Heima er bezt - 01.07.1988, Page 42
s
Oskar Þórðarson frá Haga
Úr j ólaleyfi að Reykholti
í janúar 1937
Þegar jólafríinu var lokið og komið
árið 1937 var farið að hugsa til ferðar í
skólann að nýju. Það hafði snjóað
allmikið um og milli hátiðanna. Ein-
hvernveginn höfðum við Guðmundur
á Fitjum samband okkar á milli þótt
ekki væri kominn sími heima hjá mér
og við ákváðum að verða samferða.
Guðmundur átti lengri leið að fara
eða um það bil átta til niu kílómetra.
Skorradalsvatn var komið á góðan
gönguis en það var mikill snjór á ísn-
um og færi því þungt. Guðmundur
var þá á tuttugasta og fyrsta árinu, en
ég á því seytjánda. Ekki man ég hvort
hann kom við heima hjá mér eða
hvort ég fór í veg fyrir hann á ísnum i
en nú lá leiðin ekki lengur eftir ísi-
lögðu vatninu heldur héldum við nú
yfir hálsinn hjá Skálpastöðum og yfir í
Lundarreykjadal og komum norður
af hjá Skarði.
Svo sem allir vita er tími dagsbirt-
unnar ekki langur um þetta leyti árs, í
byrjun janúar, og sjálfsagt hefur
Guðmundur tekið daginn snemma,
þar sem svo löng leið var fyrir hönd-
um. Ekki hygg ég að við höfum haft
nokkra fasta áætlun um hve langt
okkur tækist að komast á þessum
degi, vorum við þó vissir um að það
væri okkur ofætlun að komast alla
leið að Reykholti samdægurs. Því réði
færðin eða réttar sagt ófærðin, því að
þótt þung væri gangan á sléttum ísn-
um var hún talsvert verri og ójafnari á
hálsum og mýrarflákum. Guðmundur
var harðfengur göngumaður og sjálf-
sagt hefur hann borið meiri hlut við
að troða slóðina í snjóinn, „fara á
undan,“ eins og við kölluðum það.
Þótt aldursmunur okkar væri ekki
nema tæplega fjögur ár, munaði um
það á þessu skeiði æfinnar og hann
var óumdeilanlega foringi þessarar
ferðar, þó hann af hæversku sinni,
mörgum árum síðar, þegar við rifjuð-
um upp þetta ferðalag, gerði ákaflega
lítið úr sinni forystu. Ég naut þess að
vera fremur léttur á fæti og hafa
sæmilegt úthald og einnig, að ég held,
þess að flesta daga þess hálfa mánað-
ar sem jólafríið stóð, var ég ýmist á
rölti á rjúpnaveiðum eða við að smala
og reka heim sauðfé, sem einmitt á
þessum tíma árs var venja að taka á
hús hefði veðráttan ekki verið því
verri fram til jóla.
Ekki man ég nú glöggt þessa ferð
okkar meðan við óðum snjóinn og
fórum yfir Grímsá sem rennur um
Lundarreykjadal á ís. Við fórum fram
hjá nokkrum bæjum þar sem við
hirtum ekki um að nema staðar,
sennilega vegna þess að við vildum
komast sem lengst áleiðis meðan ekki
þrengdi að okkur þreyta að mun. Við
vorum heppnir með logn dagsins því
að snjórinn lá þannig að ef hvesst
hefði yrði varla lengi ferðafært.
Það var orðið áliðið dags, komið
myrkur, þegar við komum að Stóra-
Kroppi, og hvort sem það hefur verið í
áætlun okkar að biðjast þar gistingar
eða ekki, ákváðum við að fara ekki
lengra þann daginn. Á Stóra-Kroppi
bjuggu Kristleifur Þorsteinsson og
Snjáfríður Pétursdóttir. Þar var okkur
mjög vel tekið, en ekki man ég hve
Snorralaug í Reykholti.