Heima er bezt - 01.07.1988, Side 38
„Guð í himnasal!“ hrópaði hann til þeirra. „Þetta er of
mikið af því góða. Of andskoti mikið af því þarna úti“.
Hann hljóp nokkra hringi í herberginu og barði i veggina.
„Hver mílan á fætur annarri af engu öðru en mílu á mílu
ofan.“ Hann hné ofan á eitt rúmið, þar sem hann lá og
starði upp í loftið.
„Við yrðum öll bandvitlaus á viku,“ tuldraði hann.
Drengirnir tveir komu inn og sögðu ferðasöguna. Afi
hafði verið kátur í upphafi, en kannski svolítið spenntur á
taugum. En eftir því sem þeir fjarlægðust borgina óx geðs-
hræring hans og undrun. Brátt hætti hann að hotta á
hrossið og stöðvaði það. Þeir voru varla komnir tíu mílur út
fyrir borgina þegar þeir snéru við og nú var Fred frændi í
ekilssætinu. Afi hnipraði sig saman á vagngólfinu og reyndi
að fela sig fyrir víðáttumiklum himninum og hvíslaði
stöðugt að Fred að fara hraðar. Hann hafði ferðast um
fjögur þúsund míla veg á þetta víðfeðma svæði — til þess
eins að komast að því að hann þjáðist af víðáttufælni. Þetta
var síðasta ferð hans út á bersvæði sléttunnar. Hann gaf
upp á bátinn fyrir fullt og allt hugmyndina um eigið býli.
(Að vísu tók hann sér ferð á hendur til Mortlach árið 1928
til þess að gera við strompinn hennar Theclu frænku, en
það var af greiðasemi við einn úr fjölskyldunni. Jafnvel þá
varð Fred frændi að keyra hann í lokuðum Ford sedan um
miðja nótt og líma dagblöð fyrir gluggana svo að hann sæi
ekki út). Það var ekkert annað fyrir hann að gera en hverfa
að sínu gamla starfi við múrverkið í bænum Moose Jaw þar
sem tré og háar byggingar skýldu honum fyrir víðáttunni.
Ef til vill voru forlögin honum hliðholl því víst vegnaði
honum vel frá þeim tíma og þar til kreppan skall á, sem var
um svipað leyti og ég fæddist.
En samt — afi hafði alla tíð samviskubit yfir að hafa ekki
sest að við búskap. Ef til vill var það samviskan sem knúði
hann til að senda föður minn til vinnu hjá nautgripabónda
uppi í hæðunum, daginn eftir að hann varð átján ára.
Annað atriði: hann gifti Theclu frænku lúterskum hveiti-
ræktarbónda í Mortlach. Sá þreskti, í alvöru talað, fimm
hundruð ekrur af hveiti á hverju hausti. Fred frændi var
elstur og var nánastur afa (hann hafði unnið sem aðstoð-
armaður hjá honum við múrverkið áður en þeir gerðust
innflytjendur) svo hann hélt sig í bænum og bjó í íbúðinni
fyrir ofan járnvöruverslunina.
Ég man fátt frá þeim dögum þegar faðir minn stundaði
nautgripabúskapinn, nema rykstrókana og horaðar skepn-
umar sem drógust frá einum hluta landareignarinnar til
annarar. Að endingu áttum við ekki fleiri nautgripi og enga
peninga til að kaupa fleiri og ekkert til að gefa þeim, ef við
hefðum getað keypt þá, nema burstajafna sem óx villt og
rússneska þistla. Því fluttum við til afa og ömmu í Moose
Jaw og þáðum af bænum. Það var betra en að vera á búinu
þar sem ekkert var við að vera nema horfa á skrælnaðar
jurtir hrekjast fyrir vindi í húsagarðinum. Við hefðum
hvort eð var þurft að fara inn í bæinn einu sinni í viku til
þess að sækja saltfiskinn og svínakjötið sem úthlutað var af
ríkinu. Afi var feginn að hafa okkur, því þegar pabbi fór
niður í járnbrautarportið til að sækja matarskammtinn, þá
sótti hann líka fyrir afa. Pabbi kvartaði aldrei yfir því að
þurfa að standa í biðröð eftir þessari ölmusu, en afi hefði
fyrr soltið í hel. „Fjandans stjórnin rekur okkur fyrst út á
gaddinn“, sagði hann. „Svo ætlast þeir til að við bíðum í
röð eftir fjárans úrganginum sem þeir eitra fyrir okkur
með“.
Það var í þá daga sem við hlustuðum sem mest á útvarpið
hans afa. Það var í ógnarstórum skáp úr svartri valhnot sem
afi taldi sér trú um að hann hefði fengið fyrir slikk hjá
fornsala á Riverstræti. í miðjunni glóði græn pera til marks
um að vírarnir væru að hitna. Á því var líka röð af tökkum
með stórum flúruðum upphafsstöfum og skífa með nöfn-
um á borgum eins og Tokyo, Madrid og Chicago. Þó við
reyndum á köldum vetrarkvöldum að stilla nálina á þessar
stöðvar til að heyra leikrit á japönsku eða rússnesku, náð-
um við bara CHMJ-stöðinni í Moose Jaw, hjarta hveiti-
beltisins. Þrátt fyrir það lá ég klukkustundum saman á
gólfinu og horfði á blómamynstrið í efninu sem huldi há-
talarann, meðan ég hlýddi á annan heim, sem bjó yfir
leyndardómum og töfrum.
Þegar sá dagur rann að afi fékk ekki lengur vinnu við
múrverkið, setti hann eldhússtól fyrir framan útvarpið og
hélt sig þar alfarið, nema þegar hann brá sér á Vilhjálm
kóng, þar sem Fred frændi var nú öllum stundum. Pabbi
hafði einhvern veginn náð sér í vinnu við gatnagerð hjá
bænum og fékk í laun fimmtíu cent á dag. Enn seig þó á
ógæfuhliðina. Dag nokkurn um haustið 1937 komu menn
frá Rafmagnsveitunni í Moose Jaw og lokuðu fyrir raf-
magnið vegna vanskila. Afa reyndist erfitt að hafa ekki
útvarpið. Ekki bara það að nú hafði hann ekkert að gera
heldur varði hann nú öllum sinum tíma í að hugsa um það.
Hann starði út um gluggann sem snéri út í húsasundið
aftan við járnvöruverslunina. Bakhliðin á þvottahúsinu
Regnboganum var það tilkomumikla umhverfi sem hér
bauðst.
Við þetta sat hann rétt fyrir jólin, daginn sem hann gerði
uppgötvunina. Pabbi og Fred frændi voru að rífast um
hverjum mætti kenna um kreppuna — R. B. Bennett for-
sætisráðherra eða kanadíska Kyrrahafsjárnbrautarfélag-
inu. Allt í einu snéri afi sér frá glugganum. Á andliti hans
var nýr dularfullur svipur.
„Hvert liggur þessi vír?“ sagði hann.
„Vír,“ sagði Fred frændi og litaðist annars hugar um
herbergið. Hann sló létt á vasa sinn í leit að vír.
„Hvaða vír?“ sagði pabbi.
Afi nikkaði í átt að glugganum. „Vírinn sem liggur þarna
fram hjá glugganum."
Hann benti á tvöfaldan rafmagns’vír sem lá frá staur í
húsasundinu inn í húshliðina hjá okkur. Það var inntakið
fyrir járnvöruverslunina.
„Detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði. Sjáðu nú þetta
maður,“ sagði afi og brosti eins og fáviti.
„Þú er snarvitlaus“, sagði Fred. „Það er útilokað að þú
getir leitt í þessa línu. Þeir kæmust að því eins og skot“.
Amma, sem alltaf heyrði allt sem sagt var, kallaði úr
eldhúsinu: „Pabbi gamli, láttu nú vera að gera einhverja
vitleysu sem yrði til þess að við fengjum öll rafmagnslost".
254 Heima er bezt