Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Side 41

Heima er bezt - 01.07.1988, Side 41
um að ná þessum fjanda — þá látum við hann bara hafa það. Þeir slepptu báðir — og ekkert gerðist. Ég fylgdist með línumanninum, sem í bókstaflegri merkingu vatt sig upp fyrir úrslitaárás á vírinn, án þess að hafa hugmynd um yfirvofandi hættu. Mig langaði af ein- skærri hjartagæsku að kalla til hans viðvörunarorð. En það var of seint. Með ógurlegu bakfalli hvarf hann sjónum mínum handan rafmagnsstaursins. Hávaðinn var eins og eftir gjöreyðingarsprengju og firrti mig næstum viti. Það var eins og sprengja hefði fallið á íbúð afa. Öll rafmagnstæki og rafljós sem amma átti til í eigu sinni komu fljúgandi inn í setustofuna, endurköstuðust frá veggnum og slógust hvert í annað. Borðlampi úr svefn- herberginu lenti á hnénu á Fred frænda og endurvarpaðist þaðan. Útvarpið hentist í vegginn og við skellinn slitnuðu vírarnir úr sambandi. Með blossum og eldglæringum þeyttist dótið hennar ömmu í stofuvegginn. Eins og villt kirsuber á vínviði straukst það af vírnum þegar hann skaust í gegnum gatið. Þögnin sem fylgdi veitti líkn. Síðdegis- dimman lagðist hægt yfir herbergið. „Guð minn almáttugur í himnasal!“ sagði afi. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar næsta holskefla reið yfir. Blóðið fraus í æðunum við stórskotahríðina, skellina og öskrin þegar nágrannar okkar í blokkinni horfðu á lampa sína, útvörp, straujárn og brauðristar hendast ofan af borðum og verða að ruslahaug við götin á veggjunum þar sem rafmagnið var leitt inn „frítt“. Fred frændi varð bleikur sem nár. Ég leit út um gluggann. Línumaðurinn sat dasaður á jörðinni við rafmagnsstaurinn. Hann sendi mér enn eitt hatursfullt augnaráð og brá svo einbeittur á svip klippum sínum á vírinn okkar. Hann límdi fyrir endann og stormaði síðan út i myrkrið. Afi stóð í miðri kösinni í setustofunni og athugaði í dimmunni hugsanlegar skemmdir á sínu hjartfólgna út- varpi. Amma sat í ruggustólnum, prjónaði sokka og þver- neitaði að viðurkenna það stórslys sem hér hafði orðið. Það var afi sem átti að lokum fyrstu orðin. „Þeir voru heppnir“, sagði hann. „Ég kalla Guð til vitnis um að þeir mega þakka sínum sæla fyrir að hafa ekki rispað útvarpið mitt“. Þýöandi: Margrét Björgvinsdóttir. Ingvar Agnarsson: Söngur öldunnar Ég fæddist í hafi sem örlítil alda og áfram ég rann fyrir blíðvindum þýðum ég bylti mér um sem í bernskuleik glöðum og blærinn mig elti á sæfleti víðum. En bráðlega geisaði stormurinn stríði og steðjaði áfram með feiknlegum krafti hann hratt mér á undan sér æðandi óður og öskrandi rumdi, sem laus væri’ úr hafti. Ég hamstola öslaði og stikaði stórum því stormur mig knúði og lamdi og tætti, sem ógnvænleg holskefla ég geisaði um græði og grimmlega réðist á allt sem ég mætti. Eg braut sundur skipin og bátana smáu og bylti þeim um svo að enginn varð friður, og horn mín ég rak beint á hamra og dranga og hamstola reyndi ég að mylja allt niður. En stormurinn hvarf, þá kom lognið hið ljúfa, ég lagði mig fyrir og sofnaði hljóður, og börnin sem litu út á blikandi hafið þau blessuðu daginn, sem nú var svo góður. Heima er bezt 257

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.