Heima er bezt - 01.07.1988, Side 49
„Nei, hvernig ætti ég að vita það.“
„Ég fór til Lilju.“
„Nú?“ Þröstur var undrandi og reyndi ekki að leyna því.
„Ég fór til þess að sættast við hana,“ sagði Rut rólega.
„Mér líður miklu betur núna.“
„Jæja. Það var gott,“ sagði Þröstur hlýlega. „Hvernig
gastu gert þetta?“
„Æi, ég veit það ekki. Ég gerði það bara. Punktum og
basta.“
„Hún metur það vonandi við þig.“
„Hún gerði það, Þröstur. Þú hefðir átt að sjá hana þegar
ég birtist. Ég hef aldrei séð Lilju jafn vandræðalega. Hún
vissi hreinlega ekki hvernig hún átti að vera. Hún er búin
að opinbera.“
Þröstur klóraði sér í höfðinu og vissi ekki hverju hann
ætti að svara. Systir hans átti auðvelt með að koma fólki á
óvart. Aldrei hafði honum dottið í hug að hún myndi fyr-
irgefa Lilju, svona allt í einu. En það var auðvitað ágætt út
af fyrir sig. Hann var viss um að hann hefði aldrei getað
fyrirgefið Lilju, ef hann hefði verið í sporum Rutar. En Rut
var ekki venjuleg manneskja. Hún var allt of góð og blíð og
hann var hræddur um að einhver myndi misnota þessa
eiginleika hennar.
Það var engu líkara en Rut hefði lesið hugsanir hans.
„Þú skalt ekki hafa áhyggjur af mér,“ sagði hún. „Mér
finnst að það ætti að gleðja þig að við Lilja erum sáttar.“
„Nei, það er satt,“ sagði Þröstur og brosti. „Auðvitað er
ég hreykinn af þér, Rut. Það hefðu fáir gert þetta sama í
þínum sporum.“
„Ekki neinar lofræður núna, takk,“ sagði Rut hlæjandi.
„Ég hef fengið nóg af þeim í dag. Ég held að við ættum að
koma okkur í rúmið. Var annars gaman í dag?“
„Já, þú hefðir átt að koma með.“
„Nei, ég þekki foreldra Fjólu ekki neitt.“
„Maður kynnist ekki fólki ef maður hittir engan,“ sagði
Þröstur og stóð upp.
„En þú getur hitt þau á morgun. Mamma bauð þeim i
kaffi."
Rut brá en hún leyndi því vel.
„Góða nótt, Þröstur,“ sagði hún og hraðaði sér upp í
herbergið sitt. Hún háttaði og skreið upp í rúmið, en hugur
hennar var í uppnámi. Foreldrar Hlyns kæmu á morgun.
Hvað átti hún að gera? Ekki gat hún stungið af, það myndi
vekja grunsemdir hjá Þresti og Smára líka. Hann yrði ekki
lengi að leggja saman tvo og tvo og fá út fjóra. Hann var
alltof glöggur. Það hafði ruglað dæmið hjá honum þegar
Þröstur sagði honum frá því að hún hefði verið með giftum
manni, en hann myndi reikna rétt ef hún forðaðist að hitta
foreldra hans. Af hverju gat hún ekki hætt að elska Hlyn.
Af hverju þurfti hún að þrá hann svona mikið?
Það leið langur tími þar til Rut sofnaði.
Hlynur Víðisson spurði sjálfan sig þessarar sömu spurn-
ingar hvað eftir annað. Hann gat ekki gleymt Rut né hætt
að elska hana. Þegar hann kom austur í Stóruvík fyrir
rúmum fjórum mánuðum, hafði hann verið ákveðinn í að
gleyma henni. Hann sökkti sér niður í vinnu og tók sér
aldrei fridag. Skipsfélagar hans mátu hann mikils og honum
líkaði vel við þá. Þegar þeir voru í landi fóru þeir á ball, en
Hlynur skreið í rúmið og fór að sofa. Á sjónum hafði hann
engan tíma til að hugsa um Rut og þá leið honum vel. Hann
fann lika alltaf eitthvað að gera og við það óx hann í áliti
hjá skipstjóranum, án þess að vita það sjálfur. Þá komu
tímar sem hann hafði ekkert að gera, og þá leitaði hugur
hans til stúlkunnar sem hann elskaði, ósjálfrátt. Hann
reyndi að hugsa ekki um hana, en hugur hans neitaði að
hlýða. Þó hafði honum aldrei liðið eins illa og þessi jól
núna. Togarinn sem hann var á yrði í höfn öll jólin og
Hlynur vissi hreinlega ekki hvað hann átti að gera af sér.
Hann leigði hjá skipstjóranum, sem jafnframt hafði hann i
mat. Hann og kona hans voru alúðleg og reyndu að láta
honum líða vel hjá þeim. Hann reyndi að vera sem mest í
herberginu, án þess að sýna ókurteisi. Og þessa fyrstu
jólanótt, fjarri ástvinum sínum, gat hann ekki um annað
hugsað en Rut. Hvernig sem hann reyndi gat hann ekki
rekið hana úr huga sér. Hann fann til afbrýðisemi og
gremju þegar hann hugsaði til þess að núna lægi hún í
faðmi mannsins sem hún elskaði, og hvíslaði ástarorðum
að honum. Hvernig gat hún verið svona fölsk, hugsaði
hann gremjulega. Hvernig gat hún verið svona blíð og góð
við mig, en verið að leika sér að mér allan tímann. Ég skil
þetta alls ekki. Hún gaf mér sjálfa sig og hún hafði aldrei
verið með karlmanni áður. Svo svíkur hún mig. Þetta getur
ekki hafa verið svona. Það er eitthvað athugavert við þetta.
Mér er skapi næst að halda að hún hafi hrifist af einhverj-
um eftir að hún byrjaði að vera með mér, en sagt mér að
hún hafi átt kærasta áður en við kynntumst, af þyí að hún
þorði ekki að segja mér hitt. Já, þannig hlýtur það að vera.
Að mér skyldi ekki detta þetta í hug fyrr, það get ég ekki
skilið. Hrifning hennar er víst ekki langvarandi. Hún er
nákvæmlega eins og Lilja. Hrifin af mér í dag og öðrum
þann næsta. Hlynur andvarpaði þungan. Hann hefði
kannski getað fyrirgefið henni, ef hún hefði verið svo
heiðarleg að segja honum þetta sjálf, í staðinn fyrir að láta
Lilju gera það. En auðvitað hafði hún ekki þorað það.
Hlynur fór að hugsa um Fjólu. Hann vonaði að hún væri
jafn hamingjusöm og þegar hann sá hana síðast. Þröstur
leit út fyrir að vera öndvegis piltur. Hann ætlaði að hætta
hérna í febrúar og fara alfarinn suður aftur. Fjóla ætlaði að
gifta sig í lok febrúar og hann yrði kominn suður fyrir þann
tíma. Hann gladdist fyrir hönd systur sinnar. Hún átti það
skilið að eignast góðan mann. Sævar hafði ekki reynst
henni sem best. En einhvern veginn fannst honum að
Þröstur myndi ekki bregðast henni. Svo var Smári búinn að
ná sér í einhverja stúlku. Hann hafði fengið bréf frá honum
um daginn og hann talaði um að hann væri ástfanginn og
og hitti sömu stúlkuna annað slagið. Hann ætlaði ekki að
binda sig, fyrr en hann væri viss um að allt yrði í lagi hjá
þeim. Það fannst Hlyni skynsamlegt, en gat ekki varist
þeirri hugsun að það gæti allt farið út um þúfur, þótt allt
virtist í lagi. Þannig hafði að minnsta kosti farið fyrir hon-
um. En það var ekki sanngjarnt af honum að dæma allar
Heima er bezt 265