Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Side 7

Heima er bezt - 01.07.1988, Side 7
Brátt hvarf þessi sýn og mamma sagði síðan frá henni morguninn eftir. Amma mín Rakel var dóttir þessa Jó- hanns Kröyers yngra, eins og fyrr er að vikið. Hún hafði aldrei borið Kröyers-nafn, heldur skrifaði sig alltaf Rakel Jóhannsdóttur. Jóhann faðir hennar var hins vegar alltaf kallaður Jóhann Kröyer og hann var einn af sonum Jo- hanns gamla Kaspars Kröyers verslunarstjóra og hrepp- stjóra í Höfn á Siglufirði. Kom hann ungur að árum til íslands og réðst verslunarassistent til R. Lynge kaupmanns á Akureyri 1792. Hann var ættfaðirinn og það var sonur hans, sem beygði sig yfir vögguna mína. En þetta er nátt- úrlega kallað að vitja nafns og ég átti að sjálfsögðu að heita Jóhann Kröyer. En þá kom babb í bátinn. Séra Árni Jó- hannesson í Grenivík var að reyna að hreinsa dálítið til í málinu og hann vildi ekki með nokkru móti fallast á að skíra mig Kröyer, taldi raunar að það væri öldungis óvíst, að ég kærði mig um það, þegar ég yrði fullorðinn. „Nú, ef pilturinn lifir til fullorðinsára, þá getur hann, ef honum sýnist, tekið upp þetta nafn,“ sagði klerkur. Og orðum hans var hlýtt. En þegar ég var fermdur, þá fór ég að kalla mig Jóhann Kröyer og skrifaði mig Jóhann Þ. Kröyer upp frá þvi. Og eins og þú vékst að áðan, þá er ég eina systkinið, sem notar það ættarnafn. — Var forfaðir þinn, Johann Kasper, af dönsku bergi brotinn? — Hann var danskur, talinn vajsenhusbarn frá Kaup- mannahöfn (þ.e. kom af munaðarleysingjaskóla), kom hingað til lands eitthvað 17 eða 18 ára og ég hygg fyrst til Húsavíkur, áður en hann réðst til Lynge á Akureyri. Hann var mjög vel liðinn og kom sér hvarvetna vel. Kvæntist hann íslenskri konu, Rakel Halldórsdóttur frá Skógum í Reykjahverfi. V Mannmargt var jafnan í Svínárnesi — Hver eru systkini þín? — Af systkinum mínum er Elín elst. Þriðja í röðinni var Ingiveig, en hún er látin. Vilhjálmur lést barn á fyrsta ári. Næst kemur svo Jóný. Já, þegar hún var skírð, þá maldaði séra Árni ennþá í móinn og taldi þetta afleitt nafn. Hún átti að heita í höfuðið á afa okkar og ömmu, Jóakim og Guð- nýju. í þetta skipti varð prestur þó að láta undan, Jóný var Gjögiirtá Heima er bezt 223 a-u-tcvg rtBTvU-T'

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.