Heima er bezt - 01.07.1988, Síða 28
Fadir Sólveigar, Stefán á Öndólfsstöðum, á reiðhesti sinum „Glámi“.
farið á bak. Samferðafólkið var komið
góðan spöl á undan. Ég hugsaði til
Ásu á Nasa, en huggaði mig þó við
það, að í kvöld fengi hún að vera öft-
ust.
Ekki vorum við búin að fara langt
er við náðum hjónum úr Laxárdal.
Konan reið gráu hrossi og reiddi barn
en tveir drengir gengu með föður sín-
um. Voru þeir snöggklæddir og heitir
af göngunni. Pabba leist ekki á þetta
og fór að tala um það við Aðalgeir,
hvort bóndinn mætti ekki sitja á
Stjörnu hans þennan spöl sem eftir
var suður að brúnni, hann gæti haft
annan drenginn aftan við sig. Við
Bleikur vorum hin rólegustu á eftir og
hélt ég að pabbi ætlaði að hafa hinn
strákinn á tryppinu og teyma það. En
hvað haldið þið að hann geri? Hann
snarar stráknum upp fyrir aftan mig á
Bleik. Getið þið hugsað ykkur hvernig
það er fyrir stelpu, sem finnst hún
vera að verða — ja, dálítil dama — að
koma á samkomustað með strák aftan
við sig á hestinum. Strák sem er eldri
og stærri en hún. Ég var viss um, að ef
jafnöldrur mínar sæu mig koma svona
á samkomuna, mundi mér verða strítt
það sem eftir væri ævinnar. Og ekki
gat ég slegið lengur í Bleik, því þá
hefði ég barið í strákinn. Pabbi skyldi
fá að iðrast. Ég ætlaði aldrei framar að
vaka yfir túninu og helst að fara að
heiman, svo var ég reið. En suður
undir brú komumst við og þá renndi
strákurinn sér af baki áður en við
vorum komin alla leið. Líklega hefir
honum ekki þótt þetta ferðalag neitt
skemmtilegra en mér.
Pabbi og mamma voru bæði í
kórnum sem söng þarna við vígsluna
undir stjórn frú Elísabetar á Grenjað-
arstað. Steingrímur Jónsson, sýslu-
maður á Húsavík, hélt vígsluræðuna
en frú Guðný, kona hans, klippti á
bláan borða, sem strengdur var yfir
brúna þvera. Fleira var til skemmt-
unar þarna, en hugur minn var í upp-
námi allan daginn og þótt mamma
færi með mig út með ánni og sýndi
mér, hve árbakkarnir voru yndislegir,
með hvönn og hófsóleyjar í hverju
viki, þá sá ég það varla, ég gat ekki
róast, meðfram af þvi að ég gat sjálfri
mér kennt um hvernig fór. Ef við Ása
hefðum skipst á hestunum, gat það
alveg eins hafa verið hún, sem reiddi
strákinn.
Um kvöldið, þegar farið var að
hugsa til heimferðar, náði ég í Nasa og
lagði á hann. Ég sé þá allt í einu að
pabbi sleppir Bleik. Hvað var nú?
Pabbi hafði þá verið beðinn fyrir eitt-
hvert hross — Ása átti að fá það.
Fólkið þeysir nú af stað í smáhópum
og við Ása með. Enn er ég reið og tala
ekkert. En þegar við erum komnar
nokkurn spöl út göturnar, sjáum við
rauðan hest, sem bundinn er við
hríslu. Hafði mjóu snæri verið hnýtt
upp í hann og þegar alltaf var þeyst
fram hjá honum, kippti hann í spott-
ann, og nú rann blóð úr munnvikjum
hans. Mér þótti þetta ljótt, fór því af
baki og bað Ásu að halda í Nasa.
Leysti ég snærið út úr hestinum og
þekkti þá að þetta var Svaði Magnús-
ar á Halldórsstöðum. Þegar ég var sest
aftur í söðulinn, og sá Svaða stökkva
út allar götur, skellihló ég og þóttist
hafa náð mér niðri eftir öll vonbrigði
dagsins.
244 Heima er bezt