Heima er bezt - 01.07.1988, Blaðsíða 3
Ken Mitchell Rafmagnsbyltingin mikla Þýðing: Margrét Björgvinsdóttir 253
Ingvar Agnarsson Söngur öldunnar - ljóð 257
Óskar Þórðarson frá Haga Úr jólaleyfi að Reykholti í janúar 1937 258
Soffía Jóhannesdóttir
Ást og undirferli Framhaldssaga 11. hluti 260
Steindór Steindórsson frá Hlöðum Bókahilla 267
HEIMA ER
BEZT
7. tbl. 38. árg. JÚLÍ-ÁGÚST 1988 Kr. 200
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum
I Sólmánuði - Leiðari
218
Bolli Gústavsson í Laufási
Hjallarnir voru alltaf
fullir af fiski -
Jóhann Þ. Kröyer
220
Sigurlaug Guðmundsdóttir
Alfkonan í Stórhólnum
234
Bolli Gústavsson í Laufási Söguleg ljósmynd X 236
Sigríður Schiöth Liðin tíð í Laufássókn 237
Steindór Steindórsson frá Hlöðum Lífið í moldinni 240
Sólveig Stefánsdóttir frá Öndólfsstöðum Ferðasaga 243
Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi Dýrðardagar (Bernskuminning 2) 245
Guðlaug Sigmundsdóttir frá Gunnhildargerði Minningabrot 4. hluti 249
Forsíðumyndin er af
Jóhanni Þ. Kröyer.
Ljósm.: Páll A. Pálsson.
vel árar, styrkist hann í baráttunni, en
veikist ef móti blæs. Oft hefi ég séð þess
merki, að þurrkasumur og snjóléttir
vetur eru gróðrinum harla óhagstæð,
þótt tíðarfar kallist gott á mannlegan
mælikvarða. En hver er þá þáttur
mannsins? Búfénaður gengur í afrétt-
arlöndunum. Enginn neitar því, að
mörg þeirra eru góð og gjöful. En
beitin lamar baráttuþrek gróðursins,
gegn óvinum hans, uppblæstrinum og
sandfokinu. Því hljótum vér að gæta
þess vandlega, að beitarsóknin sé ekki
meiri, en gróðurinn þolir án þess mót-
stöðuþróttur hans veikist. Sem betur
fer, þola flest afréttarlönd nokkra beit
án þess komi að sök. En hvenær sem
farið er yfir mörkin er voðinn vís. Þá
fer gróðrinum líkt og herfylkingu, sem
skipað væri gegn óvinaher. Ef hún
þynnist meira en góðu hófi gegnir, er
ósigur varnarliðsins vís. Og það er það,
sem gerst hefir alltof víða. Ár eftir ár
hafa afréttarlöndin verið ofsetin. Bú-
fénaðurinn hefir ekki einungis bitið
grasið og dregið með því úr eðlilegum
vexti þess, heldur einnig traðkað á
jarðveginum og sært hann. Vert er og
að minnast þess að rótakerfi bitinna
plantna vex minna en ella þegar
landið er beitt og um leið heldur jarð-
veginum verr saman en ella mundi. I
þessu er hættan af ofbeitinni fólgin.
Hún greiðir eyðingaröflum náttúr-
unnar veg. Jarðvegur landsins er yfir-
leitt léttur og auðveld bráð vindum og
vatni. Gróðurinn veitir honum skjól og
bindur hann saman með rótum sínum.
Ofbeitin lamar vöxt gróðursins, og um
leið skapast hættuástandið.
Jarðvegurinn og sá gróður, er hann
ber, er ein af auðlindum landsins. Vér
höfum ekki efni á að glata þessari
auðlind. Vér verðum að hlífa henni, og
vér erum skuldbundnir til ekki ein-
ungis, að verja það gróðurland, sem
enn er til, heldur að sækja fram og
endurgræða, það sem tapast hefir í
aldanna rás. Þetta hafa þeir skilið, sem
ráðið hafa því að hafist hefir verið
handa um landgræðslu með sáningu
og áburðargjöf. En ef eitthvað verulegt
á að vinnast, verðum vér að hafa hug-
fast, að hófleg nýting eða alger friðun
er ófrávíkjanlegt skilyrði þess að ár-
angur náist. Þótt sáð sé fræi, áburði
dreift og gras spretti í kjölfar þeirra
aðgerða, kemur það að litlu haldi,
nema landið njóti friðunar samtímis
um nokkurt skeið, og þegar tekið
verður að nýta nýgræðurnar, að þeim
verði ekki íþyngt með ofbeit. Ef svo
verður gert er allt unnið fyrir gýg. Ný-
græðingurinn er viðkvæmastur alls
gróðurs, og eftir engu sækist búpen-
ingur meira en honum. Friðun og
landgræðsla verður að fara saman. Þó
er munur á þessu tvennu. Friðun
kemur að gagni, svo lengi sem ein-
hverjir gróðurteygingar eru eftir í
landinu, en nýgræðslan gengur seint
án hjálpar. Sáning og áburðargjöf
flýtir fyrir nýgróðri en verður lítils
virði ef friðun fylgir ekki með, og bú-
peningur fær að ganga laus um sáð-
lendið. En hverjum ráðum sem er beitt
er það staðreynd, að landgræðslan er
eitt mikilvægasta og nauðsynlegasta
verkefni samtímans.
St. Std.
Heima er bezt. Þjóölegt heimilisrit. Stofnað árið 195E Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Bókaforlag Odds Bjömssonar. Ritstjóri: Steindór
Steindórsson frá Hlöðum. Ábyrgðarmaður: Geir S. Björnsson. Fulltrúi ritstjórnar: Bolli Gústavsson í Laufási. Heimilisfang: Tryggvabraut 18-20, pósthólf
558, 602 Akureyri. Sími 96-22500. Áskriftargjald kr. 1.370.00. í Ameríku USD 40.00. Verð stakra hefta kr. 200.00. Prentverk Odds Björnssonar hf.
Heima er bezt 219