Heima er bezt - 01.07.1988, Side 40
„Útvarpið mitt!“ Afi var minn var ekki stórvaxinn mað-
ur, en krafturinn var eins og í hjólsög. Hann lagði af stað
eftir ganginum, komst á tölt og síðan á stökk og hélt allan
tíman glasinu í útréttri hendinni svo ekkert færi til spillis.
Hann þeyttist inn úr dyrunum og stöðvaðist á punktinum
fyrir framan útvarpið sem stóð þarna eins og ekkert hefði í
skorist nema hvað það hafði færst svo sem eitt fet til vinstri
frá stólnum.
„Ó Mósesar heilaga tánögl! hvað gengur eiginlega á?“
Amma leit upp með ógnvænlegum svip og kinkaði kolli í
átt að glugganum. Staðfesta hennar róaði hann oftast, en
nú tók hann herbergið að glugganum í tveim feikna stökk-
um og leit út.
„Larry,“ sagði hann og starði út um gluggann, „sæktu
Fred frænda þinn!“ Ég hentist af stað fram eftir ganginum
að íbúð númer átta og kom með Fred til baka. Konurnar
sátu enn við prjónana í hinum enda herbergisins. Amma
prjónaði af rósemi, en það glamraði í prjónunum hennar
mömmu eins og skeytasendi og hún horfði óttaslegin um
herbergið.
„Fred, viltu bara sjá maður?“
Við Fred rukum til hans til að sjá út. Og viti menn, hékk
ekki linumaður frá rafmagnsveitunni í staur sem stóð í
tuttugu feta fjarlægð frá stofuglugganum, og horfðist
næstum í augu við okkur. Hann var að skipta um einangr-.
ara úr gleri; Guð má vita hvað fékk hann til að standa í
slíku um hávetur. Það var greinilegt að hann hafði ekki
tekið eftir heimatilbúna inntakinu, því annars hefði hann
verið búinn að banka uppá hjá okkur. Við urðum að vona
að hann athugaði vírinn ekki nánar. Einu sinni leit hann
upp í upplýstan gluggann þar sem við stóðum allir og
góndum á hann í rökkrinu. Hann brosti til okkar og veifaði
í kveðjuskyni. Hann hélt víst að við værum að dást að
vinnubrögðum hans.
„Veifið til hans!“ skipaði afi. Við veifuðum allir þrír sem
óðir værum til línumannsins, í þeirri von að hann héldi að
við kynnum svona vel að meta störf hans. Á meðan
muldraði afi þó ýmislegt miður fallegt um forfeður þessa
manns.
Að lokum var verkinu lokið, okkur til mikils hugarléttis,
og maðurinn bjó sig undir að feta sig niður. Hann teygði út
hendina til að leita stuðnings — og hjarta mitt stöðvaðist
þegar þungi hans hvíldi aðeins á ólögulegum vírnum. Ég
heyrði útvarpið renna til sem svaraði öðru feti á stofugólf-
inu fyrir aftan mig. Línumaðurinn starði á vírinn sem hann
hélt um. Hann togaði svo sem til prufu og augnaráðið
fylgdi eftir upp að gatinu í veggnum. Hann horfði á afa og
Fred frænda og míg sem stóðum baðaðir ljósi við gluggann.
með tryllingslegt skelfingarbros á vörum, og hendur
hreyfingarlausar yfir höfðum okkar í miðju veifi.
Við sáum á svip hans hvernig smátt og smátt rann upp
fyrir honum hvers kyns var.
Hann brölti yfir á hina hliðina á staurnum og skorðaði
sig svo hann gæti rykkt duglega í línuna okkar.
Á samri stundu hófst afi handa og greip um vírinn okkar
meginn við vegginn. Hann vafði honum um hendur sér og
skorðaði fæturna við gólflistann. Linumaðurinn kippti
kröftuglega í, sem skellti afa næstum því í vegginn. Ég man
að ég hugsaði um það hvað línumaðurinn hlyti að vera
mikið hraustmenni að fara svona með afa.
„Fred, moðhausinn þinn!“ hrópaði hann. „Komdu þér
hingað og togaðu í línu áður en þessi fúli tíkarsonur togar
mig í gegnum vegginn".
Fred frændi rétt náði vírnum áður en maðurinn á
staurnum rykkti í aftur og nú af enn meiri krafti. Frá
glugganum sá ég hvernig línumaðurinn stífnaði af reiði og
einbeitni. Mjór vírinn sagaðist þarna fram og aftur í gegn-
um gatið í veggnum í að minnsta kosti tíu mínútur, og
höfðu andstæðingarnir betur til skiptis. Bölvið á okkar hlið
var orðið mjög hávært og illskeytt. Ég heyrði auðvitað ekki
í línumanninum en ég sá hann — hvernig munnurinn
herptist saman í fúkyrðum, og augnaráðið sem hann sendi
mér upp í gluggann, á meðan hann togaði, var aldeilis
hræðilegt. Ég veit að hann var ekki að fara með faðirvorið.
Með vissu millibili dró niður í bölvinu í afa. Undanfari
þess var viðvörun frá ömmu: „Svonanú pabbi gamli, láttu
ekki drenginn heyra þetta“. Síðan hélt hún áfram að prjóna
og lét eins og ekkert væri meðan hressilegt bölvið í afa náði
hámarki á ný.
Línumaðurinn hlýtur að hafa verið afskaplega vel á sig
kominn líkamlega, því brátt fór að halla á okkar lið. Afi
hrópaði á ömmu og mömmu, og jafnvel mig að veita lið
með því að henda okkur á línuna. En konurnar neituðu að
leggja frá sér prjónana og vildu ekki láta spilla mér. Ég gat
hvort eð var ekki farið af vaktinni við gluggann.
Það hallaði á ógæfuhliðina fyrir afa og Fred frænda.
Stóra útvarpið hafði smátt og smátt mjakast yfir gólfið
þvert og var nú komið upp að þeim aftanverðum og haml-
aði þeim í slagnum.
„Larry!“ hrópaði afi. „Er hann nokkuð að gefa sig?“
Hann óskaði þess sárlega að ég svaraði játandi, en það
var ekki til nokkurs.
„Það er ekki útlit fyrir það,“ sagði ég. Afi greip nú af
krafti til blótsyrða sem ég hafði aldrei fyrr heyrt. Ný atlaga
við línuna og afi rak hnúana í vegginn og skrámaði sig.
Hann leit út fyrir að vera orðinn lúinn og kominn að því að
gefast upp. Línan var strengd og hann kominn upp að
veggnum. Hann snéri höfðinu og horfði skáhallt á mig. Þá
kom glampi í augun.
„Allt í lagi Fred“, sagði hann. „Ef honum er svona áfram
256 Heima er bezt