Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Page 23

Heima er bezt - 01.07.1988, Page 23
Hjónin, Sigurbjörg Snœbjarnardóttir og Sigurbjörn Benediktsson íÁrtúni í Höfðahverfi. fleiri bæjum urðu miklar skemmdir, en bærinn okkar, Ártún, sem við Sig- urbjörn Benediktsson, eiginmaður minn, höfðum byggt upp frá grunni, átti að sjálfsögðu alla okkar umhyggju í þessum náttúruhamförum. Svo var það löngu seinna, að gera átti við veginn norðan við Borgargerði eftir vegaskemmdirnar. Þá voru sonur okkar og maður úr Fnjóskadal méð beltisdráttarvél og ætluðu þeir að taka efni í veginn upp við klettana, niður undan syðstu hríslunni í klöppunum, en hún var langfallegust. Þá bar svo við, að beltin fóru af vélinni hvað eftir annað og vissu þeir enga ástæðu til þess. Þeir komu heim til okkar, til að fá not af síma og ná í viðgerðarmann, en allt kom fyrir ekki, beltin fóru af ýtunni eftir sem áður og datt mér þá í hug blessað huldufólkið, það vildi líklega ekki láta taka þetta efni þarna og engan fyrirgang svona nálægt bú- stað sínum. Ég sagði því við piltana: „Blessaðir drengir, hættið þið bara við þetta — þetta tekst aldrei fyrir ykkur, það er eitthvað annað þarna sem stjórnar og þið ráðið ekki við.“ Þeir fóru að orðum mínum, tóku efnið í veginn neðar og þá bar ekkert til tíðinda. Auðvitað settum við þennan atburð í samband við huldu- fólkið, sem talið var að ætti heima í klettunum. Álagahvammur heitir staður í Borgargerðislandi neðan við bæinn, niður við ána og snýr móti vestri, norðan við þar sem lögferjan var staðsett áður fyrr. í hvamminum var alltaf mikið gras, en þarna var bann- helgi mikil og aldrei mátti slá þar, því þá átti illa að fara fyrir þeim, er það gerði. Afi minn, Helgi Helgason, sem fæddur var 1849 sagði mér eitt sinn sögu af bónda einum, er búið hafði í Borgargerði á öldum áður. Hann hafði hleypt út gemlingum sínum seinni hluta vetrar, meðan hann var að stinga út úr húsinu. Bóndi þessi hafði slegið álagahvamminn sumarið áður og gefið gemlingunum heyið. Nú bar svo við, að þegar hann ætlaði að láta inn gemlingana fundust þeir hvergi, hurfu gersamlega svo aldrei sást af þeim horn né hár. Auðvitað var huldufólkinu kennt um og hefur álagahvammurinn aldrei verið sleg- inn síðan. Sveinn Sigurbjörnsson sonur minn, sem nú er bóndi á Ártúni. veit þetta vel og mun hann virða þessa bannhelgi og ekki egna hin dularfullu öfl til voðaverka. Mig langar að segja frá sérkenni- legu félagi, sem stofnað var í innan- verðu Höfðahverfi og lifði milli 1920-29. Þetta félag komst aldrei á blað, ekki voru samin lög eða neinar reglur skrásettar. Þetta var aðeins munnlegt samkomulag, en hlaut þó nafn og var nefnt „Eining“. Félags- svæðið náði yfir Grýtubakka, Kol- gerði, Hléskóga, Lómatjörn, Grund, Borgargerði, Miðgerði og Pálsgerði. Samkomur voru haldnar til skiptis á bæjunum. Konurnar buðu upp á kaffi með pönnukökum, jólabrauði og kleinum. Allir voru glaðir og mikið var spjallað um það, sem hæst bar í það og það skiptið. Bændurnir kvöddu sér hljóðs, stóðu upp og fluttu ræður um ýmis nærtæk efni. Við, hin yngri, hlustuðum lotningarfull á. Við dáðumst að þessum mönnum, sem okkur þótti vera stórgáfaðir og víst er um það, að þessar ræður voru margar hverjar prýðilega samdar og fluttar. Kom þá áreiðanlega í hug margra okkar yngri, að svona ætluðum við að verða, svona mælsk og gáfuð, þegar við yrðum stór. Svo var mikið sungið, allskonar ættjarðarlög og skemmti- söngvar. Voru þar fremst í flokki Bjarni á Grýtubakka og hjónin á Lómatjörn, Valgerður og Guðmund- ur. Oft skiptust menn og konur á skoðunum, er nýútkomnar bækur höfðu verið lesnar og sýndist þá sitt hverjum. Konurnar ræddu um tóskapinn, vefnað, börn sín og heimilishald yfir- leitt. Þetta var skemmtilegt framtak fólksins í sveitinni, til að skapa góð félagsleg samskipti við nágranna sína, skiptast á skoðunum um ýmisleg málefni, fræðast og fræða aðra þarna í fásinninu, þegar ekkert útvarp var til, ekkert sjónvarp og sími aðeins á þremur bæjum í sveitinni. Svo þegar blessað útvarpið tók til starfa, dofnaði yfir þessum samtökum því áhugi fólksins beindi hugunum frá „Einingu“ og lognaðist hún útaf, þegjandi og hljóðalaust. Engin eftir- mæli fékk þessi félagsskapur, aðeins minning í hugum nokkurra sálna, sem þá og þegar enda sitt lífsskeið. Heima er bezt 239

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.