Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Síða 6

Heima er bezt - 01.06.1997, Síða 6
T skugga kreppunnar lifði Tómas sín bernskuár og brimsúgurinn fylgdi litlum dreng inn í draumheima að kvöldi og vakti hann til athafna að morgni. Hann var opinn fyrir því sem fyrir augu bar, snemma vel læs á bókina, og meðfram vegna þess hlaut hann þá upphefð að lesa fyrir sjó- mennina meðan þeir settu upp línuna og riðu net. Ef til vill sinnti hann þarna sinnifyrstu félags- legu þjónustu, en um áratuga skeið hefur Tómas verið mikilvirkur í félagsmálum og ávallt reiðu- búinn að leggja góðum málum lið. Uppruni „Ég er fæddur á Jámgerðarstöðum í Grinda- vík 7. júlí 1924, fimmti í röð sjö systkina. Elst var Margrét sem bjó síðast hérna í Keflavík, Jón var Póst- og símstöðvarstjóri í Keflavík, Sigþrúður býr í Garðabæ, Snorri verslunarmaður í Keflavík en bjó síðast í Reykja- vík. Næst á eftir mér kemur Guðrún sem býr í Kanada. Yngstur er Guðlaugur vörubílsstjóri í Keflavík. Margrét, Jón og Snorri eru látin. Foreldrar mínir voru Jórunn Tómasdóttir af Húsatófta- rætt og Tómas Snorrason frá Hörgsholti í Hreppum. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau í Keflavík, en faðir minn var hér skólastjóri. Þau tóku sig síðan upp og fluttu til Grindavíkur með þrjú elstu systkini mín sem þá voru fædd og settust að á Járngerðarstöðum þar sem móður- foreldrar mínir höfðu búið. Ég geri ráð fýrir að uppvaxtarár mín og minna jafnaldra í Grindavík hafi verið með svipuðum hætti og almennt gerðist í sjávarplássum. Grindavík var einangraður staður og þar sem þetta var endastaður á akfærri leið var umferð þangað ekki mikil. Á þessum stað lifðu menn fyrst og frernst á fiskveiðum. Fyrst þegar ég man eftir var eingöngu um opna báta að ræða. Enginn bátur með dekki eða stýrishúsi. Þetta voru í rauninni bara gömlu árabátarnir komnir með vél til að knýja þá áfram í stað áranna. Þessi gerð bátaflotans breyttist lítið öll æskuár mín í Grindavík". Landbúnaður á Grindvískan mœlikvarða „Margir þorpsbúar voru með smábúskap til hliðar við sjómennskuna. Höfðu kannski nokkrar kindur en fáir voru með kýr. Heima hjá mér voru talsverð búskaparum- svif á Grindvískan mælikvarða. Við vorum með 3-4 kýr og þrjátíu kindur. Mjólkin var síðan ýmist seld eða gefin eftir atvikum. Þetta var samhjálparpláss, Grindavík. Nokkuð var líka um að ræktaðar væru rófur og kartöflur. Síðan var það fiskurinn sem allt snerist í raun um. Fisk- urinn var verkaður heima og ekkert nema saltfiskur. Fisk- Foreldrar Tómasar, Jórunn Tómasdóttir og Tómas Snorrason. Systkinahópurinn samankominn. Aftari röðf.v.:Tómas, Snorri, Guðrún, Jón og Guðlaugur. Fyrir framan sitja Sigþrúður og Margrét. urinn var vaskaður á vorin, breiddur og þurrkaður á sumrin og á haustin var hann síðan pakkaður og seldur. Þetta var sérstakt líf og þegar ég lít til baka man ég ekki eftir mér öðruvísi en við fiskvinnu eða við landbúnaðar- störf. Við vorum sex til sjö ára gömul krakkarnir þegar við fórum að breiða fisk á sumrin. Krakkar í sjávarplássum fara fljótt að taka til hendinni og einkanlega ef einhver smá búskapur er stundaður meðfram. Því auk þess að breiða fisk þá tókum við þátt í heyskap á sumrin og garðvinnu á haustin. Á vertíðinni var maður síðan látinn stokka upp línu. Það var alltaf nóg að gera og mikil vinna skapaðist nátt- úrlega í kringum þennan blandaða búskap sem allir tóku 206 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.