Heima er bezt - 01.07.1988, Page 10
IX
Ég hafði aldrei kynnst fjörhesti
— Allt hefur þetta verið farið gangandi? Það hefur verið
lítið um hross á Látraströnd?
— Heima voru aldrei fleiri en þrír hestar, stundum
aðeins tveir. Einu sinni var þó reiðhestur heima, sem
mamma átti, en hann var seinast orðinn heybandsklár.
— Þú nefnir heyband — voru talsverðar engjar þarna
úti á ströndinni?
— Nei, engjar voru litlar, svona smáreitir, sundurslitnir
geirar milli holta og melbarða, en þeir gátu þó verið all
grösugir. Allt var útheyið þurrkað á engjunum, bundið þar
og flutt heim á klakk. Brattinn var það mikill, að alltaf var
hægt að fá góða þurrkbletti, þótt slegið væri í mýrlendi.
Aldrei man ég eftir að bundið væri votaband heima, nema
eitt haust, rétt fyrir göngurnar. En það var einungis vegna
þess, að gengið höfðu langvarandi rigningar og loks hríð-
aði.
— Hver var áhöfnin á jörðinni?
— Vegna þess hve fólkið var margt, urðum við að hafa
að jafnaði 4 til 5 kýr. Þegar ég var smali, sem var i tvö eða
þrjú ár, voru 60 ær í kvium, en eftir að fráfærum var hætt,
voru venjulega í kringum 120 ær á fóðrum og svo lömb
eitthvað á milli tuttugu og þrjátíu. Hestar voru aldrei fleiri
en ég nefndi áðan. Það þekktist alls ekki að menn væru
þama með gæðinga. Ég hafði t.d. aldrei kynnst fjörhesti og
kunni bókstaflega ekkert að fara með reiðhesta.
— Nú hefur maður heyrt miklar sögur af hestamennsku
séra Árna í Grenivík og Ingimundar sonar hans.
— Jú, þeir voru annálaðir hestamenn, enda skilyrði allt
önnur, þegar komið var inn í Höfðahverfi.
X
Heimanám
Við Ingimundur vorum jafngamlir, hann var fæddur 7.
febrúar, en ég þann 21. janúar. —Við fylgdumst jafnan að,
vorum fermingarbræður og leikbræður. Hann settist í
fyrsta bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri haustið 1912, en
ég tók próf upp í annan bekk vorið 1913. Hafði ég þá notið
heimakennslu. Var ungur maður ráðinn til þess að kenna
okkur, þrem strákum á Látraströnd. Auk mín voru þeir
Kristinn Jónsson á Hjalla, sem síðar varð skólastjóri á
Grenivík, og Garðar Þorsteinsson, síðar hæstaréttarlög-
maður og alþingismaður. Þorsteinn Gíslason, faðir Garð-
ars, hafði flutst með fjölskyldu sína í Svínárnes austan frá
Víðivöllum í Fnjóskadal. Þeir Þorsteinn og pabbi höfðu
kynnst Árna gamla Eiríkssyni bankagjaldkera á Akureyri.
Einhvern tíma barst það i tal við hann, að við piltarnir
þyrftum á kennara að halda. Árni útvegaði son sinn, Stefán
Bjarman, þá nýútskrifaðan gagnfræðing, til kennslunnar.
Var hann einn mánuð heima. Stefán var víst ekki nema
einu ári eldri en ég og með öllu óreyndur kennari. Satt best
að segja varð árangur af kennslu hans ekki mikill, enda
varla við því að búast að hann hefði myndugleik til þess að
hafa hemil á okkur þróttmiklum strákum, sem allir voru á
svipuðu reki og hann. Síðar um veturinn kom svo Jón
Guðmundsson skipstjóri frá Hrísey og bjó okkur undir
fyrstabekkjarpróf. Var hann heima í tvo mánuði og það
munaði svo sannarlega um kennslu hans. Jón dó ungur, en
bróðir hans var Mikael skipstjóri, sem fórst vorið 1922 með
vélskipinu Talisman. Jón reyndist okkur frábær kennari og
náði undraverðum árangri á þessum stutta tíma.
Gamlir vinir, fermingar- og skólabrœöur, lngimundur Arnason og
Jóhann Kröyer. Þegar myndin var tekin voru þeir samstarfsmenn
hjá K.E.A. — Þarna eru þeir staddir í Eyvindarholu í Herðubreið-
arlindum.
XI
í Gagnfræðaskólanum á Akureyri
Síðan hélt ég til Akureyrar og var óreglulegur nemandi
þær fáu vikur, sem eftir voru til prófs. Ég man það, að settur
var pinnastóll undir mig fram við dyr og aftan við alla í
bekknum. Þar sat ég og hlustaði, en var aldrei tekinn upp.
Þá minnist ég þess, hvað mér varð eitt sinn hverft við, þegar
Stefán skólameistari var í náttúrufræðitíma. Hann var þá
að tala um eggið og spyr nemanda, sem var uppi við púltið,
hvað himnan undirskurninu heiti. Pilturinn mundi það alls
ekki og þá spyr Stefán út yfir bekkinn: „Veit nokkur það?“
Það var steinhljóð. Ég hugsaði spenntur: — Á ég að þora að
segja það? — Síðan herti ég mig upp og svaraði hátt:
„Skjall.“ Og allir litu við og það kom á Stefán. Þetta hafði
Jón Guðmundsson sagt mér. Og þá var ég ekki ókunnugur
orðtakinu: — Eins og skjall í eggi.
— Hverjir voru kennarar í Gagnfræðaskólanum á þess-
um árum?
— Föstu kennararnir, auk Stefáns Stefánssonar skóla-
meistara, voru þá Jónas gamli Jónasson fyrrum prófastur á
Hrafnagili, Þorkell Þorkelsson síðar veðurstofustjóri, sem
226 Heima er bezt