Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Side 8

Heima er bezt - 01.06.1997, Side 8
í Vestubæ bjó íjölskylda mín, í miðhúsinu bjó amma mín með syni sínum og í austasta húsinu bjó móðursystir mín ásamt sinni fjölskyldu. Þetta var þó allt eins og ein stór fjölskylda. Við systkin- in sjö og fimm systkin í Austurhúsi. Við vorum á ýmsum aldri en á þessum árum voru aldurskipti ekki svo mikil að allir gætu ekki leikið sér saman. Síðan bættust við krakk- ar úr nágrannahúsum sem léku sér með okkur. Hlaðið á Járngerðarstöðum var leikvangur okkar, jafnt barna, sem hálfstálpaðra unglinga. Þetta var glaðvært og gott mannlíf þar sem öllum kom vel saman og lærðist að taka tillit til annarra. Það var mikið og gott samstarf hjá Jámgerðarstaðafólk- inu. Til dæmis áttu faðir minn, móðurbróðir minn og mágur móður minnar saman bát sem þeir gerðu út. Á vertíðinni bættist síðan alltaf við fólk. Það komu þá alltaf einn eða tveir sjómenn að austan eða vestan. Á sumrin fóru Grindvíkingar oft norður og austur á land á síld. Þær veiðar voru stundaðar á stærri bátum, en eins og ég gat um áður voru aðeins trillur gerðar út frá Grindavík. Nokkuð var um að menn færu í kaupavinnu til bænda hér og þar um landið. Unglingar fóru einnig oft í sveit á sumrin en heima hjá okkur var svo mikið að gera að enginn okkar fór að heim- an á sumrin“. Barnaskólinn ein kennslustofa „Það var kominn barnaskóli í Grindavík þegar ég var að komast á legg. Skólahúsið var ekki stærra en svo að þar var bara ein kennslustofa. Þegar ég byrjaði í skóla var skólaskyldan komin niður í sjö ára frá því að vera 10 ára. Skólahaldi var þannig háttað að fyrstu þrjú árin voru 7 til 10 ára bömum kennt saman og síðan 11-12 ára og 13-14 ára krökkum saman. Yngri börnin voru í skólanum seinni hluta dags, en þau eldri voru látin koma í skólann sitt- hvern daginn. Lengi var aðeins einn kennari við skólann en þegar skólaskyldan var lækkuð niður í sjö ára bættist við annar kennari. Skólastjóri var Einar Kr. Einarsson ættaður frá Húsatóftum í Grindavík og lifir hann í hárri elli“. Flensborg varð fyrir valinu Tómas stóð sig vel í námi sem réði því að hann ákvað að halda áfram námi eftir harnaskóla en á þeim tíma var ekki mikið um að unglingar í sjávarplássum færu í fram- haldsnám. Flenshorgarskóli í Hafnarfirði varð fyrir val- inu. „Að ég valdi Flensborg frekar en einhvern annan skóla réðist af því að þar hafði faðir minn verið við nám, en Flensborg hafði þá réttindi til að útskrifa kennara. Þetta var á fyrsta ári skólans eftir að hann flutti á Ham- arinn þar sem hann stendur ennþá. Nú er reyndar búið að byggja myndarlega við hann. I kvikmyndinni „Reykjavík vorra daga, “ sem Óskar Gíslason Ijósmyndari og kvikmyndagerðarmaður tók árið 1947 var ungtpar í aðalhlutverki. Tóms lék unga, glæsi- lega manninn og sést hér í hlutverkinu en myndin er tekin í Hljómskálagarðinum. Ég var svo heppinn, ef svo má að orði komast, að heimavistin var orðin fúll og ég fékk inni hjá gömlum hjónum, Sólborgu og Guðmundi Olafssyni. Þau voru fjarskalega góð við mig og voru mér eins og bestu afi og amma. Þessi öldruðu hjón höfðu bæði verið gift áður og áttu börn sitt í hvoru lagi en ekkert barn sam- an. Þar sem þau voru orðin fullorðin og konan ekki heilsuhraust varð það úr að ég var tvo seinni vetuma í Flensborg á heimavistinni. Ég lauk svo gagnfræðaprófi vorið 1940. Þá fóru ég og þrír aðrir skólafélagar mínir að huga að frekara námi. Það voru margir eftirminnilegir kennarar í Flensborg. Sérstaklega er mér minnisstæður einn kennari Bjami Aðal- björnsson doktor í íslenskum fræðum. Hann var afburða- kennari en lést langt um aldur fram. Skólastjórinn í Flensborg sem þá var hét Lárus Bjarna- son og hafði hann verið kennari við menntaskólann á Ak- ureyri og hafði því tengsl við þann skóla. í gegnum þessi tengsl fóram við fjórir skólafélagarnir úr Flensborg norð- ur á Akureyri þetta sama vor þar sem við urðum aftur að taka gagnfræðapróf við menntaskólann því reglurnar 208 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.