Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Side 2

Heima er bezt - 01.07.1988, Side 2
Vika er liðin af júlí, sem bar hið glæsilega heiti Sólmánuður í fornu ís- lensku máli. Þessa viku hefir sólin skinið í heiði í allri sinni hásumardýrð, eins og hún má mest verða á voru landi, og mestur hluti júnímánaðar var einn samfelldur sólmánuður hér norðanlands. Ég hefi þessa undan- farna daga horft á túnin hérna handan fjarðarins, séð þau slegin að morgni og hirt á næsta eða öðrum degi. Lof sé veðurblíðunni og — tækninni. En á sama tíma og vér höfum teyg- að sólskinið, hafa oss borist uggvænleg tíðindi til eyrna. Sandbyljir hafa blás- ið uppi á öræfum, og með þeim gróð- ureyðing og uppblástur með fádæm- um á ýmsum stöðum, einkum hefir þó verið uggvænlegt að frétta af Mý- vatnsöræfum og afréttum. A sama tíma og grasið hefir þotið upp i skjól- sælum, byggðum Eyjafjarðar, og bændur þar hirt töður sínar iðgrænar og ilmandi, hefir háfjallagróðurinn háð vonlausa baráttu við höfuðóvin sinn, sandfokið. Nýgræðingurinn, sem skotið hefir upp fíngerðum, veik- byggðum kollinum, hefir sviðnað af glóðheitum sandinum, og vindurinn feykt fátæklegri lífsbjörg frá rótum hans, þunnum og lítt frjóum jarðvegi. Sú barátta er að vísu engin nýjung á landi voru, hún hefir verið háð um aldir, þó í misjafnlega ríkum mæli, en mest þó á síðari tímum. Kynslóð eftir kvnslóð hefir horft á sand- og moldar- mekki fylla loftið kringum sig, og séð jörðina fjúka undan fótum sínum á haf út. Þær hafa séð fagrar gróður- lendur hverfa, svo að eftir stóð svartur sandurinn eða örfoka melur. Lengi vel horfði þjóðin á þetta með ugg og ótta, því að i sandsveitunum var það árleg harmsaga, að fólkið varð að vfirgefa jarðir sínar, og flýja undan sandinum, sem kæft hafði allt grasið og lagst í skafla að bæjarhúsunum, sem hann gróf í kaf að síðustu. Margra I Sólmánuði alda minjar um önn og athafnir voru þar með evddar og horfnar í sandinn. En fólkið stóð ráðþrota gegn þessum ósköpum, og taldi þetta ógæfu, sem forsjónin hefði skapað harðbýlu landi. Menn beygðu sig í auðmýkt fyrir ofurvaldi örlaganna og harðlyndri náttúru. En nú vitum vér betur, og vér þekkjum einnig ráð til að verjast hættunni. Vér vitum, að uppblástur lands er ekkert lögmál náttúrunnar, heldur í nánum tengslum við sam- skipti mannsins við hana og afleiðing af gáleysi í umgengni við umhverfið. Landeyðing af þessu tagi er svo fjarri því, að vera nokkurt séríslenskt fyrir- bæri, að kalla má, að það finnist í flestum byggðum löndum, og alls- staðar verður hún rakin til sambúðar manns og náttúru. Engum, sem fer um land vort, dylst landeyðingin, ef hann hefir opin augu. Örfoka melar og sandar eru vitnis- burðir, sem ekki verða vefengdir, ef málið er skoðað niður í kjölinn. Annað mál er, að torvelt hefir reynst að koma mönnum í fullan skilning um sam- hengið milli gróðureyðingarinnar og bvggðar landsins. Það hefir verið alltof ríkt í hugum manna, að náttúruöfl- unum væri einum um að kenna, að landið blési upp, eða jafnvel landið hafi alltaf verið eins og það er nú í dag. En oss er alveg óhætt að taka orð Ara fróða trúanleg, að landið væri viði vaxið milli fjalls og fjöru, þegar land- námsmenn komu hingað. Orð hans merkja, að allt láglendi og neðanverð- ar hlíðar hafi verið skógi vaxið. Vit- anlega hafa verið skóglausir blettir, svo sem flóasvæði og mýrar, en þó miklu minni en síðar varð, og sár eftir náttúruhamfarir, eldgos og jökulflóð. En fyrir ofan skóglendið hefir einnig verið gróið land miklu hærra og víð- lendara en nú er. Þannig hafa víðlend svæði inni á öræfum verið algróin. Það má t.d. leiða gild rök að því, að óslitið gróðurlendi hefir verið um Kjöl milli byggða sunnan lands og norðan, og að þar hafa verið víðáttumiklar gróður- flesjur fram á 18. öld, sem nú eru blásnir melar. Það er þegar sannað með greiningu frjókorna i jarðvegi, að gagnger gróð- urbreyting varð í landinu eftir að það var fyrst numið. Skýrast kemur það fram í eyðingu skóganna. En í kjölfar þess að þeir eyddust fylgdi uppblást- urinn. Laus og léttur jarðvegurinn veitti vindinum litla mótstöðu, þegar gróðurþekjan breyttist, og veiktist. En beit búpenings í eyddu skóglendi tálmaði nýgróðri. Þetta hefir verið margsagt, en verður þó aldrei of oft haft yfir, svo lengi sem menn afneita hættunni á ofnýtingu landsins. En hverfum aftur að því, sem fyrr var á minnst, hvílík hætta tilteknum svæð- um á landinu stafar nú af uppblæstri lands. Það er Ijóst að afréttarsvæði eru í hættu stödd, og horfir til fullkom- innar eyðingar, ef ekkert verður að gert. Það er oft talað um að hálendis- gróður vor sé harðger. Hann er það að því leyti, að háfjallaplönturnar þola óblíð veðrakjör og eru nægjusamar um jarðveg. En þessi gróður er því aðeins þolinn að hann fái að vera í friði. Það sjáum vér greinilegast á því hve lengi sár, þótt lítil séu i gróðurbreiðunni, eru að gróa. Minnst var á Mývatnsöræfi, hvílík landspjöll þar hefðu orðið og vá væri þar fyrir dyrum. Það sem þar er að gerast er í raun réttri skólabókardæmi um þá baráttu, sem afréttagróðurinn heyr á hverju ári. En eyðingin verður þar harðari en víða annars staðar, af því að land er þurrt, þurrviðrasamt, og þrotlaus uppspretta sandfoks í nálæg- um hraunabreiðum og jökulsöndum. Gróðurinn á þar því í sífelldri vök að verjast gegn náttúruöflunum. Þegar 218 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.