Heima er bezt - 01.07.1988, Page 13
ferða til mín, til þess að kæra. Hann var í heimavistarherb-
ergi. sem var kallað Paradís. Það var nyrsta herbergið á
austurvistum. Þar var með honum Magnús Konráðsson,
síðar verkfræðingur hjá Hafna- og vitamálastjóra. Hann
var ákaflega hægur og rólegur. Þeir lögðu það í vana sinn,
Pálmi Hannesson og Aðalsteinn frá Fossvöllum, sem vpru
þá saman á Rauðará, að þeir fóru á hverju kvöldi yfi'r í
Paradís til Theodórs og Magnúsar. Rúmin vou gjörð úr tré
og járni, þannig að gaflar voru úr tré, en að öðru leyti voru
þau virnetsbotn á járnramma. Þau stóðu þar enda við enda
í herberginu, sem var langt og mjótt. Gestirnir fóru að
rabba við Magnús. Annar stillti sér upp við höfðalagið og
hinn við fótagaflinn. Magnús tók þeim vel, en var alltaf
jafn hægur og rólegur. Pálmi þekkti hann vel að vestan;
enda báðir Skagfirðingar. Svo gerðist það eins og hendi
væri veifað, að þeir gripu samtímis skyndilega um gafl og
höfðalag og sneru rúminu við. Og með það sama lá
Magnús undir dýnunni á gólfinu. Kölluðu þeir það, að láta
hann fara krossferð, er þeir snöruðu rúminu með þessum
hætti. Theodór kvartaði hins vegar undan þessum aðför-
um, sagði að af þeim stafaði mikið ónæði og að sér leiddist
þetta. Hann kallaði Magnús alltaf Manga sinn og taldi sig
vilja halda í hönd með honum. Klagaði piltur beinlínis
undan þessum heimsóknum.
XIV
Af skólaskáldum
— Ortu menn þá ekki í Gagnfræðaskólanum, t.d. Her-
mann Jónasson og Karl?
— Ég varð aldrei var við, að Hermann gerði vísur, en
Karl Kristjánsson var farinn að yrkja. Hins vegar hef ég
aldrei getað komið saman vísu, en ég man eftir því, að það
var verið að semja vistarbrag eins og sveitarvísur i gamla
daga. Þar var Karl m.a. með í verki og ég slæddist inn til
þeirra. Bragarháttur var afhending. Á eins manns herbergi,
sem áður hafði verið blaðastofa, bjó Björn nokkur Krist-
jánsson frá Sauðárkróki. Hann kvæntist síðar Hermínu
Sigurgeirsdóttur píanóleikara og þau fluttust til Þýska-
lands, þar sem hann rak „forretningu“. En skáldin voru þá
sem sagt byrjuð að yrkja um Björn:
„Blaðastofu byggir einn af betri mönnum,“
og þá sagði ég svona eins og óvart:
„á honum skil þau ein ég kann,
að í hann vantar botnlangann.“
Það hafði þá nýlega verið skorinn botnlanginn úr Birni.
Þeim varð hálf hverft við þetta óvænta framlag mitt, en
botninn var látinn standa óbreyttur. Síðan var haldið áfram
um suðurvistir og næst staldrað við herbergi þar sem
bjuggu bræður tveir, Pétur og Pálmi. Mig minnir að Pétur
yrði síðar guðfræðingur, en Pálmi hafi starfað hjá löggild-
ingarstofunni. Þeir höfðu lítið um sig þessir piltar, en lásu
mikið. Var nú komið að þeim í bragnum og byrjuðu
skáldin:
„Þar má líta Pálma og Pétur, pilta snara,“
og þá datt út úr mér:
„aftur bókum aldrei lúka
utan þá þeir fara að kúka.“
Við þetta lét ég sitja og flúði af hólmi. því þeir vildu nú fá
mig í skáldahópinn.
Félagslíf í Gagnfræðaskólanum veturinn 1914-’15 var
mjög gott. Áfengi sást ekki meðal nemenda og var ég ekki
var við áhuga fyrir því, þótt mér væri kunnugt um nem-
endur, sem höfðu neytt þess áður. Stefán skólameistari
sagði við skólaslit um vorið, að þessi vetur hefði verið
einhver sá besti og rólegasti, sem hann hefði átt á starfsferli
sínum, og skólastjórn að heita mátti alveg í, höndum um-
sjónarmanna, en þannig ætti það að vera í góðum skóla.
XV
Stefán skólameistari
Stefán Stefánsson var mikið glæsimenni í sjón, búnaði og
framgöngu allri. Enginn var sá nemandi í skólanum, sem
ekki reyndi að standa sig í tímum hjá honum, þótt latur
væri ella. Hann gat verið með afbrigðum skemmtilegur, en
jafnframt svo skipandi og strangur, er honum sýndist þörf
á, að allir sátu eins og mýs undir fjalaketti, þegár hann var
kominn á sinn stað við kennarapúltið. Hann fylgdist svo vel
með bekknum í kennslustundum, að ef einhver sýndist
annars hugar, var t.d. að skrifa, hvað þá ef tveir voru að tala
saman, þá var hann til með að segja við þann, sem brást
eftirtektin, og það kom bókstaflega eins og svipusmellur:
„Þér getið sagt mér þetta!“ Og þá vafðist þeim, sem spurður
var venjulega tunga um tönn og hann var alveg á gati. Þótti
það hin versta skömm.
Ég man eftir þvi þennan síðasta vetur minn í skólanum,
er komið var að því, að við fengjum jólaleyfi, að við fórum
nokkrir fram á, að fá að fara daginn fyrir Þorláksdag. Stóð
þannig á, að ferð með mótorbát féll þá til Hríseyjar og
Grenivíkur. Ingólfur Þorvaldsson, síðar prestur í Ólafsfirði,
sem var einn af skólabræðrum mínum, spurði Stefán að því
í tíma daginn áður, hvort við þyrftum að mæta næsta
morgun, því við þyrftum að útrétta eitt og annað í bænum,
áður en við legðum af stað með bátnum. Auk mín og
Ingólfs voru í þessum hópi þeir Kristinn á Hjalla og
Grimur, síðar bóndi á Jökulsá á Flateyjardal. Skólameist-
ari var ekki seinn til svars, frekar en fyrri daginn. „Nei,
nei!“ svaraði hann. „Hvað ætli þið þurfið þess við.“ „En
gætum við þá komist hjá því að lesa undir tíma?“ spurði
Ingólfur þá. „Þið verðið ekkert teknir upp,“ svaraði Stefán
kímileitur. „Hvað ætli þið verðið teknir upp.“ Rétt er að
Heima er bezt 229