Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 8
þá var útvarpið í gangi og allt í einu bárust þær ógnvænlegu
fréttir, að Þjóðverjar hefðu ráðist inn í Pólland. Heims-
styrjöld var hafin í annað sinn.
Af fleiri doktorum
Ég var aðeins þennan eina vetur á Laugum. Um haustið
1940 hélt ég suður til Reykjavíkur og stundaði tónfræði-
nám þar við Tónlistarskólann í tvo vetur hjá dr. Victor
Urbancic. Að vísu var ég ekki nema í hálfu námi og vann
hálfan daginn á verkstæði Jóns Halldórssonar við Skóla-
vörðustíg, í Gamla kompaníinu eins og það var kallað. Það
er stundum minnst á það, að íslendingar hafi notið stríðs-
gróða og hann ekki alltaf reynst þeim hollur. Hitt er ljóst,
að við nutum þess, að við upphaf síðari heimsstyrjaldar
fluttust hingað erlendir listamenn, sem ekki varð þá lengur
vært í heimalöndum sínum, en urðu að flýja ofsóknir og
ofbeldi. Þeir urðu síðan ómetanlegir liðsmenn íslensks
menningarlífs og opnuðu augu margra íslendinga fyrir
heillandi heimi æðri lista, ekki síst tónlistar. Einn þessara
Áskell og Sigurbjörg voru gefin saman i hjónaband á Laugum
sumarið 1944.
manna var dr. Victor Urbancic. Hann var einhver mesti
öðlingur, sem ég hef kynnst. Og snillingur var hann á tón-
listarsviðinu, bæði gáfaður og hámenntaður. Hann var lif-
andi kennari, sem átti hægt með að vekja áhuga og gera
flóknustu viðfangsefni ljós. Hann bókstaflega logaði af
áhuga fyrir framgangi æðri tónlistar á íslandi, og hafði þá
ekki síst áhuga fyrir að byggja upp íslenska tónlistarhefð.
Hann stjórnaði þá Tónlistarfélagskórnum og þar var ég
með þessa vetur. Auk þess minnist ég þess að hafa leikið á
þríhorn eða þríhyrning (lítið ásláttarhljóðfæri með bjöllu-
hljómi) í hljómsveit, sem dr. Urbancic stjórnaði. Það var að
vísu harla auðvelt hljóðfæri, en var notað í verki eftir
Offenbach, sem hljómsveitin lék. Það var mér dýrmæt
reynsla, að komast þannig í snertingu við heim hljóm-
sveitarinnar, sem er heillandi. Á þessum Reykjavíkurárum
tók ég að mér að aðstoða Árnesingakvartettinn og setti
undirspil við lögin, sem þeir félagar sungu. Fór ég oft með
þær útsetningar í tima til dr. Urbancic og naut þá leið-
beininga hans. Hann var svo frjálslyndur, að honum þótti
þetta sjálfsagt, ekki síst fyrir það, að þetta kom að góðu
gagni. Hann var enginn bókstafsmaður. Það er athyglis-
vert, að dr. Urbancic og einnig þeir dr. Edelstein og dr.
Róbert Abraham, sem allir voru útlendingar, virtust vera
áhugasamari fyrir framgangi íslenskrar tónlistar, en ís-
lendingar sjálfir.
Heillaráð og hjúskapur
Árið 1943 kom ég hingað til Akureyrar og var þá ráðinn
söngkennari við Gagnfræðaskólann og söngstjóri Karla-
kórs Akureyrar og var þann vetur einvörðungu við tónlist-
arstörf. M.a. lék ég þá í danshljómsveit með Baldri Böðv-
arssyni, sem var bróðir Bjarna, þess kunna danshljóm-
sveitarstjóra. Við Baldur spiluðum á böllum í Skjaldborg,
þar sem stúkurnar ráku þá skemmtistað. Annar lék á píanó,
en hinn á harmoniku og varð þá jafnframt að nota annan
fótinn til þess að slá taktinn á trommuna.
Sumarið áður en ég kom til Akureyrar hafði ég rekið
hótel á Laugum og þar starfaði þá hjá mér Sigurbjörg
Hlöðversdóttir, komin austan frá Djúpavogi. Hafði hún
verið námsmær við Húsmæðraskólann á Laugum þar sem
Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum réði þá ríkjum.
Þetta var mitt mesta lán, að fundum okkar skyldi bera
þarna saman og hún hefur umborið mig síðan. Við störf-
uðum bæði við sumarhótelið sumarið 1944 og þann 11. júní
á því ári, lýðveldisárinu, gaf séra Þorgrímur Sigurðsson á
Grenjaðarstað okkur saman heima á Laugum. Að sjálf-
sögðu þykir mér sérstaklega vænt um þann stað þar sem
ævibraut mín var í raun og veru mörkuð og þá er óhætt að
segja: mér til heilla. Um haustið fluttumst við Sigurbjörg
svo í húsvarðaríbúðina í Gagnfræðaskólanum á Akureyri.
Á Akureyri fæddust börnin okkar öll, sem eru sjö eins og
fyrr segir og öll flogin úr hreiðrinu, hafa stofnað heimili,
fjögur hér í bæ og þrjú í fjarlægð. í aldursröð eru þau: Jón
Hlöðver skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar, sem hefur
80 Heimaerbezl