Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Side 12

Heima er bezt - 01.07.1988, Side 12
Knattspyrnulið Gagnfrœðaskólans 1915. Fremri röð frá vinstri: Ari Jónsson frá Húsavík, síðar læknir á Egilsstöðum, Ingimundur Arnason frá Grenivík, síðar fulltrúi hjá KEA og söngstjóri karlakórsins Geysis, Björn H. Kristjánsson frá Sauðárkróki, siðar stórkaupmaður I Hamborg og Reykjavík, Hannes Jónsson frá Þórormstungu I Vatnsdal, síðar forstjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga og alþingismaður, Jóhann Kröyer Þorsteinsson frá Svínárnesi, starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga, framkvœmdastjóri Samvinnutrygginga áAkureyri. Aftari röð: Sigurður V. Haraldsson frá Merki, Norður-Múlasýslu, Arnbjörn Þorvarðarson frá Keflavík, útgerðarmaður í Keflavík og sundkennari, Haraldur Jónasson bóndi á Völlum, Skagafirði, A ðalsteinn Jónsson bóndi á Vaðbrekku, Björn Björnsson frá Laufási, bankaritari i Reykjavík, Karl Krist/ánsson frá Kaldbak á Tjörnesi, siðar alþingismaður. ég í heimavist og var þá þegar skipaður umsjónarmaður á norðurvistum. Átti þá m.a. að gæta þess að tilkynna, ef einhverjir fóru út eftir að lokað var á kvöldin. Einnig bar mér að reka menn á fætur á morgnana. Þarna voru með mér ungir bændasynir, sem margir urðu þjóðkunnir síðar meir. í hópnum voru Pálmi Hannesson, Theodór Líndal, Karl Kristjánsson, Hermann Jónasson og Arinbjörn nokk- ur Þorvarðarson. Þeir þrír síðastnefndu voru herbergisfé- lagar. Voru þeir á herbergi, sem hét Hálogaland. Þeir voru herskáir mjög, allir kraftamenn og glímumenn. Gengu þeir undir nafninu víkingarnir. Það var fastur liður á loka- skemmtun hvers skólaárs, að menn glímdu. Er mér sér- staklega í minni, þegar þeir tóku hvorn annan glímutökum, Hermann og Karl, að þeir fóru sér lengi hægt, en hvísluðust síðan á og hættu svo. Þeir vissu báðir, að það yrði engin glíma, heldur kraftaátök. Hygg ég, að þeir hafi verið áþekkir að kröftum. Karl var mjög sterkur og ég efast raunar um, að Hermann hafi haft nokkuð að gera í hend- urnar á honum. Hermann var hins vegar miklu glímnari. Eitt sinn sagði ég við Karl, þegar við vorum staddir á skólagangi: „Heyrðu, Karl, lofaðu mér að finna, hvað þú ert sterkur.“ Hann tók þá svona utan um mig. Mér fannst hann vera að leggja saman á mér brjóstkassann, og því skrapp upp úr mér hljóð. „Hvað er þetta?“ sagði Karl, „ég var ekkert farinn að taka á.“ Hann var að vísu ekki hár í loftinu, hann Karl, en saman rekinn og vöðvamikill. — Kynntist þú Hermanni Jónassyni? — Ekki kannski svo mikið meðan ég var í skólanum. En næstu tvo vetur eftir gagnfræðapróf var ég heimiliskennari hjá Einari Gunnarssyni í Gránu og þá var ég alltaf með annan fótinn uppi í skóla. Hermann var þá orðinn heima- vistarstjóri og ég hygg að hann hafi einnig verið umsjónar- maður skóla. Kynntist ég honum raunar ekkert fyrr en þann vetur. Þá kom ég oft til hans og féll næsta vel við hann. XIII Krossferðin Það var ekki hægt að segja að þriðju bekkingar litu niður á yngri nemendur í skólanum, en við, sem vorum umsjón- armenn, urðum ósjálfrátt dálítið fjarlægir hinum, enda fylgdi því starfi nokkur ábyrgð og okkur var ætlað að rísa undir henni. Og óneitanlega var sífellt verið að klaga í okkur. Theodór Líndal, síðar lagaprófessor, átti fjölda 228 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.