Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Page 37

Heima er bezt - 01.07.1988, Page 37
Ég var bara smástrákur árið 1937, en man enn eftir at- vinnuleysisástandi afa. Enginn hafði peninga til að borga honum, og hann sagði að það væri engin framtíð í því að stunda múrverk sem góðgerðarstarfsemi. Þess vegna hangsaði hann mestan part úr degi í íbúðinni sinni fyrir ofan járnvöruverslunina og hlustaði á útvarpið. Við hlust- uðum öll þegar ekkert annað var við að vera, sem var oftast, nema það vildi svo til að maður gengi í skóla eins og ég. Afi hlustaði á allt — sápuóperur, veðurfréttir og spurninga- þætti — nema þegar hann gat einhversstaðar nælt sér í smáaur. Þá fóru þeir Fred frændi saman á bjórkrána í hóteli Vilhjálms konungs. Afi og amma komu frá gamla landinu löngu áður en ég fæddist. Við komuna til Moose Jaw var aleiga þeirra koffort með vinnufatnaði og 26 punda garðsleggja sem nota átti til að koma upp girðingu og halda svikahröppum frá landi afa. Svikahrappar voru Indíánar, írskir mótmæl- endur, nautaþjófar og kapitalistar. í lestinni frá Montreal horfði hann stöðugt út um gluggann á reykvagninum og sagði við fjölskyldu sína: „Hingað er ég kominn til að eignast land og kalla guð til vitnis um að þeir skulu ekki plata mig“. Hann hafði svarið þess eið að taka til ræktunar feiknar- stórt land á óræktaðri sléttunni í Saskatchewan, jafnvel þó hann hefði aldrei svo mikið sem tekið sér arfasköfu í hönd áður en hann lagði upp frá Dublin. Því var það svo, að þegar hann steig af lestinni á C.P.R.stöðinni í Moose Jaw, var engu líkara en hann væri að hugsa um að rífa hana niður og sá síðan í grunninn. Klukkan var tvö að morgni og hann strunsaði fram og aftur í anddyri stöðvarinnar í fínu ullarfötunum sínum og vest- inu, teinréttur eins og áflogagjarn hani í hænsnastíu. Pabbi minn og Fred frændi og Thecla frænka sátu á koffortinu og amma suðaði í honum að fara nú og finna þeim íverustað. (Það var ekki fyrr en seinna sem þau skildu að hann var hræddur við að yfirgefa stöðina). Að lokum lét hann af strunsinu nógu lengi til þess að fá burðarmann til að bera koffortið á hótel neðar við götuna. Næsta morgun fóru þau á skrifstofuna sem annaðist úthlutun lands og tryggðu sér jörð, þar sem býlið átti að risa. Siðan leigði afi sér hestvagn og fór með pabba og Fred frænda til að skoða jarðnæðið sem þeir höfðu ferðast kringum hálfan heiminn til að eignast. Amma og Thecla frænka fengu fyrirmæli um að halda sig í hótelherberginu og færa hinni heilögu guðsmóður þakkir fyrir lausnina. Þær voru enn við bænagjörð þremur klukkutímum síðar þegar afi kom æðandi inn í herbergið. Augnaráðið var tryllingslegt og andlitið fölt og skjálfandi. Heima er bezt 253

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.