Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 14
Guðmundur P. Valgeirs-
son frá Bæ:
Gömul harmsaga
Á árunum 1878-90 bjó
r
á Krossanesi í Arnes-
hreppi, Benjamín Jó-
hannsson, sonarsonur
Jónasar (barna-Jónas-
ar) og Jensínu Oladótt-
ur í Ofeigsfirði. Kona
Benjamíns var Rósa
Sólveig Daníelsdóttir.
Amma hennar var
Vatnsenda-Rósa, skáld-
kona.
Ábúandi eða húsmaður á Kross-
nesi var einnig Jakob Loftsson frá
Litlu-Ávík. Á sama tíma bjuggu í
Norðurfirði Gísli Gíslason (afi þess,
sem þetta ritar) með konu sinni Vil-
borgu Jónsdóttur. Gísli afi minn var
fæddur 28. apríl 1841, dáinn 19. maí
1914. Amma mín, Vilborg, var fædd
1833, dáin 12. desember 1911, þá 78
ára.
Börn þeirra voru þau Ólafur Andr-
és, fæddur 1870 og Sesselja (móðir
mín), fædd 24. september 1874, dáin
30. október 1941.
Áður hafði Vilborg amma mín ver-
ið gift Ólafi Andréssyni frá Munað-
arnesi. Dóttir þeirra var Vilborg á
Felli, kona Guðmundar Þorkelssonar
frá Ófeigsfirði. (Ung hafði Vilborg
amma mín eignast son, sem Jón hét,
með Guðmundi Guðmundssyni í
Ingólfsfirði. Jón fór vestur í Dýra-
ijörð og dvaldist þar í Meðaldal, sem
vinnumaður, allt til dauðadags.)
Drukknun
Ólafs Gísla-
sonar í Norð-
urfirði og Jak-
obs Loftsson-
ar, Krossa-
nesi, 21. ágúst
1890.
Einnig eignaðist amma mín dóttur,
Soffíu í Norðurfirði.
Á sama tíma bjó þar Ólafúr Ólafs-
son, maður Soffíu móðursystur
minnar. Þá mun Ingibjörg, systir
Gísla, einnig hafa átt heima í Norð-
urfirði. Hún var móðir Gísla síðar
bónda á Steinstúni. Var hann þá far-
inn að búa með Ingibjörgu Jóhannes-
dóttur og eiga þau heima á Eyri, þeg-
ar sá atburður gerist, sem hér er ætl-
unin að segja frá.
Benjamín á Krossnesi var athafna-
maður og stundaði sjóróðra jafnframt
búskapnum á Krossnesi. Hásetar
hans að þessu sinni voru þeir Ólafur
móðurbróðir minn í Norðurfirði og
húsmaður Benjamíns, Jakob Lofts-
son frá Litlu-Ávík, kvæntur Stein-
unni Þórðardóttur frá Byrgisvík. Þau
áttu eina dóttur, Helgu, sem síðar
varð kona Sveinbjörns Halldórssonar
frá Melum, bakara á ísafirði.
Ólafur Gíslason
Ólafi móðurbróður mínum heyrði
ég svo lýst:
„Hann var bráðþroska. Varð
snemma umfram sína jafnaldra. Stór
og hraustur svo að fáir eða engir
komust þar til samjafnaðar. Talið var
að einungis Ámi Guðmundsson á
Melum væri jafnoki hans.“
Fann ég á því orðalagi að þar þótti
langt til jafnað. Ólafur var mjög
myndarlegur, vel vaxinn og fríður
sýnum. Hann var lipurmenni, ljúfur í
lund og hvers manns hugljúfi, sem
kynntust honum.
Guðmundur á Finnbogastöðum
sagði að hann hefði verið einn lið-
mannlegasti háseti sem verið hafði
með sér á sjó. Hraustur og lipur í
verki. Það sama sagði faðir minn og
Guðmund Pétursson í Ófeigsfirði,
heyrði ég lýsa honum á sömu lund.
Var hann mjög vel greindur og
snemma fór að bera á því að hann
var listhagur í höndum. Hann lagði
stund á tréskurð, smíðaði ýmsa
muni. Prjónastokka og annað þess
háttar, sem hann skar út. Einn slíkur
var í eigu móður minnar alla hennar
ævi. Má vera að hann sé enn til og þá
líklega hjá Benedikt, bróður mínum.
í eigu Valgeirs í Árnesi er einn
gripur, sem allar líkur eru á að sé
gerður af honum. Sá gripur uppdag-
aðist úti í Þýskalandi. Þýskur sjó-
maður, sem komið hafði á land í
Norðurfirði átti hann. Keypti gripinn
eða þáði að gjöf af Ólafi. Gripurinn
sýnir hagleik Ólafs og listsköpun,
sem þó mun hafa verið fremur fágæt
og fáir til leiðbeiningar á þessum
tíma.
214 Heima er bezt