Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Side 32

Heima er bezt - 01.07.1988, Side 32
Jökulsárgljúfur. Við rákum nú allar ærnar upp úr hvamminum, fast við Vígabjargið að norðan. Við þorðum ekki að reka beint suður urðina vestan við það. Þar gat einhver ærin fót- brotnað, því urðin var svo brött og blágrýtið laust. Það var eiginlega glæfravegur fyrir kindur. En í Réttina skyldum við reka þær allar aftur, hvernig sem þær létu. Því þótt þær sýndu mótþróa, sem þær líka gerðu, var Glói óðara kominn fyrir þær og virtist ljúft að sýna þeim í tvo heimana. Þær skyldu láta í minni pokann. Ofurlítið skarð var komið í grjótgarðinn ofan við hliðið. Þar höfðu þær stokkið niður af háum steini, en engin ein- asta virtist treysta sér upp á hann aftur, norðan frá. Við urðum að taka úr hliðinu og láta þær tínast þar í gegn. Og enn töldum við þær. Jú. Þær voru allar. Og þegar við leiddum hugann að rás atburðanna, fundum við strax hvað hafði vakið okkur frá þessum syndasvefni. Það voru hell- urnar tvær, sem hentust fram af fossbrúninni, fyrir ofur- magni vatnsins. Hefðu þær ekki látið undan, var útilokað að við hefðum hvarflað frá ásetningi okkar og ofurkappi, við að mega njóta þess unaðar, sem tekið hafði hug vorn allan. Blessaðar hellurnar. Nú var allur áhugi fyrir Regnbogafossi fokinn út í veður og vind. Nú var betra að þvo sér um fæturna og fara í þurra sokka. Við höfðum rispað okkur talsvert á kálfum og fót- leggjum. En það voru smámunir. Við vorum svo vanir við að hlaupa berfættir, en í svona miklu grjóti höfðum við þó aldrei hlaupið áður skólausir. Við sóttum allt dótið og fórum með það norður að grjótgarði. Þar settumst við á steina, við einn lækinn, og þvoðum okkur vandlega. Þó svitinn hefði skolað miklu burtu, sátu þó víða svartar slettur, sem höfðu þornað meðan við vorum við stíflugerðina og hið stórfenglega fossævintýri, sem hafði næstum riðið okkur að fullu. Ennþá voru geislar sólarinnar svo heitir og blíðir og elskulegir. Og ósköp var það nú gott að fara í skyrtu og sokka og svona líka þjála skó. Þó voru vörpin fullhörð, því auðvitað skildum við skóna eftir á lækjarbakkanum, þar sem við tókum þá af okkur síðast. En nú þurftum við alvarlega að vara okkur á því að lenda ekki í dý eða læk hérna í Réttinni, þegar við færum að smala ánum aftur. Yfir lækinn ofan við Vígabjargið gátum við auðveldlega stokkið, og eftir það var engin spræna á leiðinni heim, nema örlítil lind, skammt norðan við hann. Og svo var það bara Kíllinn, neðan við bæinn. En yfir hann voru lögð borð, á tveimur stöðum. Klukkan er að verða hálf sjö. Ekki dugar þetta. Og ærnar svona dauðspakar. Loksins gátu þær skammast sín. Við héldum að þær færu ekki langt, en í stað þess sigu þær suður alla Rétt. Við settum allt dótið í pokann og bundum vel yfir. Glói fékk ofurlítið brauðsnipsi og silungsstykki. Öll beinin hafði hann hýst áður. Því allra helgasta skiptum við Siggi bróðir á milli okkar. Það átti hvor að njóta þess eftir vild á heim- leiðinni. Líkaminn heimtaði sitt og sálin naut góðs af því líka. Við hóuðum á ærnar. Þær hrukku strax saman, og snéru svo norður. Við töldum þær sunnan við garðinn og svo aftur gegn um hliðið. Þær voru allar með tölu. Nú skyldu þær fá að stíga liðugt heim. Á leiðinni norður úr Réttinni lítum við Siggi bróðir oft um öxl. Hugurinn nemur staðar á vissum stöðum, þar sem atvikin verða óafmáanleg. Umhverfið er sveipað þeim dýrðarljóma, sem blíð og mild og sólrík sumarkvöld ein fá skapað. Og jafnvel Jökla gamla, sem æðir hér um hinar grýttu leiðir, úfin og ofsareið, virðist nú líka svo björt og tíginborinn, alveg eins og þar fari festarmey í fegursta brúðarskarti. Og rödd hennar fannst okkur nú hvisla svo kliðmjúkt við eyra. Og báðum flaug það sama í hug: Hvenær fáum við að fara hingað aftur? Þá skyldu ærnar ekki snúa á okkur eins og núna. Og báðir óskuðu þess jafn heitt að það yrði næsta sunnudag. Þó vissum við að það yrði ekki á þessu sumri. En — því fór betur að báðum var þá jafn hulið, að slíkan dag áttum við aldrei framar eftir að lifa. Ærnar voru heimfúsar. Þær viku ekki úr götunum. Við létum þær nasla um stund á Sandtöðutorfunum norðan við Sokkabrotamelinn. Svo var hiklaust haldið heim. Þegar við komum norður á Syðri-Ásabrúnina og sjáum bæinn og vatnið, er enn þá stafalogn. Vatnið blikar spegil- skyggnt framundan. Það lyfta sér ljósbláir reykjarstrókar upp úr eldhússtrompunum. Við sjáum að það skuggar í morandi sátur, efst á túninu. Sennilega hefur allt heyið þornað í dag. Vestan við bæinn, og vatnið, sérstaklega um Efri-Skarðsmelinn og Kerlingarhólinn, eru skuggarnir orðnir áberandi dökkir. Það eru fulltrúar næturinnar hins óumflýjanlega erfingja dagsins, sem enn sveipar hæðir og fjöll fagurrauðum voðum. Og þær hafa gullna kögra, er sindra fegurst rétt fyrir sólsetrið. Þetta skiljum við best nú þegar ævintýri dagsins fylla hugann þeim dýrðarljóma, sem við aldrei gleymum. Og þar við bætist svo hrifning og himingleði yfir því, að engin ærin skyldi tapast. Júlí 1960. 248 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.