Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Qupperneq 48

Heima er bezt - 01.07.1988, Qupperneq 48
söng og samræður. Jón og Heba fóru að sofa rétt eftir miðnætti, en ungmennin þrjú vöktu lengur. Að lokum gafst Rut upp og bauð góða nótt. Hún var fljót að sofna og vaknaði ekki fyrr en komið var hádegi daginn eftir. Hún klæddi sig og gekk niður. Eftir hádegismatinn fóru allir heim til foreldra Fjólu nema Rut. Hún vissi ekki hvað hún átti að gera þegar þau voru farin. Þetta var í fyrsta skiptið síðan hún fæddist, sem hún var ein á jóladag. Hún reyndi að lesa, en festi ekki hugann við efnið og gafst því upp. Henni varð ósjálfrátt hugsað til Hlyns. Hvað skyldi hann vera að gera núna? Hvernig leið honum? Rut andvarpaði. Hún átti ekki að hugsa um hann, en gat ekki annað. Ef Lilja hefði ekki eyðilagt allt saman væru þau saman núna og hún orðin eiginkona hans. En það þýddi ekki að hugsa um það ef. Það var allt búið og því yrði sennilega ekki breytt. Myndi Hlynur geta fyrirgefið Lilju, ef hann vissi hvað hún hafði gert? Rut gat ekki svarað þeirri spurningu. Hún vissi að hann var góður maður, en hversu gott sem fólk var, getur það ekki fyrirgefið hvað sem er. Rut varð hugsað til samtals þeirra Svans í gærmorgun. Henni fannst hún hafa verið ósanngjörn við hann og skammaðist sín fyrir það. Ég ætti kannski að hringja í hann og biðjast afsökunar, sagði hún upphátt við sjálfa sig. Hann átti ekki skilið af mér að láta svona. Ég ætti kannski að fyrirgefa Lilju í leiðinni. Jólin eiga víst að vera hátíð friðar og kærleika. Væri það ekki kærleiksverk að sættast við hana. Svanur hefur rétt fyrir sér, hugsaði Rut. Okkur myndi báðum líða betur ef við yrðum vinkonur á ný. Það er gert sem er gert og verður ekki tekið aftur. Rut var drykklanga stund á báðum áttum. Átti hún eða átti hún ekki að gera þetta? Að lokum sigraði betri helm- ingurinn. Hún ákvað að fara til þeirra í staðinn fyrir að hringja. Hún klæddi sig í þykka ullarkápu og ákvað að fá bíl bróður síns lánaðan. Hún hringdi í hann og spurði hvort hún mætti fara á bílnum. Þröstur gaf henni leyfi til þess og andartaki síðar ók hún heim til Lilju og Svans. Svanur kom til dyra þegar hún hringdi dyrabjöllunni. Hann horfði undrandi á hana eitt augnablik, en síðan ljómaði andlit hans af gleði. „Ég kom til að biðjast afsökunar á því sem ég sagði í gær,“ sagði Rut og brosti vandræðalega. „Það er löngu fyrirgefið,“ sagði Svanur hlýlega. „Viltu koma inn?“ „Er það frekja af mér að biðja þig að fara í heimsókn upp á loft?“ spurði Rut og tvísté i dyrunum. „Nei.“ Svanur faðmaði hana að sér og ýtti henni inn, en fór sjálfur út. Hann vissi hvað hún ætlaði að gera og það gladdi hann ósegjanlega mikið. Rut gekk inn í stofudyrnar og horfði á Lilju, sem sneri baki í hana. „Hver var það, ástin mín?“ spurði hún, án þess að snúa sér við í sófanum. „Bara ég,“ sagði Rut hljóðlega. Lilja hrökk við og sneri sér að henni. Hún horfði van- trúuð á Rut. Var hún að sjá ofsjónir, eða var hún að verða vitlaus. „Til hamingju með trúlofunina,“ sagði Rut sem stóð enn í sömu sporum. „Ó, þakka þér fyrir,“ sagði Lilja vandræðalega. Hún vissi hreinlega ekki hvað hún átti að gera af sér. Til hvars var Rut eiginlega komin? Ætlaði hún að fyrirgefa henni? Nei. það var of gott til að vera satt. „Ætlarðu ekki að bjóða mér inn?“ spurði Rut vingjarn- leg. Hún sá hvernig Lilju leið og skammaði sjálfa sig í huganum fyrir að hafa gaman af því. „Ha ... ó ... jú ... gerðu svo vel,“ stamaði Lilja og settist aftur í sófann. Hún gat ekki staðið lengur. Fæturnir hreinlega neituðu að bera hana. Rut gekk til hennar og settist hjá henni. „Lilja,“ sagði hún hægt. „Ég kom til að sættast við þig.“ „Ert. . . ertu að meina þetta?“ Örlítil von kviknði í brjósti Lilju. „Já, mér er fyllsta alvara, Lilja.“ Eitt andartak sat Lilja grafkyrr, en faðmaði síðan Rut að sér. Tárin runnu niður kinnar hennar og hún barðist við grátinn, sem vildi brjótast fram. Rut tók utan um hana og fannst þungu fargi létt af sér. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði hún lágt, „en ég vil að við verðum vinkonur áfram, Lilja. Þú gerðir mér hræðilegan grikk, en það lagast ekki þótt við verðum óvinir. Ég gleymi þessu aldrei, en ég get að minnsta kosti fyrirgefið þér og hætt að ásaka þig.“ „Ó. Rut,“ hvíslaði Lilja. „Ég hef saknað þín svo mikið og mér hefur liðið illa út af þessu, sem ég gerði þér. Ég bjóst ekki við að þú gætir nokkurn tímann fyrirgefið mér. Þú ert einhver sú besta stúlka sem ég hef kynnst.“ „Svona, enga væmni,“ sagði Rut glaðlega. „Hættu nú þessum skælum, stelpa, og reyndu að standa þig í hús- móðurstöðunni. Ég er orðin kaffiþurfi.“ Lilja reis upp og þurrkaði tárin. Hún reyndi að brosa, en það varð aðeins gretta. Rut gekk á eftir henni inn í eldhúsið og settist við borðið. „Eins og þú veist, kann ég alltaf best við mig í eldhús- inu,“ sagði hún glaðlega. „Já, ég man það,“ svaraði Lilja og var að jafna sig. Þegar Svanur kom nokkru seinna, sátu þær og drukku kaffi og spjölluðu saman. Hann las gleðina úr andliti Lilju og vissi hvað hafði skeð. Hann settist hjá þeim og Rut gleymdi alveg tímanum. Henni leið vel og fannst hún vera helmingi léttari þegar hún fór, en þegar hún kom. Hún fór ekki heim fyrr en um miðnætti. Foreldrar hennar voru sofnaðir, en Þröstur og Fjóla sátu í stofunni og lásu í bókum. Rut settist hjá þeim og tók sér bók í hönd. Hana langaði að tala við Þröst, en gat það ekki meðan Fjóla var hjá þeim. Hann sá að henni lá eitthvað á hjarta og ætlaði því ekki að verða Fjólu samferða upp, þegar hún færi. Það leið nokkur stund, áður en hún stóð upp og kvaðst ætla í háttinn. Þröstur bauð henni góða nótt með kossi og sagðist koma rétt bráðum. Þegar Fjóla var farin, sneri hann sér að Rut. „Jæja, hvað liggur stúlkunni minni á hjarta?“ sagði hann. „Veistu hvert ég fór í dag?“ spurði Rut brosandi. 264 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.