Heima er bezt - 01.07.1988, Síða 34
Séra Haraldur Níelsson.
að vera við þessar guðsþjónustur. Við vorum alveg dá-
leiddar af ræðum hans. Og aðsóknin var slík, að kirkjan var
oft full út á tröppur þegar hann prédikaði í Fríkirkjunni.
Við fengum fyrst að fara í kaupstað á Seyðisfirði árið sem
við fermdumst. Ég man ótrúlega vel eftir því þegar við
Katrín systir mín fórum saman. Við fengum lánaða hesta
eitthvað af skárra taginu á næstu bæjum. Við fórum með
pabba, þegar hann fór ullarferðina. Við fórum beint ofan á
Vestdalseyrina til hans Einars Thorlaciusar, og hann fylgdi
okkur þegar inn til konu sinnar. Hún var afskaplega feit en
svo máttfarin, að hún gat ekki hreyft sig nema í hjóla-
stól.Hún talaði við okkur og vildi náttúrulega gera okkur
eitthvað gott. Hún lét stúlkurnar færa okkur límonaði, sem
við höfðum aldrei bragðað áður. Þegar hún var að hella í
glösin fór svolítið á borðið, að ég skuli muna þetta, en
önnur okkar ætlaði að þurrka með pappírsservíettu. Þá
sagði frúin: „Aldrei að þurrka með bréfi af borði, það veit
æfinlega á ófrið í húsi“. Hún kallaði á vinnukonu til að
þurrka af borðinu. Þetta hef ég aldrei heyrt hjá neinum
öðrum. Þetta var ósköp elskuleg og hlý kona.
Meðan þetta gerðist var pabbi að leggja inn ullina og tala
við sína kunningja. Síðan fórum við inn á Öldu, en þá var
Anna systir byrjuða að búa þar, en við fórum einnig að taka
svolítið út. Þetta þótti okkur afskapleg tilbreyting. Vin-
konur mömmu buðu okkur heim til sín. Ég man að okkur
þótti ákaflega gott að koma til Kristínar Víum. Hún var
kaupkona á Seyðisfirði og mikil vinkona mömmu. Hún
verslaði með allskonar smádót, útsaum o.fl. Það var svo
þykkt súkkulaðið hjá henni. Það þótti mér gott. Kristín
giftist aldrei. Hún var móðursystir Inga T. Lárussonar tón-
skálds. Við komum einnig til foreldra Inga, Þórunnar og
Lárusar, sem var póstafgreiðslumaður á Seyðisfirði.
Mig langaði til að fara til Ameríku á þessum árum, kjáni,
af því að móðursystir mín, sem ég var heitin eftir var þar.
Þær skrifuðust á systurnar. Mamma átti sporöskjulagaða
öskju, sem hún safnaði öllum bréfunum sínum í. En þessu
var brennt, þegar hún dó. Þá kom nýtt fólk heim. og strák-
arnir voru ekki nógu pössunarsamir. Ekki var það neitt í
þessum bréfum frá nöfnu minni, sem lokkaði mig vestur.
Þetta var bara æfintýraþrá - útþrá. Móðursystir mín átti
erfiða daga vestra eins og allir landnemarnir. Maður
hennar var hálfsystursonur pabba, hann var smiður,
snikkari eins og það var kallað þá, og hafði lært í Kaup-
mannahöfn. Ég fór til Ameríku þegar ég var sjötug að
heimsækja dóttur mína. Það má því segja, að gamli
draumurinn hafi ræst að nokkru, þótt seint væri.
Fullorðinsár
Fyrstu búskaparárin.
Maðurinn minn Pétur Sigurðsson var fæddur í næstu sveit
austan við Lagarfljótið, en hún var í annari sýslu,
Suður-Múlasýslu. Ekki þekktumst við Pétur frá barnæsku.
Það var svo langt á milli, en við höfðum náttúrlega sést sem
börn.
Við Pétur kynntumst í Tungunni, þegar hann var
kennari þar. Hann hafði þá alltaf heimili sitt á Hjartar-
stöðum. Hann var eftirlitskennari þarna 1917, hafði ekki
fastan skóla en fylgdist með kennslunni á heimilunum.
Hann hafði þá verið tvo vetur á Hvanneyri og síðan tvo
vetur á lýðháskóla í Friðriksborg í Danmörku. Sumarið
sem hann var í Danmörku var hann á Jótlandi hirti þar um
eplagarð og sótti fyrirlestra í Askov lýðháskóla. Hann var
sjö árum eldri en ég, ekki var það nú meira.
Pétur vann hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Hann
var eiginlega sá fyrsti, sem kom þangað með plóg og herfi.
Hann fór ósköp illa með sig, þetta var svoddan hörku-
verkmaður og trúr. Hann bilaði í baki og náði sér aldrei til
fulls. Hann sótti hestana í hagann á morgnana, til þess að
vera kominn til vinnu á réttum tíma, vann síðan fullan
vinnudag og flutti svo hestana í haga, enda þótt bóndinn,
sem unnið var hjá ætti að gera það. Hann vann aldrei
minna en 10 tíma á dag, en auk þess var svo oft leit að
hestunum.
Við vorum tvö ár á Hallfreðarstöðum í nokkurs konar
húsmennsku, höfðum þar kýrfóður og áttum eina belju og
um 60 ær. Við lifðum vel af þessu meðan við vorum laus og
slypp, en ég átti fyrstu stelpuna 1918. Frá Hallfreðar-
stöðum fórum við að Litla-Steinsvaði, og þar vorum við tvö
ár í tvíbýli. Við fórum að Hjaltastað 1922. Þá var læknirinn
kominn þangað. Þá var búið að byggja, og hann vildi fá alla
250 Heima er bezt