Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 2
„Grimmur skyldi Góudagurinn fyrsti,
annar og hinn þriðji, þá mun Góan
góð verða“, svo hljóðar veðurspá forn.
Ekki veit ég hvort hún hefir verið á
nokkurn hátt trúverðugri en aðrar þær
veðurspár, sem tengdust einstökum
merkisdögum ársins, en þykir það
næsta ótrúlegt. Nú hafa fyrstu þrír
Góudagarnir verið óvenjulega mildir
vetrardagar, og fjarri sé mér að halda,
að þeir spái nokkru illu, enda segir
spáin ekkert um það, að Góan geti ekki
orðið góð, þótt fyrstu dagarnir séu
blíðir í viðmóti, hún segir einungis að
grimmir dagar verði launaðir með
góðri tíð. Sennilega á spáin að rekja til
hinnar sígildu vonar eða óskhyggju, að
á skiptist skúrir og skin, bæði í náttúr-
unni og sjálfum oss, og ætli það sé ekki
nokkurn veginn nær sanni. En slepp-
um Góunni að sinni.
Nú nýlega hafa fjölmiðlarnir flutt
oss veðurspá um framtíðina og hana
glæsilega. Það er hvorki meira né
minna, að brátt taki veðurfar að
hlýna, sakir aukins koltvísýrings í
andrúmsloftinu, svo að loftslag hér á
landi komi til með að nálgast það, sem
nú er á Skotlandi, og þessi breyting
verði fullkomnuð á fyrri hluta næstu
aldar. Ef þetta reynist rétt mega þeir,
sem nú eru í bernsku eða æsku, koma
til að njóta hins milda veðurfars áður
en þeir eru allir, þá tekur að vora í
mars, á Góunni, og vetur gengur ekki í
garð fyrr en í skammdegi. Þessi spá,
sem vonandi á við rök að styðjast er
eins og ljósgeisli í öllu því fári hryðju-
verka og hrakspáa um kjarnorkuvetur
og eyðingu, sem sífellt dynur á oss í
fréttum og almennum umræðum. Að
vísu getum vér varla vænst þess, að
slíkri loftslagsbreytingu fylgi ekki ein-
hverjir gallar, og því síður, að mildað
veðurfar skapi nýtt hugarfar. Það mun
tæpast draga úr drottnunargirni,
gróðafikn og ofstæki hugarfarsins. En
þótt slíkar óvættir haldi áfram að hrjá
Góudagar
vesælt mannkyn, er oss, sem búum við
hið nyrsta haf huggun, ef vér megum
vænta þess, að hlýrri vindar leiki um
oss, sumardagarnir verði fleiri, og
hörkur og hafísar heyri einungis sög-
unni til.
Ef umrædd spá reynist rétt, hlýtur
loftslagsbreytingin að hafa margvís-
legar breytingar aðrar í för með sér.
Hún mundi skapa nýtt umhverfi, af
því leiða nýir lífshættir og lífsmögu-
leikar. Vér hljótum að leita nýrra
leiða, því síst af öllu megum vér vera
svo bjartsýn að öll vandamál eða
breytingar sem loftslaginu fylgja leys-
ist af sjálfu sér. Vér verðum eftir sem
áður að berjast fyrir lífi voru og til-
veru. En eins og hygginn maður leitast
við að búa sig undir, ef hann á örðug-
leika í vændum hljótum vér einnig að
taka mið af því að fyrr en varir megum
vér vænta hlýrra loftslags.
Ef svo fer sem spáð er liggur t.d. ljóst
fyrir að gróðurskilyrði gjörbreytast og
um leið gróðurfar landsins. Með slíkri
hækkun hitans erum vér komin all-
langt inn í hið tempraða loftslagsbelti
allt suður í laufskógabeltið, og korn-
rækt er hér árviss líkt og í nágranna-
löndum vorum, og sama má segja um
margan annan nytjagróður, sem vér
getum nú ekki ræktað nema undir
gleri við jarðyl. Og það þarf ekki að
velkjast í vafa um, að gróður mundi
aukast hvarvetna, bæði á ræktuðu
landi og óræktuðu. Það þarf ekki auð-
ugt ímyndunarafl til að sjá hver gjör-
bylting hlyti að verða í öllum land-
búnaði.
Mjög verður oss nú tíðrætt um
vanda landbúnaðarins, og ekki að
raunalausu, slíkar ógöngur, sem hann
er nú kominn í. Ekki ætla ég mér að
blanda mér í þær umræður, en benda
vil ég á, að mér þykir sem menn harmi
um of, þótt afdalir og útnes leggist í
eyði, því að mest er um vert, að góð-
sveitir fái blómgast og aukist ef kostur
er. En um leið að samskipti þéttbýlis-
staðanna við sveitirnar aukist. Hvort-
tveggja eru greinar af sama meiði, sem
verða að þróast saman.
En hver áhrif mundi loftslagsbreyt-
ingin hafa á landbúnaðinn? Því er
raunar auðsvarað. Öll ræktun yrði
léttari og fjölbreyttari, og framleiðslu-
kostnaður minnkaði. Eitt höfuðmein
vort er hversu hinn hefðbundni land-
búnaður vor er einhæfur. Lítum ein-
ungis á fóðuröflunina. Við hlýrra
loftslag yrði grasvöxturinn meiri, án
aukins áburðar. Kornrækt yrði fastur
þáttur í búskapnum, og bóndinn
framleiddi sjálfur fóðurbæti sinn að
verulegu leyti. Hvert bú yrði sjálfu sér
nægara en nú er. Jörðin gefur meira af
sér við hlýnandi loftslag, framleiðslan
verður ódýrari og neyslan á landbún-
aðarvörum meiri innanlands en áður,
án miðstýringar og margslunginna
ráðstafana.
Eitt er það þó, sem ég hygg að
mestri byltingu mundi valda, ef lofts-
lag hlýnaði, svo sem spáð er. Skóg-
ræktin, sem enn er á tilraunastigi að
heita má, yrði örugg atvinnugrein.
Miklu öruggari en þær greinar, sem
vér nú stundum og jafnvel drjúgum
traustari en bæði loðdýrarækt og fisk-
eldi, sem miklar vonir eru nú bundnar
við. Timbur og timburvörur verða um
ókomin ár eitt nauðsynlegasta hráefni
vor jarðarbúa. Skógurinn vex hægt og
sígandi, þegar trén hafa á annað borð
fest rætur ef loftslag, og jarðvegur
hamlar ekki vexti þeirra. Það er nú um
hálf öld síðan Hákon Bjarnason hóf
baráttu fyrir því að rækta hér nvtja-
skóg, og með hugkvæmni og kunnáttu
Iét hann leita uppi þær trjátegundir,
sem líklegastar voru til að vaxa hér.
Nokkrar hafa þegar fundist og gefa
góðar vonir, þannig að menn eru
teknir að trúa því, að hér megi rækta
skóg til arðs og nvtja, jafnvel þeir, sem
74 Heima er bezt