Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1988, Qupperneq 51

Heima er bezt - 01.07.1988, Qupperneq 51
Bókahillan Steindór Steindórsson frá Hlöðum ISLENZK ÞJOÐMENNING I. Uppruni og umhverfi Rvík 1987. Þjóðsaga. Það þótti tíðindum sæta, er það fréttist sl. haust að bókaútgáfan Þjóðsaga hyggðist hefja útgáfu mikils ritverks um íslenska þjóðmenningu frá upphafi til vorra daga. Var ritverkið alls áætlað 9 bindi. Raunar var forstjórinn Hafsteinn Guðmundsson þegar kunnur af stórhug í útgáfu og fram- kvæmdum íslenskra fræða, þar sem hann þegar hefir gefið út flestöll hin stærri og merkari þjóðsagnasöfn vor í svo vönduðum útgáfum, að kalla má þær marki tímamót í útgáfu íslenskra þjóðsagna. Fyrsta bindið af hinni miklu menningar- sögu kom út fyrir síðustu jól, en vakti minna umtal, en mátt hefði vænta um svo merkilegt verk, en svo vill oft verða í meg- instraumi bókaflóðsins. Eins og þegar er getið, er ritverkinu ætlað að spanna flest eða öll svið íslenskrar þjóðmenningar þær ellefu aldir, sem land vort hefir verið byggt. Má kalla að þar verði sögð hin innri saga þjóðarinnar. Yfirlit um efni bindanna í for- mála ritsins skýrir frá hversu það sé hugsað. Þar kemur í ljós að gera eigi skil, atvinnuvegum, daglegri önn fólksins, trú- arlífi þess, skáldskap þess, kvæða- og sagnaskemmtun, sjónmenntum, sam- göngum og félagslífi. Eða eins og segir í formála: Verkmenning, Andleg menning og Félagsmenning. Um 40 fræðimenn hafa verið ráðnir til að semja ritið, en ritstjóri er Frosti F. Jóhannsson þjóðháttafræðing- ur. Ef svo tekst til sem áætlað er verður þarna um ómetanlegt verk að ræða fyrir þjóðmenningu vora. Og fyrsta bindið, sem hér liggur fyrir spáir góðu um framhaldið. Er þar ekki minnst um vert, að saman fer þar vísindi og alþýðleg frásögn, sem hver fulllæs maður getur nýtt sér til fullnustu. Raunar er þetta fyrsta bindi að verulegu leyti eins konar inngangur að verkinu öllu. Þar segir frá uppruna þjóðarinnar, og þvi umhverfi, sem hún hefir alist við í bliðu og stríðu. Bindið hefst á skemmtilegum og skáldlegum kafla, sem Haraldur Ólafsson ritar og nefnir Siglt til íslands. Sami höf- undur ritar einnig um fund íslands, upp- runa landsmanna, norska og íslenska samfélagsskipan, landnámið sjálft og tengsli þess við víkingaöldina. Stefán Aðal- steinsson fjallar um líffræðilegan uppruna Islendinga og húsdýra þeirra. Þór Magnús- son segir frá vitnisburði fornminja um forn- byggð landsins, Þorleifur Einarsson gerir grein fyrir myndun þess og mótun, en Sturla Friðriksson fjallar um lífríkið og sambúð mannsins við það í tímanna rás. Þá lýsir Páll Bergþórsson veðurfari lands- ins fyrr og nú. Má segja, að þessar ritgerðir skapi undirstöðu þess, sem á eftir á að fara, þ.e. hvernig menning hefir þróast í þessu umhverfi, sem landnámsmenn sett- ust að í, og við þau kjör sem breytileg nátt- úra bauð þeim og niðjum þeirra. Sigurður Nordal sagði einhvemtíma á þá leið að landið hefði bmgðist mönnunum, í sumum þessum ritgerðum þykir mér koma í ljós, að mennirnir bmgðust landinu miklu frem- ur en það þeim. Þá ritar Hörður Agústsson um torfbæinn íslenska, gerð hans og þróun, og síðust er grein Guðmundar Ólafssonar um ljósfæri og lýsingu. Sýna þær greinar hversu menn brugðust við um- hverfinu og hagnýttu sér þau efni, sem fyr- ir hendi voru. Upptalning þessi sýnir, að hér er valinn maður í hverju rúmi, en þó þykir mér mestur fengur í ritgerð Þorleifs um jarðfræði landsins og er þar með engri rýrð varpað á hina höfundana. Miklu lengst er ritgerð Harðar Ágústssonar eða nær þriðjungur bókarinnar. En svo rækilega sem lýst er þar húsagerð landsmanna um aldir, sakna ég þess, að ekki skuli vera sagt frá hversu þök á bæjargöngum vom hlaðin saman úr torfi, svo og heil fjós, svo að þar var hvergi spýta í þaki, og vom þó slíkar byggingar til fram á þessa öld. Virðast Is- lendingar hafa kunnað að hlaða bogaþök líkt og erlendir menn steinhvelfda boga. Þynnri enda klömbmhaussins heyrði ég ætíð nefndan munna en ekki sporð. Aldrei vissi ég til að torfstrengurinn væri þynntur í ekki neitt, þótt önnur brún hans væri höfð nokkru þynnri en hin. Þá heyrði ég ætíð talað um að meiri vandi væri að hlaða úr grjóti en klömbm. Má ég vel muna þessa hluti, því á unglingsámm mínum risti ég torf og streng og stakk klömbmr, og að- stoðaði vanan vegghleðslumann í starfi. Leyfði hann oft að ég legði klömbru í lag, en aldrei stein. En því get ég þessa að vel má mat og vinnubrögð hafa verið mismun- andi eftir landshlutum. Myndaval er mikið í bókinni, og ágætar skrár um nöfn og atrið- isorð. Þá þarf ekki að spyrja að frágangi bókarinnar, þar sem Hafsteinn Guðmunds- son hefir um hana fjallað, þar er ætíð sama snillingshandbragðið. Lesandinn hlýtur að dást að bókinni bæði að efni og útliti og bíða framhaldsins með eftirvæntingu. EinarÞ. Guðjohnsen: GÖNGULEIÐIR Á ÍSLANDI Rvík 1988. Almenna bókafélagið. Hinn þjóðkunni ferðagarpur og göngumað- ur Einar Þ. Guðjohnsen ritar hér um göngu- leiðir á svæðinu ofan frá Hvalfirði og suður um Ingólfsfjall og Mosfellssveit, og ljóst er af nafninu að á eftir muni fara samskonar rit um sjálfan Reykjanesskagann þar fyrir sunnan og vestan og síðan um hvern landshlutann af öðmm. Hverri leiðarlýs- ingu fylgir ágætt kort af svæðinu, sem lýs- ingin fjallar um. Lýsingamar eru skýrar og gagnorðar og bent á þá hluti, sem mark- verðastir em, en síðan er það göngu- mannsins sjálfs að fylla upp í myndina með því, sem honum ber fyrir augu, því að það er eitt mesta ágæti gönguferða, að þær gefa göngumanninum sjálfum færi á að skoða hina smáu hluti, þótt leiðarlýsingin bendi honum á stóm merkissteinana. En engir tveir menn, sem opin hafa augun sjá landið á sama hátt. í stuttu máli sagt, þarf- ur bæklingur og fallegur. David Williams: MÝVATN Rvík 1988. Örn og Örlygur. Margt og mikið hefir verið um Mývatn skrifað fyrr og síðar, sem vænta má, þar sem sjaldséð munu vera jafnmörg náttúm- undur á einum stað. Ferðamenn, erlendir og innlendir streyma þangað tugþúsund- um saman á hverju ári, síðan samgöngur urðu greiðar, og um langan aldur hafa nátt- úmskoðarar og vísindamenn gert sér tíð- fömlt þangað. Hér er á ferðinni ný bók til leiðbeiningar ferðamönnum og öðmm, sem kynnast vilja þessu undralandi. En bókin er ekki einskorðuð við Mývatn eitt saman. Þar er einnig gefin stutt lýsing á eldvirkni á Islandi, einnig sögð saga landsins í fáum, skýmm dráttum en haglega tengd Mývatni og náttúm þess, sem auðvitað er megin- uppistaða bókarinnar. Má þar fræðast jöfnum höndum um jarðfræði, vistfræði einkum þó fuglalífið, og atvinnuhætti fólksins, bæði fyrr og nú á öld ferðamann- anna og iðntækninnar. Þótt bókin sé auð- vitað einkum ætluð útlendingum, er margt í henni fróðlegt fyrir oss íslendinga. Virðist efninu vera gerð góð skil, og aðdáun höf- undar skin hvarvetna fram, og gefur bók- inni viðfelldinn blæ, um leið og hún gæðir alla frásögnina lífi og litum. Mikill fjöldi ágætra mynda er í bókinni, ekki einungis frá Mývatni, þótt þær séu vitanlega lang- flestar, heldur einnig öðmm stöðum, er snerta frásögn höfundar. Bókin er ágæt landkynning og hið mesta þarfaþing öllum, sem til Mývatns koma, erlendum og inn- lendum. Heima er bezl 267

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.