Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 16
ófeigs. Áttu hraustar hendur og snör viðbrögð Alberts bróður míns og þeirra bræðra, sinn þátt í að ekki fór illa. Um leið og bátur þeirra rann fram úr brimskaflinum, greip Albert einn lóðabalann, hvolfdi lóðunum úr honum og jós með honum austri úr bátnum svo hann hvolfdi ekki og sökk ekki. Ásgeir Guðmundsson frá Ófeigs- firði bjó þá á Krossnesi og horfði á þetta af heimahlaði. Sagði hann mér síðar, að átakanlegt hefði verið að horfa á þetta og geta ekkert aðhafst til bjargar. Frá þessu hefur Sveinbjörn bróðir minn sagt í Strandapóstinum, fyrir nokkrum árum og vísast um það til þess.) Þegar séð var ffá Krossnesi hvað varð, var sent inn í Norðurfjörð að láta vita hvað orðið var. Það segir sig sjálft hver örvænting greip fólkið í Norðurfirði, og jafnframt að finna vanmátt sinn að koma hinum nauð- stöddu til bjargar. I Norðurfirði voru engir karlar heima nema Gísli afi minn. Sjór hafð gengið upp við sand- inn svo að ekkert viðlit var að koma þar út báti, síst með því liði sem var. Afi minn átti þá þriggja rúma bát fremur þungan í setningi, smíðaðan af Jóni Jónssyni bátasmiði. Nú var ekki um annað að gera en setja hann út allan Melixm, út fyrir síkið, út undi Háu-Bakkana, þar sem örlítil vör myndaðist grjóturðina í fjörunni. Þar var loks hægt að koma bátnum á flot. Það hefur ekki verið auðvelt verk eins og mannskap var háttað í Norð- urfirði þennan dag. Þarna voru engir til liðs við afa minn nema konurnar, Vilborg amma mín, Ingibjörg systir afa míns, Soffía móðursystir mín og Sesselja móðir mín, þá 15-16 ára. Þarna reyndi mest á karlmennsku afa míns, þó allir gerðu það, sem þeir gátu, eins og þeir ættu líf sitt að leysa. í þetta fór alllangur og dýr- mætur tími, sem gat varðað líf þeirra, sem í háskanum voru. Meðan þessu fór fram velktist bát- ur Benjamíns, marandi í sjólokunum og inn á Víkina, undan báru og vindi. Oft hvolfdi honum og veltist á ýmsa vegu í sjónum. Margoft höfðu þeir Benjamín og Ólafur farið í kaf, sopið sjó svo þeim lá við köfnun. Lokst stöðvaðist báturinn og maraði í hálfu kafi. Öllu lauslegu hafði skolað út úr honum. Þegar afi minn og björgunarlið hans kom að þeim, sat Benjamín á þóftu bátsins, en Ólafur lá á kafi í austri bátsins. Var Benja- mín svo að hann gat talað við þá. Sagðist hann þá hafa fyrir stuttri stundu skipst á orðum við Ólaf, en hann hefði þá verið aðfram kominn. Og nú virtist hann látinn. Voru þeir þá teknir yfir í bát afa míns og róið skemmstu leið upp í Skötuvíkurvoginn. Var Benjamín ótrúlega hress eftir þetta langa volk, en með Ólafi sást ekkert lífsmark. Engin kunnátta var fyrir hendi um meðferð eða lífgun drukknaðra. Og óvíst hvort það hefði nokkru breytt úr því sem komið var. Þó töldu ýmsir síðar að það hefði getað verið svo, því skammt var frá því þeir höfðu skipst á orðum þegar bátinn bar að, ef strax hefði verið gripið til þess. En nú tók við sá þáttur, sem lengst var vitnað til og í minnum hafður. Það var að koma Benjamín og líki Ólafs heim að Krossnesi. Gísli afi minn var með allra sterk- ustu mönnum. Nú svall honum hug- móður í sorg sinni. Tók hann Ólaf son sinn í fang sér og bar hann þannig í einni lotu út að Krossnesi. Er það æði langur spölur. Þótti það ótrúleg afl- og þrekraun, því Ólafur var fullvaxinn og stór maður, og auk þess sjóblautur. Egill á Borg reiddi son sinn sjó- drukknaðan í fangi sínu heim að Borg á hesti. Afi minn bar son sinn sjódrukknaðan í fangi sínu til næsta bæjar, um rúmlega hálfs kílómetra leið. Báðum var þeim harmur í hug yfir missi sona sinna, efnismanna á ungum aldri. Egill orti sígilt kvæði um syni sína látna, sorg sína og tor- ræka hefnd við sonarbana. Afi minn bar harm sinn í hljóði. Á annan tug síðustu æviára sinna, var hann sjónlaus. Sat hann þá oft á rúmi sínu og föndraði leikföng ýmis konar fyrir okkur barnabörn sín, okkur til leiks og dægradvalar. Oft sat hann hljóður og starði blindum augum út í tómið. Hvað honum var þá í hug veit enginn. Ekki er það ólíklega til getið, að honum hafi þá verið í hug sá atburður, sem hér er leitast við að segja frá, og hversu litlu munaði að honum auðn- aðist að bjarga lífi sonar síns. En þar varð hann, líkt og Egill, að beygja sig undir vald hins alls valdandi guðs. í þessu sambandi gleymi ég ekki sorg ömmu minnar og móður, sem var þeim rík í huga. „Þið heyrið enn þau harmahljóð er hljóma frá kaldri Skor.“ Þau harma- hljóð hafa ómað í eyrum kynslóð- anna í gegnum sögu þjóðarinnar. * * * Ég læt nú þessari frásögn lokið. Þau orð, sem ég heyrði og minningar mínar ffá því ég var barn, hafa fest í huga mér, einkum hin síðustu ár mín. Hefi ég haft löngun til að festa niður á blað það, sem ég heyrði af annarra frásögn og um leið það, sem skapast hefur í huga mér. Nú hef ég komið því í verk. Veit ég þó að það breytir engu um það, sem orðið var. Aðeins minningin um þennan bráðgjörva móðurbróðir minn, gefur mér tilefni til að leiða hugann að því hvaða erfðaefni það eru, sem með okkur systkinum búa og koma fram í hinum ýmsu myndum í okkur systur- börnum hans og afkomendum okkar. Blessuð amma og afi! Ég hugsa til ykkar á þessari örlaga- stund og bið ykkur guðs blessunar. Eflaust hefur hann þó veitt ykkur blessun sína. „Þið heyrið enn þau harmahljóð, sem hljóma frá kaldri Skor.“ Skrifað í Bæ í dymbilviku 1997. 216 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.