Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 34
ferðalagið suður. Kom þar hvort tveggja til, dauði barnsins, sem hafði djúp áhrif, og eins hitt, að daginn eftir þennan atburð, þá kom Silla að máli við hann, og bað hann að smíða einhvern stokk utan um barnið. Grátandi hafði hún einnig beðið hann að fara ekki burt að heiman, fyrr en búið væri að jarða. Steini annaðist að öðru leyti það, sem til þurfti og var jarðarförinni viðkomandi. Hann fór til prestsins og tjáði honum allt af létta um lát barnsins. Hvernig það hafði að borið að kvöldlagi meðan mjaltir stóðu yfir og fátt af fólki var í bænum annað en börn og gamalmenni, utan Þor- bjöm, er hafðist að utan dyra. Er prestur hafði hlýtt á mál Steina, þá lét hann í ljósi djúpa samúð með þeim hjónum í sorg þeirra, sem hann sagðist skilja. En vegir Drottins eru órannsakanlegir og hann einn veit hvað hverjum og einum er fyrir beztu, því svo er skrifað í hinni helgu bók: „Fel þú Drottni vegu þína og hann mun vel fyrir sjá.“ Síðan spurði prestur um líðan móðurinnar. Lét Steini fremur fátt yfir. Hefði hún öðrum hnöppum að hneppa, kvað hann. „Blessaður Þorbjörn" mælti klerk- ur, „það er ánægjulegt að frétta hvaða heilsu Þuríður hús- freyja hefur fengið, því nóg hefur þegar verið að gert á því heimili og væri mál að linni en mikið hefur konan þín reynst þeim hjónum vel. „Víst kann svo að vera,“ ansaði Steini, „en veldur þó mestu, hver á heldur.“ „Vera má að svo sé,“ sagði prestur, „en víst er um að þau eru mæt hjón, Hvammshjónin, og hafa mörgum reynst vel.“ „Um það eru deildar meiningar," greip Steini fram í, „ekki hefur mér reynst svo, þó ég illu heilli hafi flækst þangað, en það var verk konunnar, og er ég nú að gjalda þess.“ Prestur mælti fátt við tali Steina og sat hugsi, en sagði siðan eins og meira við sjálfan sig: „Sjaldan er ein báran stök, eða gíll fyrir sólu til góðs, nema úlfur á eftir renni.“ Reis síðan prestur úr sæti sínu og mælti þýðum rómi: „Kæri Þorsteinn, ég skil þú ert beiskur og finnst þú hafa misst mikið, nú þegar sorgin hefur sótt þig heim, þá má það vera þín gæfa hve góða konu þú átt. Minnumst þess, kæri vinur, þótt þér nú finnist missir þinn sár, þá hefur öðrum verið réttur beiskari bikar. Minnumst á guðsmanninn Job, sem allt var tekið frá, kona hans og börn og allt sem hann átti, meira segja allur líkami hans var hlaðinn kaunum, þá gat hann sagt: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.“ Steini sat hljóður og horfði í gaupnir sér, meðan prestur talaði. Og klerkur hélt áfram og minntist á Þorbjörn, sem hefði misst einkason sinn í blóma lifsins. Jafnvel trúnað og hylli, sem hann var borinn til í föður- garði. Ættargöfgin, sem hann hlaut í vöggugjöf, var mis- skilin og borin út og lítilsvirt. „Mín ógæfa var það að við þurftum að fara frá Grund. því þar leið okkur vel,“ sagði Steini. Prestur: „Kjör mannanna eru margslungin. En vegir Guðs eru ofar vorum vegum, og „svo sem himinninn er hærri en jörðin, svo eru mínar hugsanir hærri yðar hugs- unum,“ segir Drottinn. Því skulum við, Þorsteinn minn, vera hljóð frammi fyrir því, sem Drottinn leggur okkur á herðar. Hvort það er sorg eða gleði, sæla í dag eða kvöl á morgun. Því enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Eins og döggin gefur líf í gróður jarðar, eins og blómið grær, þegar sólin skín, þannig má segja að sé með tár okkar mannanna, þau eru farvegur í sorg og gleði, í tjáningu okkar tilfinn- inga. Eins og jörð og himin falla í faðma í skúrum Ijóss og skugga, endurspeglast mynd mannlegrar sálar þar sem Drottinn les hugsanir vorar og hugrenningar, hvert þær eru til ills eða góðs, því ekkert er hulið sjónum hans, sem dæmir verk okkar manna.“ Steina var orðið allórótt undir mál- skrafi prestsins og greip því fyrsta tækifæri sem gafst til að hefja brottför. Prestur bað hann skila góðri kveðju sinni til konu sinnar, og eins bað hann kærlega að heilsa til þeirra hjóna Þuríðar og Þorbjörns. Kvaðst hann vera reiðubúinn til hvers konar aðstoðar, sem hann gæti í té látið. Steini mælti sem fæst þar um, en hraðaði því meir för sinni af stað. Framhald í nœsta blaði. — Að vetumóttum . . . Framhald af bls. 97. eina elfi, sem þá nefnist ættjarðarást. Hvort úr verður móða fögur, mun mikið komið undir krafti lækja þess- ara og hreinleika. Aldrei hef ég gengið þess dulin, að höfundur ljóss og lífs leggur hverju barni í brjóst fræ ástar og ræktarsemi til þess, er annaðist það ósjálfbjarga, og stöðva þeirra, er veittu því skjól og yndi í bernsku, og ekki virðist mér þeir, sem bezt hafa ræktað hjá sér þessar gjafir guðs, ólíklegri til að elska ættjörðina en hinir. Og nú kemur mér í hug unga stúlkan háttprúða, er fórnaði ástar- hamingju sinni, svo að hún mætti annast móður sína veika, gömlu kon- una í Garðshorni. Betur tryði ég henni, afdalabarninu fátæka, til að þjóna Fjallkonunni, móður okkar allra, svo vel sé, en þeim, sem yfirgefa farlama föður og móður og ganga á mála hjá Goðmundi á Glæsisvöllum, í von um fé og frama. Mývetningar hafa lengi verið bundnir sinni fögru fjallabyggð. Henni hefðu þeir fleiri viljað helga krafta sína en þess hafa átt kost, og eins, þótt öllum sé ljóst, að hún er aðeins örlítill hlekkur í keðju þjóðfé- lagsins. Styrkjum þann hlekk og fágum, svo að hann megi verða sem mestur og fegurstur. Vöndum háttu okkar alla. Verum hrein og sönn, verum systur og bræður. Það eitt er samboðið sveit okkar og fósturjörð. 106 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.