Heima er bezt - 01.07.1988, Page 36
Hesturinn í húsinu, sem var fyrir ofan hesthúsdyrnar í Gunnhildar-
gerði.
honum. Svo var geymsluloft, það var fjórða burstin, og þá
var skemmuburstin fimmta. Þetta var reglulega fallegur
bær, en hann var náttúrlega í niðurníðslu. Siðan komu löng
göng inn í baðstofuna, og búr til annarrar handar. Fyrst var
fjós við dyrnar, og náttúrulega innangengt í það úr hlóða-
eldhúsinu. Já, það var vitlaust og skammarlegt af Aust-
firðingum að láta rífa bæinn.
Þegar við vorum á Hallfreðarstöðum voru Eiríkur og
Halldóra ábúendur þar. Ágætis hjón. Hann var ættaður úr
Hornafirði. Þau bjuggu í þessum stóra bæ. Þau áttu tvo
syni, Sigfús og Elís, sem báðir eru enn lifandi. Síðan
eignuðust þau þriðja soninn, Valgeir, sem er dáinn. Sig-
ríður fæddist fyrra árið sem við vorum á Hallfreðarstöðum
en Sigrún seinna árið. Þær eru báðar dánar.
Frá Hallfreðarstöðum fluttum við að Litla-Steinsvaði og
vorum þar tvö ár. Þar fæddist Inga mín. Við bjuggum þar í
andskotans fjósbaðstofu óskaplega lélegri. í hinum end-
anum var tvíbýli og þar bjó ljósa mín. Nú er allt í eyði.
Þarna voru mjög léleg og ljót húsakynni. Það var fram-
pallur, sem við höfðum, og svo höfðum við hjónahúsið, en
það var ekki stærra en rúmlengdin. Þarna vorum við með
stelpurnar tvær, og sú þriðja fæddist þar. Við vildum nátt-
úrlega fá rýmri húsakynni, en jarðir lágu ekki á lausu. En
svo fengum við allt Hjaltastaðarland. Þar voru stórgeðug
húsakynni en ósköp kuldaleg. Það var torfbær með þremur
timburstöfnum fram á hlaðið sem vissu móti suðvestri. Þar
var stórt hjónahús með glugga á stafni og öðrum á súð.
Ósköp skemmtilegt hús, og í því höfðum við ofn. Siðan var
stór miðpallur, og svo tvær kompur ansi skemmtilegar með
tréstafni í hinum endanum. Þetta átti að vera fyrir stórbú,
en það var nú húsmennska hjá okkur. Þarna fæddust öll
yngri börnin, nema Bryndís. Hún fæddist í Vattarnesi 1928,
árið, sem við fluttum þangað.
Á Vattarnesi var stórt timburhús. Við bjuggum nú ekki í
því ein. Þar var stórt sjómannaloft. Sjómenn frá Reyðar-
firði, sem fengu að róa frá Vattarnesi bjuggu þar, en stutt
var á miðin þar. Þarna var margt af Færeyingum, þeir voru
ágætir. Ég man eftir þremur formönnum, sem fengu að búa
í sjóhúsum, sem tilheyrðu okkur, og ennþá fleiri voru hjá
mótbýlismanninum. Við leigðum þeim húsin, en það var
ljóta erfiðið að gera það hreint á haustin eftir að þeir fóru.
En þeir voru óskaplega góðir við krakkana og greiddu
okkur eitthvað lítilsháttar. Eyjan Skrúður heyrir til Vattar-
nesinu. Sjómennirnir fengu oft að fara í Skrúðinn og
borguðu þá stundum landshlut. Við fengum þá egg og fugl.
En þá fyrst fengu sjómennirnir af fara í Skrúðinn, þegar
heimabændur voru búnir að fara þangað. Það var mikil
fyrirhöfn að reita fuglinn. Ég má ekki sjá fugl síðan, ég fékk
nóg af honum á Vattarnesi.
Hér lýkur minningabrotum Guðlaugar Sigmundsdóttur
sem Agnes Siggerður Arnórsdóttir skrásetti.
Skrúður.
252 Heima er bezt