Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Side 31

Heima er bezt - 01.07.1988, Side 31
gæta okkar í grjótinu, og þá vöknuðum við. En nú var of seint að ná í skó og sokka. Öftustu ánum náðum við í stígnum sunnan við Vígabjargið. Nú valt á öllu að vera skjótráður og nógu snar. Og áfram hentumst við, upp á litlu mýrina ofan við. Þar var engin ær. Næst hlupum við norður fyrir lækinn, á vaðinu, og út göturnar, sem við komum um mt 'guninn. Það gat komið sér vel að vera berfættur. Guði sé loi. Engin slóð! Engin slóð!, hrópuðum við báðir. Ærnar hafa allar farið norður með Vígabjarginu að austan og sennilega niður í Hvamminn norðan við það. Sjálfsagt komnar út í Þykkvaskóg eða út undir Eyrarlæk. Og hér skiptum við okkur. Ég held áfram norður göturnar, í von um að komast út fyrir þær. Siggi bróðir snýr við, til að standa á móti þeim, ef þær skyldu koma á eftir okkur, göturnar. Hann ætlaði líka að fylgjast með mér, svo við gætum kallast á, ef nauðsyn krefði. Það stóð þá ekki á þeim. Þarna komu þær beljandi í augsýn, og ætluðu á göturnar, svo Siggi bróðir fékk strax atvinnu. Ég hentist aftur norður göturnar, með gamla Glóa, en staðnæmdist, þar sem best sést yfir yfir á klöppinni, ofan við Þykkvaskóginn yst. Þá sá ég þær margar, mér til skelfingar, á harða brokki, norður vestan við lækinn, sem rennur þar rétt neðan við. Og ég sá líka margar, til og frá á eyrunum norðar og vestar. Þær voru að nálgast Eyrarlækinn. Nú stóðst ég ekki mátið. Ég rak upp hræðilegt org, — mörg, og sigaði hundinum. Á sömu stundu snarstönsuðu þær ær, sem næstar mér voru og snéru við, hinar héldu áfram, þó ég öskraði af öllum lífs og sálar kröftum. Senni- lega heyrðu þær ekki til mín fyrir árniðinum. Nú var ekki annað ráð vænna en hlaupa út á Ytri-Mýri og vestur á bjargnefin, sem eru syðst og vestast á henni. Þaðan sést best yfir. Og mér til ósegjanlegrar gleði, sá ég ekkert af ánum norðan við mig. Og þegar ég kem fram á klappirnar, eru þær fremstu að renna norður að Eyrarlæknum. Og nú sé ég Sigga, með stóran hóp, norðan við Vígabjargið. Og nýjar vonir koma úr öllum áttum. Þetta ætlaði að ganga betur en ég bjóst við. Ég öskraði og sigaði það sem ég þoldi. Og það hreif. Þær heyrðu áreiðanlega til mín. Þær hentust til baka hver sem betur gat. Ne-e-e-ei. Þarna koma þær þá bölvaðar breddurnar tvær, sem ég óttaðist mest, úr buskunum rétt sunnan og neðan við mig og hentust á eftir hinum. Það var svo sem við því að búast að þær hefðu haft forystuna. En nú líka urðu þær hræddar. Glói kom strax auga á þær og mér hreint ógnaði hvað hann herti sig. Hann vissi áreiðanlega til hvers var að vinna. Þegar Glói nálgaðist þær, voru þær því miður komnar að næstu ám, sem höfðu ekki roð við þeim, svo hann lenti í þeim latrækustu. Það þótti mér verst. Og allar hlupu þær suður, hver sem betur gat. Stöku ær, sem höfðu verið á lækjarbökkunum og ekki heyrt til mín, eða orðið varar við mig, þegar hinar stukku burtu, vissu ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar ég kom þrumandi. Þær þustu þó undan i ósköpum, án þess að hafa hugmynd um hvað orðið væri af stallsystrum sínum. En svo heyrðu þær jarmið í þeim og komu hlaupandi. Siggi bróðir var á varðbergi og fylgdist vel með. Hann stóð fyrir þeim og sameinaði þær. Og þegar ég svo kom Réttarbjarg í Forvöðum. með þær síðustu, þá rákum við þær suður og niður í hvamminn norðan við Vígabjargið. Þar töldum við þær. Þarna gat líka annar okkar haft hemil á þeim, meðan hinn leitaði að hinum, sem vantaði. Því slóum við báðir föstu. í fyrstu tilraun taldist þær okkur sjötíu. Það fór langt fram úr áætlun. Og nú sáum við fyrir víst að engin kind var ókunnug. Það var nú mesti munur. í annari umferð taldist okkur þær 71 svo nú fór skapið að léttast og kvíðinn þó enn meira. Skeð gat að þær væru allar. Svo töldum við aftur og aftur. Og einu sinni taldist okkur 72. Þá komu nýir tónar, himnaskærir og fleytifullir af gleði. Gat þetta átt sér stað? Ærnar stóðu alltaf í svo þéttum hnapp, að það voru vand- ræði að telja þær. En þegar við sáum allar óþægustu ærnar og letiblóðin líka, styrkti það okkur í trúnni, að þær væru allar. Þarna var sú, sem lenti í dýið, með rauða hausinn. Og þarna var Löt og Bumba, Úranía og Áma. Og nú byrjuðum við á lofsöng með nýju lagi og auðvitað frumsaminn, um algóðan Guð og sólina, blessað veðrið, umhverfið og hann gamla Glóa. Síst mátti hann gleymast. Það var fyrst og fremst hann, sem bjargaði því, sem bjargað varð, þegar mest á reyndi, eins og núna. Hann skal sannarlega fá góðan bita í kvöld. Heima er bezt 247

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.