hann um það, sem
hann þóttist vita betur.
Mundi nú nokkur hlæja að þessari draumaráðningu
hans?
Þegar Bjarni var orðinn gamall og blindur, fór hann
stundum sér til afþreyingar á næstu bæi og gisti þar jafnvel
nokkra daga. Var hann einhverju sinni staddur á Hafranesi
í slíkri ferð, en veiktist þá. Lá hann í baðstofulofti og barst
eigi vel af. Kom þar, að hann óskaði þess, að sóttur yrði
prestur, svo hann fengi notið heilagrar kvöldmáltíðar, þar
sem hann taldi sig að dauða kominn. Var þegar sendur
maður að Kolfreyjustað eftir presti, sem þá var séra Jónas
P. Hallgrímsson. Kom hann þegar í stað og þjónustaði
Bjarna, sem sýndist vera mjög langt leiddur. Að lokinni
athöfninni kvaddi prestur og sneri til stigans um uppgöngu.
Þegar prestur er kominn hálfur niður í stigann, heyrir hann
að Bjarni segir, um leið og hann sneri sér hratt til veggjar:
„Ja, ekki þakka ég honum nú fyrir þessa kenningu.“ Eftir
þetta varð karl hinn hressasti.
Fyrsta sumarið, sem við vorum á Berunesi, giftust þar
hjón: Valgerður Þorsteinsdóttir, systir Sigurðar bónda, og
Magnús Bjarnason, bróðir Guðrúnar húsfreyju. Þarna var
haldin brúðkaupsveisla eins og algeng venja var á þeim
tímum, en þó engin stórveisla. Var boðið til brúðkaupsins
nánu skyldfólki hjónaefnanna og kunnugu fólki af grann-
bæjum.
Hlaða gerð af torfi og grjóti, sem stóð innst bæjarhúsa í
hlaðinu, var tjölduð innan seglum. Þar átti að matast og
einnig að dansa, er borð væru upp tekin. Kaffidrykkja
skyldi fara fram í litlu stofuhúsi inni í bænum. Veður var
ákjósanlegt brúðkaupsdaginn, sem var að mig minnir seint
í júní og dreif gesti að upp úr miðjum degi.
Langt var á kirkjustað og komu brúðhjónin og fólk það,
er þeim fylgdi frá hjónavígslu, ekki fyrr en kl. um 6 síð-
degis. Litlu síðar var fólkið kallað til snæðings. Gekk full-
orðna fólkið til hlöðu, en við krakkarnir borðuðum inni í
bæ og voru einhverjar ráðsettar konur settar til að gæta
okkar. Veislumaturinn var steikt kjöt af vetrungsnauti,
hveitijafningur og kartöflur brytjaðar út í, eftirmatur var
þykkur hrísgrjónagrautur með rúsínum í og sykur og kanel
út á. Engin sósa var borin með matnum, en flot af steikinni
óbreytt létu menn út á diska sína, er menn höfðu brytjað
kjötið hæfilega. Þegar lokið var máltíðinni, voru borð upp
tekin, og hófst þá dansinn. Var þarna alveg ný harmonika,
örlítið kríli, sem engum nú á dögum dytti til hugar að spila
á. Þar var og einhver, sem tekist hafði það á hendur, að
spila fyrir dansinum.
Þegar dansinn hafði staðið litla stund og allt var rétt að
ná fullri ferð, slitnaði belgur harmonikunnar í sundur í tvo
hluta í höndum spilarans. Datt allt í dúnalogn við þennan
óvænta atburð. Var okkur krökkunum svo gefið hljóðfærið
eins og það var á sig komið, ef við vildum fara burt úr
danssalnum, en þar höfðum við víst þótt heldur til óþurftar
í þrengslunum. Fórum við með það að bæjarbaki og spil-
uðum þar á það, þangað til við urðum leið á því, fórum þá
aftur í danssalinn og héldum okkur við hann, uns við vor-
um drifin í rúmið.
Ekki var dansfólkið lengi ráðalaust, þó það missti hljóð-
færið. Nú tók það sig til og söng bara fyrir dansinum, og var
sem nýtt fjör færðist í allt við mótlæti þetta.
Framhald í nœsta blaði.
102 Heima er bezl