Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Page 20

Heima er bezt - 01.06.1997, Page 20
ávalt verið sótt aska í allar nýræktir. Askan þótti afbragðsgóður áburður og var stungin eða plægð saman við moldina. Vestan við bæinn var hlóðaeldhús, byggt úr torfi, gríðar- stór steypujárnspottur var þar á hlóð- um til ýmissa nota, t.d. var allur haustmatur soðinn í þessum potti. Á hlóðunum var allur æðardúnninn hit- aður fyrir hreinsun en til þess var minni pottur notaður. I sláturtíðinni á haustin vorum við strákarnir látnir sitja úti í hlóðareld- húsinu og halda langtímum saman í kindagarnir, strax og við höfðum getu til. Það að halda lengi í ristla þótti okkur leiðinlegt og löðurmann- legt verk, svo vildi kýrhausinn, sem við sátum á, helst til mikið líkjast steininum, sem sagt var um forðum, að tvisvar yrði sá feginn er á steininn settist. Vestan hlóðaeldhússins var svo klettabelti er náði langt vestur fyrir girðingu. Að norðan voru allháir klettar frá túni og upp á efstu brún „Kastalans,“ en svo hét þetta kletta- belti einu nafni. Að ofan var Kastal- inn grasgefinn, þar voru margir stór- ir, stakir steinar og stórþýft, að sunn- an dró svo hægt úr hæð Kastalans og að lokum rann hann saman við túnið ofan hans. Kastalinn var í hugum allra heima- manna þéttsetinn af huldufólki, enda aðal aðsetur þess þar um slóðir. Hér var aðeins gott huldufólk og væri því sýnd vinsemd launaði það vel fyrir sig. Þessu til áréttingar var þess vandlega gætt í upphafi sláttar að öllum þeim, sem með orf og ljái áttu að fara á komandi sumri, væri full- ljóst að harðbannað væri að bera ljá að svo mikið sem einu strái á kastal- anum og að þar sem mörk milli kast- ala og túns væru ógreinileg, skyldi sláttumaður ævinlega gæta þess að fara ijær kastalanum en hann taldi brýna nauðsyn til. Hins vegar minn- ist ég þess ekki að stuggað væri við heimalningi (móðurlausu lambi) né folaldi, sem gekk undir hryssu, sem verið var að nota við heyvinnu á túni, þótt þessir gripir stæðu þar á beit og Brynjúlfur bóndi að Gröfum og Þóra Magnúsdóttir, eiginkona höfundar. Myndin er tekin við Skúlagötu í Reykjavík, um 1950. því var reyndar slegið föstu að huldufólkið væri sátt við veru þeirra þarna og teldi sig vera að greiða fyrir ýmsar góðgerðir er því hefðu verið réttar á liðnum vetri og var þá jafnan talað um að það hefð náð sér í smá mjólkurlögg í fjósinu eða búrinu á meðan það hafði enga mjólkandi kú sjálft. Öllum börnum var leyft, hversu smá sem þau voru, að vera svo sem þau vildu á Kastalanum og allir voru þess fullvissir að huldufólkið gætti þeirra vel. Okkur Sveini var stranglega bent á, að værum við að leik uppi á Kastala, mættum við aldrei vera þar með ærsl eða ólæti og aldrei mættum við við- hafa þar blótsyrði né klúr orð. Reyndar var okkur alfarið bönnuð notkun slíkra orða, hvar sem við vor- um. Við máttum hvorki rífa upp gras, steina eða þúfnakolla er til- heyrðu Kastalanum. Þessi bönn voru okkur sett vegna þess að við vorum orðnir það gamlir að við áttum að skilja tilefni þeirra. Þessi bönn urðu auðvitað til þess að við gátum ekki verið með „búið“ okkar upp á sjálfum Kastalanum en höfðum það hins vegar neðan klettanna að norðvestanverðu. Þetta kom sér líka vel fyrir okkur, því að rétt austan okkar bús, stóðu ijárhús og heytóft fúllorðna fólksins og veittu okkur gott skjól. Auðvitað þurftum við strákarnir að líkja eftir fullorðna fólkinu í sem flestum fögum. Við byggðum dágóð gripahús úr torfi, tóft fyrir heyið og girtum okkar tún. Þar sem við fengum aldrei, svo ég muni til, leikföng úr kaupstað, urð- um við að tjalda því sem til féll. Hestar okkar voru auðvitað kinda- leggir, sem frá náttúrunnar hendi voru svo snilldarlega gerðir að hægt var að setja snærisspotta í framenda þeirra og ef vel bar í veiði hjá okkur, gátum við sett teiknibólu í afturenda leggsins og þótti það meiri háttar skraut. Kindur okkar voru afsöguð horn þeirra kinda, sem felldar voru í sláturtíðinni á haustin, lömb okkar voru litlu lambahornin en hrútarnir stóru hrútahornin, sem til féllu. Neðri kjálki sviðahausanna voru kýrnar og nautin og fór sú skilgrein- ing einfaldlega eftir stærð þeirra. Allur framangreindur bústofn var auðvitað alltaf hafður sem mest inn- an girðingar okkar. Því miður kom það nokkuð fyrir að flækingshundar eða hvolpar frá öðrum bæjum, gerðu slæman usla í bústofninn, þeir náðu sér í hornin og tættu þau í sig. Að hætti fullorðinna kenndum við rebba gamla um usla þennan og því urðum við að fara á refaveiðar og flæma skolla í burt. Þó að uppistaða bústofns okkar kæmi frá bústofni fúllorðna fólksins, fengum við líka ýmislegt úr sjó. Leið okkar strákanna lá oft niður í fjörur til að tína kuðunga, kúskeljar o.fl. Kuðungana höfðum við fyrir hunda, bæði litla og stóra. Kúskeljamar okk- ar voru auðvitað sækýr. Hauskúpur stórgripa vom afar vel þegnar því þær gátum við haft fyrir stóla, borð og önnur húsgögn. Hrossaleggir voru líka hinir bestu gripir. í þá bomðum 220 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.