Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Page 20

Heima er bezt - 01.07.1988, Page 20
SÖGULEGAR LJÓSMYNDIR X FLOTGRAFAN Að þessu sinni birtum við sögulega ljósmynd vestan úr Skagafirði. Tildrög þess að hún barst okkur í hendur eru þau, að í haust kemur úr bókin Ættir og óöal á vegum Sögufélags Skagfirðinga. Er bókin prentuð í Prentverki Odds Björnssonar. Hjalti Pálsson safnvörður hefur umsjón með útgáfunni og veitti hann fúslega leyfi til þess að birta myndina. Bókin hefur að geyma frásögur Jóns bónda og al- þingismanns á Reynistað. En fyrst er þó rakin saga Jóns og Sigrúnar konu hans og þá ekki síst greint frá búskap þeirra. í þættinum segir m.a. frá tilefni þessarar ljósmyndar, sem er varðveitt í Héraðs- skjalasafni Skagfirðinga: „Ekki er ofmælt, þótt sagt sé, að Jón á Reynistað hafi stýrt búi sínu hyggindum og forsjá. Hann bjó jafnan stórbúi,búfénaður var margur, fóðurbirgðir nægar og afkoma örugg. Hann bætti jörð sína að húsakosti og jarðabótum. Sú jarðabót var hvað mest, þegar hann beitti sér fyrir stofnun Áveitufé- lagsins Freys árið 1926, ásamt nokkrum bændum í Staðarhreppi, sem engjalönd áttu á Eylendinu. Fé- lagið aflaði sér til afnota skurðgröfu, flotgröfu, og með henni voru ræstar fram votlendar engjar á átta jörðum í hreppnum og þeim breytt í nytjamiklar áveituengjar. Við þessar framkvæmdir urðu Reyni- staðarengjar að einhverjum grasgefnustu og skemmtilegustu heyskaparlöndum í landinu og gáfu af sér töðugæft fóður.“ Myndin sýnir þessa miklu flotgröfu að vinnu á Staðarengjum. Má ætla að það hafi þótt ábyrgðar- mikið starf að stjórna slíku undratæki á þriðja ára- tugnum. Stjórnandinn stendur þarna í einhvers konar brú, en tveir menn fylgjast með. B. G. 236 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.