Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Page 17

Heima er bezt - 01.06.1997, Page 17
rýf ^ Vwegs- ferðin, sem hófst með Flugleiðaþotunni frá Kefla- vík 19. júní og endaði hálf- um mánuði síðar, er ekki einungis söguleg vegna hins fagra umhverfis, sem við Hj alti Pálsson, saín- vörður á Sauðárkróki, ókum um í Renaultbílnum góða, sem beið okkar við Fornebuflugvöll í Osló, heldur einnig góðviðrisins er við nutum, meðan á ferðinni stóð og hinnar miklu gestrisni frændfólks Hjalta á Gurskeyju, skammt sunnan Álasunds. En það er önnur saga. Við áttum náttstaði í Osló, Hamri, Lil- lehammer, Lærdal í Sogni, Loen, Geirangri og á Gur- skeyju, sem áður er nefnd. Á þessu ferðalagi gerðist svo margt skemmtilegt, sem seint mun gleymast þeim er festir þessar línur á blað. Eitt er það þó, sem hvað sterkast orkaði á undirrit- aðan, en það var koman og viðstaðan í Loen, innst í Norðfirði í Firðafylki Nor- egs. Þar er landslag eitt hið hrikalegasta sem sést frá ferðamannaslóðum í Norður-Evrópu. Þar hafa á þessari öld, tvisvar orðið stórslys af skriðum er ollu flóðöldu. í fyrra skiptið Sárið í Ramnefjallinu við Loenvatn eftir skriðuna 1936, er olli um 70 metra hárri flóðbylgju að talið er. Eins og sést á myndinni hefur skriðan sjálf gróið og er þar nú allmikill skógur. Guðmundur Sæmundsson: Loen í Nord- fjord 1905, hið síðara 1936. Flóðaldan sópaði fjölda húsa á brott og sökkti tveim gufubátum er notaðir voru til flutninga á Loenvatni. í fyrra sinnið fórst 61 maður, en 73 í hið síðara. Þeir sem af komust og afkomendur þeirra, hafa reist þarna byggð á ný, þó að skriðu- hættan vofi alltaf yfir. Upp af Lodalnum blasir Jóstadalsjökullinn (Jo- stedalsbreen), niesti jökull Noregs, við augum ferða- mannsins. Það er undarleg tilfinning að sitja á verönd gististaðar- ins Loensenter, og horfa yfir grænt, dulúðugt vatnið meðan sól rann á fjöll, þar sem tindar þeirra gnæfa í um tvö þúsund metra hæð yfir vatnsborðinu. Skammt hér frá, við botn Loensfjarð- ar, er eitt stærsta ferða- mannahótel Noregs, Alex- andra, sem hefur innan veggja sinna yfir fjögur hundruð herbergi og er að stofni til frá ofanverðri 19. öld. Þá þegar voru erlendir ferðamenn farnir að venja komur sínar með skemmti- ferðaskipum til Loen og fleiri norskra fjarða, vegna sérstæðrar náttúrufegurðar. Þegar bregða skal upp einni skyndimynd frá þess- um stað, er úr vöndu að ráða til hverrar eigi helst að Heimaerbezt 217

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.