Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Page 16

Heima er bezt - 01.07.1988, Page 16
Horft af sjó heim að Svínárnesi. veginn þannig: „Hér með segi ég mig úr þessum skóla, ef skóla skal kalla.“ Guðmundur Hannesson prófessor, sem var móðurbróðir Sigurðar og fjárhaldsmaður hans sagði, þegar rektor hringdi í hann og las honum bréfið: „Er strákurinn vitlaus?“ En þarna réðust örlög og framtíð tveggja ungra manna, sem ég þekkti, á allt annan veg en þeir höfðu ætlað. — En þá lá við að rynni út í fyrir mér, þegar ég var að fá bréfin frá skólabræðrum mínum, því mig langaði svo mikið til þess að fara suður í Menntaskólann. En það virtist engin leið fær til þess. Síðan sagði pabbi við mig rétt eftir áramótin þennan vetur, að hann hefði farið og hitt Vilhjálm bónda í Nesi, en þeir voru bræðrasynir. Hafði hann þá talað um þessa löngun mína við Vilhjálm og hann hafði þá sagt, að það væri synd að geta ekki leyft stráknum að fara. „Það hljóta að vera einhver ráð með það,“ bætti hann síðan við. Þannig gaf hann föður mínum von, enda vel stæður. Pabbi sagði mér þetta, og því fór ég, þegar ég var á þessu námskeiði, upp í skóla til þess að hitta Stefán. En meðmæli hans þurfti ég þar eð ég hafði ekki farið suður næsta vetur eftir gagnfræðapróf. Skólameistari lá þá í rúminu, enda heilsa hans orðin veil. Þá hafði hann nýlega fengið fréttir af Steini Emilssyni, sem hafði verið ágætur nemandi í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og Stefán bjóst við töluverðu af honum í jarðfræðinni. Nú var svo komið, tjáði hann mér, að þeir, sem hefðu verið heima þennan vetur eftir gagnfræðaprófið, yrðu að taka próf í ákveðnum greinum inn í M.R. Þá bætti ekki úr skák, að ég var kominn yfir tvítugt, en Steinn var álíka gamall og ég, og nú var svona komið fyrir honum. „Ég hef ekki geð í mér til þess að mæla með því að þér farið í þennan skóla, þegar ég hef gefið einum af mínum bestu nemendum meðmæli áður, sem dugðu svo skammt, ef ég ætti svo að gefa yður meðmæli, sem eruð líka einn af mínum bestu nemendum. Til þess hef ég ekki geð í mér.“ Síðan spyr Stefán mig, hvað ég sé að gera, og ég segi honum frá þessu námskeiði. Þá segir hann: „Það líst mér betur á. Verðið þér bara bóndi, eins og þér hafið ætlað yður og vinnið að landbúnaði og félagsmálum.“ Fór hann ýmsum orðum um skólann fyrir sunnan, sem voru satt best að segja ekkert hrós. XX Formaður í Fjörðum Þegar heim kom vorið 1916 hafði ég því gefið upp alla von um framhaldsmenntun. Gísli föðurbróðir minn, sem var heima i Svínárnesi gerði mér þá tilboð um starf, en hann var um þær mundir með útgerð úti í Fjörðum. Spurði hann mig, hvort ég vildi ekki verða formaður á öðrum bátnum sínum. Þótti mér það freistandi, svo það varð úr að ég tók boðinu og reri frá Þorgeirsfirði þetta sumar. Hér var um félagsútgerð að ræða og eigendur hennar auk Gísla voru Magnús Kristjánsson alþingismaður og síðar ráðherra og Friðrik bróðir hans, sem þá var bankastjóri á Akureyri, og Þorsteinn Gíslason faðir Garðars vinar míns og skóla- bróður. Pabbi var eitthvað með þeim í þessu í fyrstu, en Þessi mynd var tekin á Akureyri sumarið 1916. Þá var Jóhann formaður á bát úti í Fjörðum. Með honum á myndinni er Sigurbjörn Jóhannsson á Kljáströnd. Hann var föðurbróðir Jóhanns Konráðs- sonar söngvara. 232 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.