Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Side 11

Heima er bezt - 01.07.1988, Side 11
Þingeyingar í Gagnfrœðaskólanum ú Akureyri 1913-15. — S/á nafnaskrá 1. Guðmundur Eiríksson frá Grasgeira. 2. Einar Pálsson frá SvalbarÖi. 3. Garðar Þorsteinsson sidar alþm. 4. Grímur Sigurðsson frá Jökulsá. 5. Jóhannes Guðmundsson nú kennari á Húsavílz. 6. Arnór Sigurjónsson síðar skólastjóri á Laugum. 7. Jónas Jónasson Flatey. 8. Jón Haukur Jónsson Húsavík. 9. Kristján Sigtryggsson frá Halldórsstöðum. 10. lngi- mundur Árnason frá Grenivík. 11. Kristinn Jónsson frá Hjalla. 12. Björn Björnsson frá Laufási. 73. Jóhann Þ. Kröyer Akureyri. 14. Jónas Friðriks- son frá Helgastöðum. 15. Guðrnundur Stefánsson frá Sílalœk. 16. Alfons Jónsson. 17. Sveinn Vikingur. 18. Adólf Sigurgeirsson. 19. Kristinn Jónsson frái Húsavík. 20. Hermann Pálsson frái Stóruvöllum. 21. Björn Hjartar- son frá Álandi. 22. Þorkell Jóhannesson siðar prófessor. — Á myndina vantar Karl Kristjánsson, Theódór B. Lindal. Gunnlaug lrulriðason, Mar- tein Sigurðsson, Steingrim Hansson. Gunnar Sigurgeirsson, Hólmfriði Jónsdóttur, Þóru Kristjánsdóttur o.fl. kenndi stærðfræði, Árni Þorvaldsson enskukennari, og Lárus Rist leikfimikennari, sem kenndi einnig stærðfræði í ígripum. Það var algebra, og ég hygg að hann hafi ekki verið sterkur í henni. Það var haft eftir honum: „U-u-u- mmmm, við skulum nú vera viss. Já, við skulum nú vera viss.“ Stefán Björnsson var teiknikennari. Tveggja stunda- kennara minnist ég sérstaklega. Það voru þeir Páll J. Árdal skáld og séra Geir Sæmundsson, en sá síðarnefndi var dönskukennari. Séra Geir var fyrsti vígslubiskupinn í hinu forna Hólastifti og tók við embættinu árið 1907. Hinum vígslubiskupunum hef ég öllum kynnst, nema sr. Hálfdáni Guðjónssyni. — Jónas á Hrafnagili er flestum landsmönnum kunnur vegna ritstarfa sinna og þá fyrst og fremst fyrir íslenska þjóðhætti. Hvernig kennari var Jónas? — Hann var ákaflega hægur og hljóðlátur maður, dá- lítið kverkmæltur. Hafði hann þann hátt á, er hann var að kenna, að ganga til þess, sem uppi var, setjast á borðbrún- ina hjá honum og spjalla við hann um það efni, sem var til umfjöllunar. En á meðan Jónas sneri baki í hina nemend- urna í bekknum, notuðu þeir tækifærið og brugðu á leik. Menn fundu t.d. upp á því að teikna andlit og ýmsar fígúrur með krít á bókakápur og síðan þrýstu þeir mynd- unum á bak þess næsta. Út af þessu gátu orðið nokkrar ryskingar. Þegar keyrði um þverbak, sneri Jónas sér hægt við og sagði ljúfmannlega: „Svona, greyin mín, látið nú ekki svona.“ XII Kraftakarlar og glímumenn — Það hefur gengið vel með prófið upp i annan bekk? — Ég þurfti ekki að kvarta, og haustið 1913 hóf ég svo nám í 2. bekk Gagnfræðaskólans og þann vetur leigði ég ásamt fleiri piltum, m.a. Kristni vini mínum á Hjalla, her- bergi úti í bænum. En þriðjabekkjarveturinn 1914-’ 15 var Heima er bezt 227

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.