Heima er bezt - 01.07.1988, Side 44
SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR
Svo byrjaði Lilja með Sævari, sem þá var eiginmaður
Fjólu. Hún var með honum nokkrum sinnum og eitt sinn
þegar hann svaf hjá henni, komu ívar og X daginn eftir.
Lilja og ívar rifust hástöfum og ég forðaði mér út og X fór
með mér. Hann bauð mér á matsölustað og á ball um
kvöldið. Ég þáði það. Svo byrjuðum við saman og ég
elskaði hann óskaplega mikið. Lilja var ferlega fúl út af
þessu, en ég vissi ekki þá að hún var sjálf ástfangin af
honum.
Svo liðu nokkrir mánuðir og allt í einu þá varð hún glöð
yfir sambandi okkar X. Hún óskaði mér alls hins besta, en
fór svo að tala um að það væri eitthvað dularfullt við X.
Hún sagðist vera viss um að hann væri giftur og spurði
hvers vegna hann kynnti mig ekki fyrir fjölskyldu sinni. Við
vorum nefnilega búin að ákveða að gifta okkur í ágúst og
ætluðum að halda sambandi okkar leyndu þangað til. Lilju
tókst að sá frækorni efans í huga mér, en ég reyndi að
hrinda því frá mér. Ég vildi ekki trúa því að hann væri
giftur. Ég gat ekki sagt X frá þessum efasemdum, því að ég
vissi að honum myndi sárna vantraust mitt, svo ég þagði.
Tíminn leið og allt gekk vel. Við vorum oftast í íbúð X, en
eitt skiptið veiktist Lilja og við sváfum í íbúðinni hjá henni.
Daginn eftir ók X mér í vinnuna og ætlaði að hitta mig
heima eftir vinnudag. Ég fékk að fara heim aðeins fyrr en
venjulega og fór inn í herbergið mitt til að skipta um föt. Þá
sá ég mynd, sem stóð undan rúminu mínu. Ég tók hana upp
og á myndinni var ung, falleg kona með lítinn dreng. Ég leit
aftan á myndina og trúði ekki mínum eigin augum. Það
voru skrifaðar ástarkveðjur til X frá eiginkonu og syni, og
þau vonuðu að hann kæmi brátt alkominn heim og svo
framvegis. Mér hefur aldrei á ævinni orðið eins hverft við.
Mér leið óskaplega illa og fór að gráta. Þá kom Lilja og fékk
að vita hvað hefði komið fyrir. Hún var afskaplega góð og
umhyggjusöm og reyndi að hugga mig. Hún fékk mig til að
skrifa X bréf og segja honum að öllu væri lokið á milli
okkar, ég ætti kærasta sem væri nýkominn að utan og
eitthvað í þeim dúr. Lilja afhenti honum síðan bréfið þegar
hann kom að heimsækja mig. Síðan hef ég ekki séð hann.
Næstu vikur voru erfiðar, og ég grét mig í svefn á hverju
kvöldi.
Lilja hætti skyndilega að fara út að skemmta sér og eyddi
öllum sínum frístundum með mér. Hún vildi allt fyrir mig
gera og var mér óskaplega góð. Mér fannst henni líða illa
og hefði þungar áhyggjur af einhverju. Ég hélt að hún
vorkenndi mér svona mikið. Hún átti erfitt með að horfast i
augu við mig og mér fannst stundum að hún væri þjökuð af
iðrun eða einhverju því um líku. Svo fluttum við vestur í
bæ, eins og þú veist, Þröstur.“
Þröstur kinkaði kolli alvarlegur á svip og Rut hélt frá-
sögn sinni áfram:
„Mér fór að líða betur og Lilju líka. Hún varð ástfangin
af Svani, sem leigði okkur íbúðina. Þau voru mikið saman
og ég gladdist vegna Lilju. Hún breyttist mikið eftir að hún
fór að vera með Svani, og sú breyting var öll til góðs. Mér
fannst hún ekki eins kvalin og áður. Ég fór að sætta mig við
að elska X ennþá og fyrirgefa honum svik hans við mig. Ég
vildi ekki hugsa um neitt nema það hve góður hann hafði
verið mér. Stundirnar sem ég átti með honum voru ein-
hverjar þær ljúfustu sem ég hafði átt á ævi minni.
Kvöldið áður en ég flutti hingað heim, kallaði Svanur á
mig þegar ég var að koma heim úr vinnunni að hann bað
mig að vera heima þetta kvöld. Ég hafði ætlað til ömmu í
Hvammi, en hætti við það. Seinna um kvöldið kom Svanur
með Lilju og var hún svo drukkin, að hún stóð ekki á
löppunum hjálparlaust. Hann sagði að hún vildi tala við
mig og fór svo. Þá sagði Lilja mér hvað hún hefði verið
hrifin af X, og ekki getað unnt mér þess að fá hann. Hún
varð svo blinduð af afbrýðisemi og gremju vegna þess að
hún hafði boðið honum sig, en hann hafnað henni. Hún
játaði að hafa látið myndina undir rúmið mitt og hann væri
ekki giftur. Myndin var af einhverri frænku hennar.
Nú skildi ég hvað hafði angrað hana lengi. Hún hafði
mikla sektárkennd vegna þess sem hún gerði mér. Ég átti
erfitt með að trúa þessu. Ég gat ekki skilið hvernig hún gat
gert þetta. Ég varð svo sár og reið að ég sagðist aldrei vilja
sjá hana framar. Svanur kom og sótti hana og svo hringdi
ég í mömmu daginn eftir. Afganginn veistu. Ég get ekki
fyrirgefið Lilju ennþá, en ég er ekki jafn reið og áður.“ Rut
þagnaði og starði á tærnar á sér.
Þröstur horfði með meðaukun á hana. Mikið hafði henni
260 Heima er bezt