Heima er bezt - 01.06.1997, Page 19
Enn er ég kominn á breið-
firskar æskustöðvar mínar,
kominn ein sjötíu ár aftur í
tímann, og að þessu sinni
hef ég í hyggju að lýsa nán-
asta umhverfi bœjarins að
Gröfum (Hvalgröfum) á
Skarðsströnd, því umhverfi,
sem við félagarnir þrír, ég
á aldrinum 6-7 ára, Sveinn
Jónasson frá Oxney, er var
5-6 ára, uppeldissonur hús-
bœndanna þar og gamli
blindi heiðursmaðurinn
Valdimar Marisson, sem
við þekktum best. Hvaðan
Valdimar var, eða Valdi,
eins og við kölluðum hann,
man ég ekki lengur, en
hann var vistaður þarna til
heimilis vegna blindu sinn-
ar, eins og þá var algengt
með þá, er ekki gátu stund-
að vinnu sér til framfœris.
Já, Valdi var þarna og
átti gott atlœti í einu
sem öðru.
og fleiri huldu-
fólksbyggðir á Gröf-
um, leikir og leikföng
barna þar.
Ingvar Björnsson um 1940
Túnið á Gröfum hefur á þeim
tíma, sem þessi frásögn nær
yfir, þótt vel í meðallagi stórt
og að mestu var búið að slétta það
sem innan girðingar var og hin hefð-
bundnu handverkfæri höfðu ráðið
við.
Góð og fjárheld girðing var um
túnið á þrjá vegu en fjórðu hliðina,
það er að neðan eða norðanverðu, sá
hátt og þverhnípt klettabelti um.
Neðan þess tók svo nefnt undirlendi
við og náði það allt fram í sjó. Upp
þetta klettabelti mátti segja að eng-
inn kæmist nema fuglinn fljúgandi,
að vísu voru tvær eða þrjár kleifar á
þessu hamrabelti, þar sem menn gátu
fetað sig niður frá túni að undirlendi
og því voru settar tvær eða þrjár
spýturenglur þar í skörðin, svo að
þau yrðu fjárheld.
Ofan (sunnan) túngirðingarinnar lá
svo reiðvegur sveitarinnar frá vestri
til austurs. Ofan vegarins var svo-
nefnt náttból, þar sem kýmar voru
mjólkaðar kvölds og morgna, meðan
þær voru látnar liggja úti yfir sumar-
ið. Væri hvasst og eða mikil úrkoma,
fóru kýrnar ævinlega inn í náttbólið
og lágu þar í skjóli næturlangt. Þarna
skammt frá voru gamlar og nýjar
mógrafir er okkur strákunum stóð
stuggur af, því þar höfðum við séð
drukknaðar kindur. Ofan alls þessa
gnæfði svo Grafarfjallið, hátt og
tignarlegt.
Bærinn að Gröfum stóð miðsvæðis
á milli girðingarinnar að ofan (sunn-
an) og klettanna að neðan (norðan)
en nokkuð vestan til í túninu. Þarna
stóð bærinn á austanverðum hól og
bar því hátt við sjónum þess er um
veginn fór, svo og þeirra er sjóleiðina
komu. Bærinn var tvílyftur torfbær,
þiljaður timbri í hólf og gólf, með
hvítum framgafli og rúmgóðu bíslagi
(fordyri). Austan bæjarins var
feiknamikill öskuhaugur, sem farið
var að saxast á, því að þangað hafði
Heimaerbezt 219